Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 38
Hér birtist fjribji hluti af hinni spennandi framhaldssögu
ÞRÍR ÓBOÐNIR
GESTIR
eftir
Josepli Hayes
E'V, tek fangelsið’ fram yfir. Ég hata gístihús,
n og svo höfum við heldur ekki efni á slíku,
-A og ég vil helzt vera sem næst þér.“
Jessi brosti aftur og greip hönd hennar af borð-
inu. Hún leit hálfringluð í kringum sig í veitinga-
húsinu. En Jessi hélt fast í hönd hennar, og hún
sá brosið á andliti hans víkja fyrir byrstum svip.
Hún vissi ekki, að hann sá sér fyrir hugskots-
sjónum eins og kvikmynd á tjaldi, atburði, sem
vel gætu átt sér stað. Glenn Griffin miðaði skanim-
byssu sinni á hrætt og saklaust fólk, slíkt var engin
fjarstæða. Og enginn vissi betur en Jessi Webb,
hve skotfimur Glenn Griffin var.
En hvar var hann niður kominn? Aðeins að
hann vissi það. . . . Ef hann aðeins þyrfti ekki að
bíða svona, meðan þessar skuggamyndir liðu fyrir
hugskotssjónir hans og hvert atriði þeirra rak
annað.
Meðan Dan Hilliard starði á skammbyssuna, sem
þessi ungi maður hélt svo kæruleysislega á og hug-
ur hans hvarflaði að því tjóni, sem þessi skamm-
byssa, jafnvel ónotuð, kæmi til leiðar, varð hann
yfirkominn af getuleysi sínu. Ef lögreglan kæmi
á vettvang, mundi það liafa hinar hörmulegustu
afleiðingar, og ef lögreglan kæmi ekki, mundi ef til
vill fara enn verr.
„Strákurinn kemur á hjólinu upp stíginn,“ sagði
Robish innan úr kompunni.
„Ef þér vilduð lofa mér að tala við hann,“ sagði
Dan fljótmæltur, „þá gæti ég skýrt þetta fyrir hon-
um, og. .. . “
„Haltu þér saman,“ sagði Glenn Griffin þýðlega.
Dan heyrði snarkið í öðru hjólinu, er það rann
út á mölina. „En þegar ekkert ljós er hér, verður
drengurinn skelkaður. Þér getið ekki. . . . “
Glenn Griffin stökk til og stakk skammbyssu-
hlaupinu milli rifja Dans. Hann greip andann á
lofti og hönd hans læstist um herðar Elenóru.
Án þess að hirða um þetta frekar, heyrði hann
gengið stuttum, léttilegum skrefum upp að bak-
dyrunum, sem síðan voru opnaðar og svo barst að
eyrum lians óp, blandið undrun og ótta. Hann
stirðnaði upp. Hugsanir hans höfðu hvarflað til
skammbyssunnar, og einmitt í þessurn svifum fann
hann aftur fyrir hlaupinu milli rifja sér.
Hann heyrði áflog í eldhúsinu, og þau bárust
inn í dagstofuna, og Ralph talaði eitthvað sundur-
laust.
Svo birtist hann þarna í dyrunum, en ungur
maður hélt honurn föstum. Dan hafði ekki séð
þenna mann fyrr, en þekkti þegar, að hér mundi
vera um bróður Glenns Griffins að ræða.
„Slepptu mér!“ sagði Ralphie og reit’ sig lausan.
„Hank.“ Glenn sneri skammbyssunni, svo að
hún vissi fram í ganginn. „Kveiktu í ganginum.
Dragðu rennitjöldin fyrir í borðstofunni og farðu
svo aftur fram í eldhúsið.“ Meðan hann talaði
gekk liann út í ganginn, svo að hann gæti ekki sézt
gegnum framgluggana.
Hver sá, sem gengi um götuna, gat séð Hilliard-
fjölskylduna í dagstofunni. Drenginn í ganginum,
afundinn, en ekki óttasleginn, gátu vegfarendur
ekki séð, heldur ekki Glenn Griffin, sem stóð við
hlið hans.
„Hvað er þessi strákur að gera í eldhúsinu okk-
ar?“ spurði Ralphie.
„Þetta er allt eins og það á að vera, Ralphie,“
134 Heima er bezt