Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 33
LAGT Á Sögn Hannesar Jónssonar frá Hleiðargar&i HÉÐINSSKÖRÐ Fast svo barði frostsins lið, felmtri varð af sleginn, því óharður hætti við Héðinsskarðaveginn. Svo kvað Sveinn Sveinsson, er kallaður var Sigluvíkur-Sveinn, eitt sinn er hann ætlaði að leggja leið sína yfir Héðinsskörð, en lenti í stórhríðarbyl, og varð að snúa aftur og komst nauðuglega til bæja. Héðinsskörð liggja milli Barkárdals að austan og Héðinsdals að vestan. Þau liggja afarhátt enda er sagt að þar geysi illviðri flesta daga ársins. Þetta er því illur og hættulegur fjallvegur og því bezt að þurfa ekki að leggja leið sína yfir þau, enda er sagt, að þar hafi margir látið lífið. Hafi þeir ýmist orðið úti, eða hrapað fram af hengiflugi austan megin skarðsins; má þar síðast minnast, er hinn mæti mað- ur Ingimar Sigurðsson frá Draflastöðum í Fnjóska- dal, bróðir Sigurðar búnaðarmálastjóra, fórst þar skömmu eftir aldamótin síðustu. Þessi leið er talin styttsti vegur milli héraða, að undanskildum Hóla- mannavegi hinum forna, sem nú er algerlega lagður niður, enda mun eins vera um Héðinsskörð, að þar mun fáförult yfir. Og hefst svo frásögnin. Það var veturinn 1893, að jólaleyfið á búnaðar- skólanum á Hólum var byrjað. Við vorum þá sex Eyfirðingar við nám þar, og hugsuðum gott til að skjótast austur yfir fjöllin og vitja heimkynna okk- ar. í förina slóst með okkur sjöundi Eyfirðingur- inn, sem var léttadrengur á skólabúinu. Var hann ættaður annaðhvort úr Hörgárdal eða Möðruvalla- plássinu. Sá áttundi bættist svo í hópinn; var það Þingeyingur, ættaður af Svalbarðsströnd. Við þessir átta félagar vorum þessir: Júlíus Jak- obsson, síðar bóndi á Skáldstöðum, Júlíus Gunn- laugsson, seinna bóndi í Hvassafelli, Simon Krist- jánsson, bjó um skeið í Ölversgerði (Bölkoti), Stef- án Sigurgeirsson, sem síðar bjó á Nautabúi og Hvammi í Hjaltadal, Jón Daníelsson frá Skáldstöð- um, fór til Vestfjarða og andaðist þar fyrir all- mörgum árum. Sjötti var Þorlákur Thorarensen, ættaður úr Hörgárdal, léttadrengur, sem áður var getið og á nú heima í Glerárþorpi, og 7. sá, sem frá þessu segir. Áttundi var Þingeyingurinn Stefán Stefánsson, bónai á Svalbarði. Við lögðum af stað áður en birta tók, daginn fyrir Þorláksdag. Veður var kyrrt, en dimmt í lofti, og því óvíst hvernig veður snerist þegar birti. Vor- um við allir á skíðum, því dálítill snjór var. Geng- um við allir við stóra broddstafi, er við höfðuin safnað saman á bæjunum í kring, því að skíða- stafir þeir, sem nú tíðkast, þekktust þá ekki. Vor- um við skammt komnir á leið, er drífa tók úr lofti, og jókst það óðfluga. Þó héldum við áfram fram að Héðinsskörðunum, því þá leið ætluðum við að fara. En er þar kom, sýndist okkur kafaldsbylur á fjallinu. Leizt þá sumum illa á að halda áfram, en Stefán Sigurgeirsson sem áður getur, eggjaði fast á að halda áfram ok kvaðst örugglega mundu rata á Skörðunum; sagðist hann nokkrum sinnum hafa far- ið þar yfir og vera vel kunnugur. Varð það úr, að við lögðum af stað upp á fjallið; en ekki vorum við fyrr komnir upp á skarðsbrúnina, en að á okkur skall norðanstórhríð, með heiftarfrosti, svo að föt Heima er bezt 129

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.