Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 15
HÁKON GUDMUNDSSON, hœstaréttarritari:
Blabab í DÓMSMÁLUM
A síðastliðnu ári munu um það 150 dómar og
úrskurðir hafa verið kveðnir upp í Hæstarétti. Af
þessum málum var fullur fjórðungur opinber mál.
Fyrirferðarmest dæmdra mála var hið svokallaða
Olíumál. Tók munnlegur flutningur þess í Hæsta-
rétti, og eftirfarandi dómsmeðferð, fullan hálfan
mánuð, og var það þannig jafnoki 6—8 venjulegra
mála, en að jafnaði eru dæmd og flutt 3—4 mál á
viku hverri þann tíma, sem Hæstiréttur starfar ár
hvert, frá miðjum september til júníloka.
Mál þau, sem um var fjallað á árinu 1955, voru
að vanda af hinurn ólíkustu gerðum og tegundum.
Má þar nefna, til dæmis, skaðabótamál ýmiskonar,
mál út af brotum á áfengis- og bifreiðalögum, gjald-
eyrismál, þjófnaðarmál, landhelgis- og húsaleigu-
mál, útvarpsmál, og mál út af ágangi búfjár, sem
reyndar var vísað frá héraðsdómi vegna ófullnægj-
andi málsútlistunar. Loks má nefna björgunarmál
og loks allskonar mál út af verzlun og viðskiptum.
í þeim flokki minnist ég, svo að einhvert dæmi sé
nefnt, máls út af kaupum á úri. Er ekki úr vegi að
líta á það, ef einhver kynni að geta dregið lærdóm
af úrslitum þess.
Málsatvikum var svo háttað, að í aprílmánuði
1952 keypti koyia ein í Reykjavík úr hjá úrsmið
nokkrum og skartgripasala þar. Gaf konan dóttur
sinni síðan úrið, enda var það keypt til þeirra
nota. Úrið reyndist strax illa og gekk skrykkjótt.
Nokkrum dögum eftir kaupin fór dóttirin með það
til seljandans, til þess að láta skrásetja það og gera
við það. En viðgerðin kom ekki að neinu haldi og
var það enn sett til úrsmiðsins til viðgerðar, og aft-
ur, er sú lækningatilraun kom ekki að haldi. Skipti
þá úrsmiðurinn um fjöður og „hálfhreinsaði" það,
eins og að orði er komist í málinu. Þetta gerðist
um það bil 5 mánuðum eftir. að kaupin fóru franr.
Ekki komu þessar aðgerðir að neinu haldi. Tók
konan þá gjöf sína aftur og hélt á fund úrsmiðsins.
Krafðist hún þess, að lrann tæki við úrinu og léti
nýtt í staðinn. Því neitaði úrsmiðurinn. Kvaðst
hann aldrei taka við seldunr úrum aftur, en bauðst
til þess, að skipta um gangverk í því. Kaupandi
úrsins vildi ekki ganga að því, Skildi hún úrið eftir,
og þegar úrsmiðurinn reyndist ófáanlegur til þess
að láta nýtt í staðinn, krafðist konan andvirðis þess.
Úrsmiðurinn vildi ekki heldur fallast á þá kröfu.
Höfðaði konan þá mál á hendur honum og krafð-
ist þess, að lrann greiddi sér verð úrsins, kr. 1085.00,
og kr. 100.00 að auki í skaðabætur vegna afnota-
rnissis, eða samtals kr. 1185.00 með 6% ársvöxtum
frá sáttakærudegi til greiðsludags, og málskostnað
eftir mati dómsins.
Úrsmiðurinn krafðist sýknu af öllum kröfum
konunnar og málskostnaðar úr hendi hennar. Hélt
hann því fram, að engir gallar hefðu komið fram á
úrinu, er það var athugað og yfirfarið rétt eftir
kaupin. Hinsvegar kvað hann úrið, sem var í óvatns-
þéttum gullkassa, mjög næmt fyrir ryki, og þyldi
það t. d. ekki, að sofið væri með það. Á slíku bæri
hann ekki ábyrgð, og þar sem gangverkið hefði
verið óaðfinnanlegt, yrðu engar kröfur gerðar á
hendur sér út af þessum kaupum, en ábyrgð sú,
er tekin væri á úrum, næði aðeins til verksins. Neit-
aði hann á þessum forsendum, að konan ætti rétt
á því að fá kaupunum rift, og auk þess mótmælti
liann því, að hún ætti kröfu til nokkurra tjónbóta
vegna afnotamissisins.
Héraðsdómurinn taldi ljóst, af gögnum málsins,
að frágangur úrsins hefði verið á þann veg, að því
hætti við að safna í sig ryki, og yrði því af þeim
sökum, erfitt um gang. Nú kom ekkert fram í mál-
inu, er benti til þess, að úrsmiðurinn hefði, er sala
fór fram, skýrt kaupanda frá því, að ábyrgð hans á
úrinu væri einskorðuð við gangverkið, en næði ekki
til þess, hversu um gangverkið væri búið. Að þessu
athuguðu leit héraðsdómurinn svo á, að úrið hefði
verið haldið þeim galla, að konunni, kaupanda
þess, hefði verið rétt að rifta kaupunum og endur-
heimta kaupverðið. Urðu úrslit málsins þau, að úr-
smiðurinn var dæmdur til þess að endurgreiða kon-
unni verð úrsins, kr. 1085.00, en hinsvegar var krafa
hennar um bætur fyrir afnotamissi ekki tekin til
greina.
Úrsmiðurinn vildi ekki una þessum málalokum
og skaut málinu til Hæstaréttar, en úrslit þess þar
urðu þau, að héraðsdómurinn var í einu og öllu
staðfestur og úrsmiðnum gert að greiða konunni
samtals 1600 krónur í málskostnað fyrir báðum
dómum.
Heima er bezt 111