Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 25
Nr. 4 Heima 121
-------------------------------- er bezt---------------------------
mældust 110 mm, 50% meir en venjulega. Hér fyrir
sunnan voru líka dimmviðri í meira lagi, og sól-
skinið var aðeins 26 klst, nærri helmingi minna en
í meðalári.
Ekki þarf að taka fram, að snjóalög voru óvenju
lítil og það þrátt fyrir þá óhemju fönn, sem komin
var norðan lands í janúar. Munu bændur því hafa
getað sparað mikið hey sín. Gæftir voru yfirleitt góð-
ar, og aflinn fremur góður, einkum framan af.
Við minntumst áður á sunnanveðrið mikla 1.
febrúar. Það náði um landið allt, en þó var veður-
ofsinn mismunandi. Mestur virðist hann hafa orðið
á Norðurlandi, frá Skagafirði austur um Þingeyjar-
sýslur, því að þar urðu skemmdir mestar. En athug-
unarmaðurinn á Fagurhólsmýri, Helgi Arason, tek-
ur það sérstaklega fram, að þetta hafi þar ekki verið
með mestu veðrum. Mikil úrkoma fylgdi þessu
veðri vestan lands, 59 mm í Andakílsrafstöð og
41 mm á Hamraendum í Dalasýslu, svo að eitthvað
sé nefnt. En allra mest rigndi þó á Fljótsdalshéraði,
77 mm á sólarhring á Egilsstöðum. En strax norður
í Vopnafirði var úrkomulaust og svo var einnig víð-
ast í Norðurlandi. Eins og menn muna, voru frá-
sagnir af þessu veðri eitt aðalefni fréttanna marga
daga á eftir, og hér eru engin tök á að gera því skil,
þótt það væri vert sérstakrar rannsóknar.
Af öðrum viðburðum í mánuðinum má nefna,
að hinn 3. febrúar varð vart við hrævareld á Fagur-
hólsmýri, og aðfaranótt hins 29. voru miklar þrum-
ur í Skaftafellssýslu, svo að margir símar í Land-
broti brunnu.
Og nú skulum við snúa okkur að öðru efni.
Frá fornu fari hefir jörðinni verið skipt í belti
eftir veðurfari. Menn tóku snemma eftir því að
sól gekk hærra í sumum löndum en öðrum, og þar
var að jafnaði hlýrra veðurfar. T. d. sáu Grikkir,
að þeir bjuggu við mildari vetur en barbarar land-
anna fyrir norðan. Eðlilega hugðu þeir að það væri
sólarhæðin, sem réði hlýindunum, þess vegna köll-
uðu þeir veðurfarið klima, en það þýðir orðrétt
halli, þ. e. halli sólargeislanna. En sólarhæð fer eftir
breiddarstigi, og þegar menn uppgötva lögun jarðar,
miðbaug, heimskaut og breiddarstig, þá var ekkert
eðlilegra en skipta jörðinni í veðurfarsbelti eftir
breiddarstigum. Enn í dag má sjá þessa gömlu skipt-
ingu í landafræðibókum, 'hitabelti milli hvarfbauga,
kuldabeltin tvö takmörkuð af heimskautabaugun-
um og tempruðu beltin tvö milli hitabeltis og kulda-
belta.
Frá veðurfræðilegu sjónarmiði eru þó ágallar á
þessari skiptingu, og þeir eigi alllitlir. Það er t. d.
ekki eðlilegt, að ísnúin strönd Suður-Grænlands
skuli liljóta sama sess og frjóar ekrur Svíþjóðar á
sömu breiddargráðu. Og ekki er mikið sameigin-
legt með hitasvækju frumskóganna og svíðandi
þurrkum eyðimarkanna, þótt hvorttveggja geti
fundizt á sama breiddarstigi. Þessi gamla skipting
liefir því nær eingöngu stjarnfræðilegt gildi, en
lítið veðurfræðilegt, síðan menn tóku að kynnast
raunverulegu veðurfari jarðar, mæla það og kort-
leggja. Og þótt við þekkjum ekki annað en meðal-
hita og úrkomu hvers mánaðar ársins á tilteknum
stað, þá er það vitneskja, sem fræðir okkur meir
en breiddargráðan ein getur gert um hagi manna
og málleysingja á staðnum.
Reglubundnar veðurathuganir hefjast ekki að
marki fyrr en um miðja 19. öld, og í fyrstu voru
þær afar strjálar, en þeim fjölgaði mjög á síðari
hluta aldarinnar. Þá gátu menn farið að bera sam-
an veðurfar mismunandi landa. Og þá var þess ekki
heldur langt að bíða, að menn færu að flokka veður-
farið eftir þessum mælingum. Sii flokkun, sem
einna mestri viðurkenningu hefir náð, er kennd
við þýzka veðurfræðinginn Köppen, og í kvöld
ætla ég að gera dálitla grein fyrir henni.
Við flokkun veðurfarsins hefur Köppen það eink-
um í huga, hvaða lífsskilyrði það veiti. Hóf er bezt
að hafa á öllum máta, og ekki á þetta síður við um
veðrið en annað. Og hvað er það þá í veðurfarinu,
sem helzt keyrir úr hófi? Frostið nístir, hitinn
brennir í þurrki, en kæfir í raka. Raunar er það
fleira sem angrar, stormar æða og brjóta, en slíkt
setja menn þó ekki mjög fyrir sig, ef hitinn og rak-
inn er í hófi. Á þesum forsendum mun Köppen
hafa reist þá ályktun sína, að veðurfarið mætti
flokka eftir hita og úrkomu eingöngu. Mun þó
rniklu hafa ráðið um þessa ályktun Köppens, að hit-
inn og úrkoman eru þeir einu veðurþættir, auk
loftþrýstings, sem þá voru sæmilega kunnir um
mikinn hluta jarðar. Ymsir hafa reynt að endur-
bæta þessa ílokkun hans, og tekið þá til greina aðra
þætti en úrkomu og hita, til dæmis uppgufun, en
vegna þess, að hún er lítt rannsökuð, hefir jafnan
orðið að hverfa aftur að ráði Köppens, að láta hit-
ann og úrkomuna ráða.
Einn er sá flokkur veðurfars, sem finna má dæmi
um gervalla jörð. Það er loftslag öræfanna. Það er
ekki síður ríkjandi á tindum Himalajafjalla, að-
eins 25 gráður frá miðbaug, en í Grænlandi,
skammt frá norðurskautinu. Má því heita, að ör-