Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 21
„ . . . Angistaróp barst að eyrum hennar. Hún leit snöggt
niður í fjöruna. Drengirnir komu þjótandi eins og eitthvað
skelfilegt væri á hælum þeim, og hún heyrði hafið öskra ógnandi.
Freyðandi alda reis, há og ógnþrungin.
„Kata," hrópaði Lonna. Aldan brotnaði, ruddist fram eins og
froðufellandi óvættur. Telpunni var lyft, hún var borin hátt
upp í fjöruna og síðan velt og snarsnúið fram með útsoginu.
Lonna sneri sér snöggt við, sparkaði af sér ilskónum, hljóp
niður stigann og gegnum húsið út í brennheitt sólskinið. Hún
hijóp yfir grasflötinn að tröppunum, sem lágu yfir múrinn
niður að sjónurn. Þegar hún leit yfir múrinn, sá hún aðeins
öldurót, en kom ekki auga á barnið. Hún þaut niður í fjöruna.
Að baki sér heyrði hún allt i einu Alonzo kalla: „Senora, senora!"
Barnið var horfið. Ekkert var að sjá nema fljótandi þangflygsu.
Svo sá hún gulum hárkolli skjóta upp úr öldutopp. Litla höfuðið
kom allt upp úr vatninu.
Lonna fleygði sér í öldurnar. Sú fyrsta kastaði henni um koll.
Sandur og sjór fyllti nasir hennar."
Úr bókinni Karl eða kona
110. LÍFIÐ ER DÝRT . . .
eftir Williard Motley. „Þetta er stór bók . . . rituð af mik-
illi alvöru og áhuga fyrir því, sem hún fjallar um. Sagt er
frá lífinu í skuggahverfum amerískra stórborga og aðal-
persónan er drengur af ítölskum upprtma. . . . Þeir, sem
leita „spennandi" bóka, munu engan veginn verða fyrir
vonbrigðum af lestrinum. Þá munu efalaust hinar hispurs-
lausu lýsingar á samdrætti kynjanna auka sölu þessarar
sögu. . , .“ — Kristmann Guðmundsson. Bókin er 565
blaðsíður í stóru broti í þýðingu Theodórs Árnasonar og
Óla Hermannssonar.
í lausasölu kr. 145.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 100.00
„ . . . Regnið var stytt upp. Húsin á Vcstur-Madison voru
hreinleg útlits eftir þvottinn. Stjarna skein yfir neonskiltunum
og þökunum. Fólk kom aftur út á strætið. Herðabreiður unglingur
fylgdi á eftir vel búnum manni út úr krá og niður strætið. Stúlka
í þunnum kjól og silkisokkum stöðvaði mann á götunni og hvísl-
aði að honum. Maður stóð í innganginum að Parísarleikhúsinu
og horfði slóttugum augum á þá, sem framhjá gengu, leit snöggt
framan í þá, síðan niður fyrir sig. Á Vestur-Madisonstræti leynist
margt. Nóttin og Vestur-Madison leynir því öllu. Peningaræningj-
um. Spilltri lögreglu. Hóru. Eiturlyfjaneytanda. Þjóf. Vestur-Madi-
son veitir þeim næturgistingu og breiðir ofan á þau ábreiðu
myrkurs og leyndardóms."
Úr bókinni Lífið er dýrt . . .
hvarvetna notið hinna mestu vinsælda, sem haldast
óbreyttar þrátt fyrir annan tíðaranda og nýjan bók-
menntasmekk. Sögurnar gerast í ýmsum löndum og ýms-
um tímum. Eru þær flestar gerðar um raunverulega at-
burði, sem hugkvæmni og ímyndunarafl höfundar hefur
fágað til. Allar eru þær spennandi og endalokin eins og
lesandinn helzt óskar.
118. VÍKINGURINN (CAPTAIN BLOOD)
í lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00
119. SÆGAMMURINN
í lausasölu kr. 75.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 50.00
120. LEIKSOPPUR ÖRLAGANNA
í lausasölu kr. 65.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 45.00
121. í HYLLI KONUNGS
í lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00
122. DRABBARI
I lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00
123. ÆVINTÝRAPRINSINN
I lausasölu kr. 50.00
Til áskr. HEB aðeins kr. 35.00
124. KVENNAGULLIÐ
1 lausasölu kr. 60.00
Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00
125. HEFND
í lausasölu kr. 60.00
Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00
126. ÁSTIN SIGRAR
í lausasölu kr. 60.00
Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00
127. HETJAN HENNAR
í lausasölu kr. 75.00
Til áskr. HEB aðeins kr. 50.00
128. SENDIBOÐI DROTTNINGARINNAR
I lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00
129. LAUNSONURINN
1 lausasölu kr. 75.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 50.00
SOGUR SABATINIS
Sögurnar 118—129 eru allar eftir hinn heimsfræga
skemmtisagnahöfund Rafael Sabatini. Sögur hans hafa
verið þýddar á flest tungumál hins menntaða heims og
114. A. ÚRVALS ÁSTARSÖGUR (I)
í þessu safni eru úrvals ástarsögur eftir heimsfræga höf-
unda. í fyrsta heftinu er skáldsagan Fyrstu ástir eftir
rússneska stórskáldið Ivan Turgenev.
í lausasölu kr. 15.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 10.00
„ . . . Gestirnir voru fyrir löngu farnir að tínast í burt. Klukk-
an sló hálf eitt. Eftir voru í stofunni, auk húsbóndans, aðeins
þeir Sergei Nikolaevitch og Vladimir Petrovitch.
Húsbóndinn hringdi og skipaði, að teknar skyldu út af borðinu
kvöldverðarleifarnar. Og svo er þetta þá samkomulag, mælti
hann, um leið og hann hagræddi sér í hægindastólnum og kveikti
sér í vindli, að við segjum allir, hver um sig, frá fyrstu ástum
okkar. Þú byrjar, Sergei Nikolaevitch.
Sergei Nikolaevitch var maður lágur vexti, en gildur vel,
þykkleitur, en bjartur yfirlitum. Honum varð fyrst litið til hús-
bóndans, síðan horfði hann upp í loftið. Ég varð aldrei fyrir
neinum „fyrstu ástum", sagði hann að lokum. Ég byrjaði á hinum
síðari eða öðrum, ef svo mætti segja.“
Úr Fyrstu ástir (Úrvals ástarsögur I).
Heima er bezt 345