Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 41

Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 41
Nr. 4 Heima 137 --------------------------------er bezí---------------------------- á andliti Griffins, var honum ljóst að hann hafði hitt á auman-blett. Glenn Griffin skyldi einmitt slíkar ögranir og hótanir manna bezt. Hér var talað lians eigin máli, og ef til vill skildi liann ekki annað. „Tók ég kannski ekki ofan í Robish?“ „Jú, með sæmd,“ sagði Dan. „Ég held, að við skiljum hvorn annan, Griffin.“ Hann leit snöggt til konu sinnar. „Ég held líka að við vitum öll, hvað okkur ber að gera. Mæli ég ekki rétt, Elenóra?“ Elenóra gat aðeins kinkað kolli og íhugað í kyrr- þei, hvernig á því stæði, að hún skyldi ekki hafa kynnzt manninum sínum fyrr en nú í kvöld.... II. KAFLI Kvöldið var koldimmt, og vindurinn gnauðaði á rúðunum. Gluggatjöldin voru dregin frá, en ljós- kerin á bifreiðum þeim, sem framhjá runnu, virt- ust fjarlæg og óraunhæf. Dan Hilliard hélt á kvöld- blaðinu sínu rétt eins og venjulega, og með því að líta upp fyrir blaðröndina með risastóru fyrirsögn- unum, gat hann séð þvert í gegnum ganginn inn í borðstofuna, á þá, sem þar vóru: Griffinbræður höfðu breitt úr landakorti á borðinu og grúfðu sig nú yfir það. Dan vissi, þótt hann ekki sæi það, að þriðja andlitið mundi geta að líta í dimmri kompu hinum megin gangsins fyrir enda dagstofunnar, og þetta andlit var eilitið sollið og ólundarlegt. Cindý, sem sat í legubekknum ásamt Ralphie og lét sem hún væri að lesa í bók, var sér einnig vit- andi um þriðja andlitið, af því að hún dró fagra og rennilega fótleggina öðru hverju lengra inn undir sig og hagræddi pilsi sínu sem gaumgæfilegast. Hún sneri að ásettu ráði og með fyrirlitningu baki við þessum dyrum. Elenóra sat einnig í stólnum sín- um, og ef einhver hefði af hendingu litið inn, mundi sá hinn sami hafa séð fjölskyldu, sem naut vökunnar á ofur hversdagslegan hátt. Þessu var því öllu einkar haganlega fyrir komið, raunar ofboð hversdagsleg sýn, lamandi í ógnþrung- inni staðsetningu sinni. Gegnum rifuna í rennitjald- ið fyrir borðstofugluggunum gat Glenn Griffin séð út á götuna, flötina og akstíginn. LJr kompu sinni gat Robish haft auga með bakgarðinum, bílskúrn- um og akstígnum meðfram hlið hússins. Dan var stirður, og nístandi verk lagði um hann hægra megin. Eitt rifbein var brotið og olli það sársauka, og í hvert sinn, er hann dró andann, jókst sársaukinn og varð að sting í lungunum. Þarna hafði hann verið í tvo og hálfan tíma, og reiðin, ofsinn, hafði seytlað inn í liuga hans með hverri mínútu, ekki samt þessi fullkomna, æðisgengna heift, sem stjórnað hafði aðför hans að Robish, heldur hatur þess, sem hefur þol og þrautseigju til að bíða hefndarinnar. Hatrið beindist ekki einvörð- ungu að þremenningunum, heldur og að einhverju, sem meira var og óþrifalegra: hatur við ótrúleg ör- lög eða slysni, sem hafði orðið til þess, að þessir menn völdu einmitt heimili hans. Var það af því, að þeir höfðu séð reiðhjól drengsins á stígnum? Eða af því, að nokkurt óbyggt svæði var beggja vegna húss hans? Wallingsfjölskyldan í nokkurri fjarlægð á aðra hlið og trjálundur á hina. Já, en hvers vegna einmitt þetta hús? Það hlutu þó að finnast önnur hús, sem eins vel voru sett í þessu skyni. Hann sá Glenn Griffin leggja handlegginn yfir herðar bróður síns þarna framrni við borðið: lát- bragð, sem sýndi hlýju og vináttu. Griffin virtist alveg áhyggjulaus. Þetta var sami maðurinn, sem frá því fyrsta hafði gert sér ljóst, hvernig maður á borð við Dan Hilliard yrði að liegða sér undir vissum kringumstæðum, og sjálfur hafði hann skap- að þær. Dan varð aftur litið á úr sitt. Klukkan var þrjá- tíu og fjórar mínútur gengin í níu. Þrír tímar og tuttugu og sex mínútur til miðnættis. Hann hafði sýnt langlnndargeð hingað til, og það var engin hætta á, að honum tækist ekki líka að þrauka þann tíma, sem eftir var. Hann ætlaði að koma fram eins og sá, sem ekki á sér lengur nokkurra kosta völ. Honum var í rauninni í mun að gera allt inn- an skynsamlegra takmarka til þess að losna við þessa náunga, — leggja allt í sölurnar til þess, svo fremi að fólk hans biði ekkert tjón af. Kvöldið leið án þess að verulegt óhapp bæri að höndum. Þau höfðu borðað. Fyrst höfðu þeir þre- menningar snætt, Glenn, sem nú var kominn í jakka af Dan, í borðstofunni, Hank í kompunni og Robish við eldhúsborðið. Cindý hafði gengið um beina, meðan Elenóra bjó til matinn. Stuttu síðar hafði Robish spurt, hvar Dan hefði drykkjarföng sín. En þau voru engin til. Robish hafði tautað eitthvað um lygina í Dan, og hafði þusast fram og aftur í árangurslausri leit og hreytt úr sér hótun- um um, hvers væri von, ef hann fyndi þær. Glenn lét þetta alveg afskiptalaust. Horfurnar voru ekki svo ískyggilegar, að hann teldi ástæðu til að stilla til friðar. Á þennan hátt tókst Glenn svo vel að halda uppi aga, hugsaði Dan. Þegar um eitthvað

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.