Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 4
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
BÓKASAFN ALÞÝÐU
Brautryhjendastarf í íslenzkri bókagerð
að var ekki hátt risið á íslenzkri bókagerð rétt
fyrir og um síðustu aldamót. Til alls var spar-
að, er snerti ytri búnað bóka. Leturgerð hinna
íslenzku prentsmiðja var fábrotin, og stíllinn
notaður, unz letrið var svo máð, að lítt var læsilegt.
Ekkert var gert til að skreyta bækurnar, og meginregl-
an virtist vera sú ein, að spara pappírinn sem mest.
Kápur voru oftast úr lélegum pappír, ætíð skrautlaus-
ar, og oft ekkert á þær prentað, þær þjónuðu þeim til-
gangi einum, að hlífa bókinni við óhreinindum þangað
til hún væri bundin, eða meðan kápan entist. Fæstir
litu þá á kápuna sem nokkuð bóldnni viðkomandi.
Myndir sáust varla í bókum, nema helzt höfundamynd-
ir ljóðabóka, og í einstöku æviminningum. Líka sögu
mátti segja um blöð og tímarit. Einu ritin, sem myndir
fluttu að staðaldri voru Þjóðvinafélags-almanakið og
Dýravinurinn. Bæði þau rit voru og vinsæl með af-
brigðum. Myndprentun var og næsta erfið, þar sem öll
myndamót varð að fá frá útlöndum eins og lengi síðar,
því að liðnir voru tveir tugir ára af þessari öld, er
myndamótagerð hófst innanlands. Fábreytni bókagerð-
ar var eðlileg afleiðing fátæktar landsmanna, lítillar
tækni og vankunnáttu í iðngreininni.
Á síðasta tug 19. aldarinnar roðar fyrir nýjum degi í
íslenzkri bókagerð. Um þær mundir var íslenzkur
prentsveinn að starfi hjá prentsmiðju J. H. Schultz í
Kaupmannahöfn. Hann hafði að loknu prentnámi í
Reykjavík farið til Hafnar, til þess að fullnuma sig í
iðn sinni og kynnast því fullkomnasta, sem þar væri
að sjá, og nema prentlistina betur en nokkur kostur
var hér á landi. Ekki lét hann sér nægja verklega nám-
ið eingöngu, heldur sótti þar um hríð sérskóla fyrir
bókagerðarmenn og prentara, sem þá var nýstofnaður
í Kaupmannahöfn. Prentari þessi var Oddur Björnsson,
síðar prentmeistari og prentsmiðjueigandi á Akureyri
um nær fjóra tugi ára.
Það er lítill vafi á, að Oddi hefur opnast nýr heimur
innan iðnar sinnar, er hann kom til Kaupmannahafnar.
Hann var að eðli athugull með opinn hug fyrir hvers-
kyns nýjungum og gæddur óvenjulegum framkvæmda-
og umbótavilja. Honum hefur vissulega blöskrað,
hversu langt vér íslendingar vorum aftur úr nágranna-
þjóðum vorum í öllu því, er snerti ytri búnað bóka.
Þá mun hann einnig hafa fundið sárt til þess, hversu
bókakostur þjóðarinnar var fábreyttur að efni um
þessar mundir, einkum um menningu samtíðarinnar.
Hann þekkti af eigin raun bókfýsi og námsþorsta ís-
lenzkrar alþýðu, og hafði þegar á iðnnámsárum sínum
í Reykjavík aflað sér furðumikillar þekkingar af bók-
lestri einum saman, og á þann grundvöll var hlaðið að
nýju, er til Hafnar kom.
En Oddur Bjömsson lét sér ekki nægja að hugsa um
hlutina, hann hlaut að framkvæma. Eftir nokkurra ára
dvöl í Kaupmannahöfn réðst hann í bókaútgáfu, sem
þá átti engan sinn líka meðal Islendinga, og var um
margt svo langt á undan tímanum, að það er fyrst
undir miðja öldina, að líkur þráður hefur verið tekinn
upp. Þessi nýja bókaútgáfa hlaut nafnið BÓKASAFN
ALÞÝÐU, og hóf það göngu sína árið 1897, en boðs-
bréf var sent út 1896. Þar er stefnu ritsafnsins lýst svo:
„Margsinnis hefur það verið tekið fram, að íslend-
ingar væru miklir bókavinir og fróðleiksfúsir. En þegar
litið er á íslenzka bókamarkaðinn, dylst það ekki, að
margt og mikið vantar þar til þess að sagt verði að
bókamarkaðurinn sé viðunanlegur fyrir fróðleiksfúsa
þjóð. Hið helzta, sem þjóðinni er boðið, auk blaða og
tímarita, em guðsorðabækur og fornsögur vorar. Fræði-
rit og skemmtibækur vantar með öllu. Þegar þess er
gætt, hve áköfum framförum vísindin taka á ári hverju
í útlöndum, þá er hörmulegt að hugsa til þess, að ís-
lenzk alþýða fær naumast þef af þeim, og meira að
segja íslenzk alþýða þekkir oftsinnis ekki ýms grund-
vallaratriði vísindalegrar þekkingar, sem fundin eru
fyrir mörgum öldum.
í útlöndum rís upp hvert skáldið öðm meira. Bækur
þeirra eru þýddar á fjölmörg tungumál. Að þessum
meistaraverkum eiga allir aðgang nema íslendingar.
Þeir sitja með riddarasögurnar sínar og þylja þær.
Það verður ekki annað sagt, en að hér sé stórt skarð
í bókmenntir vorar, er þarf að fylla sem bráðast.
Ég hef því ráðizt í að gefa út safn af skemmti- og
fræðibókum fyrir íslenzka alþýðu og vonast eftir góð-
um undirtektum hjá leikum og lærðum. Ég hef fengið
loforð um hjálp við útgáfu safnsins hjá ýmsum jslenzk-
um menntamönnum hér og heima.
I þessu safni verða:
1. Fmmsamin íslenzk kvæði og íslenzkar skáldsögur.
2. Vandaðar þýðingar á frægum útlendum skáldsög-
um, leikritum og kvæðum.
3. Alþýðlegar fræðibækur eftir íslenzka og útlenda
höfunda.
4. Yms fræg heimspekileg og söguleg rit útlend.
328 Heima, er bezt