Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 36
skringilegu eða óvenjulegu, svo að allir munu hafa gaman af. Hersteinn Pálsson sneri á íslenzku. Bókin er 243 bls. með mörgum teikningum. í lausasölu kr. 100.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00 „ . . . Þar sem útbúnaði mínum var nú í engu ábótavant, og hagstæður árstími fór í hönd, lét Sælöðrið í haf þann 26. október. Eyjan hvarf seint, því að byr var hægur, og daginn eftir eygði ég enn Puce-fjall hjá Moka. Sælöðrið var degi síðar statt undan Balets á Réunion, og kom þar út hafnsögumaður til að hafa tal af mér. Ég fékk honum blað frá Mauritius, og hélt síðan áfram för minni, því að ekki var gerlegt að lenda. Frá Réunion tók ég stefnuna beint á St. Mary-höfða á Madagaskar. Skútan var nú að nálgast takmörk staðvindasvæðisins og hinn öruggi byr, sem hafði fleytt henni þúsundir mílna frá Sandhöfða á Ástralíu, varð hægari með degi hverjum, unz algert logn gerði þann 30. október. Sjór var spegilsléttur og allt kyrrt. Um kvöldið heflaði ég segl, settist á þiljurnar og naut víðáttumikillar kyrrðar næturinnar." Úr bókinni Einn á bnti umhverfis hnöttinn 33. MAGNÚS HEINASON eftir Júlíus Havsteen. „Leikrit Havsteens ber vitni um, að það er ritað af fæddum sagnfræðingi. Það gerist á 16. öld og fjallar um Magnús Heinason, hinn fræga færeyska sævíking og viðskipti hans við Friðrik konung II og Kristófer Walkendorf. Inn í þetta er svo ofið ástarsögu hans og Herborgar Jónsdóttur frá Húsavík, sem er eitt hið bezt gerða í leikritinu....“ — Sr. Benjamín Krist- jánsson. I lausasölu kr. 100.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00 „ . . . Magnús: Segðu mér eins og er, höfuðsmaður. Þegar ég gekk upp bryggjuna hingað heim, störðu menn á mig, sem ég væri óvinurinn sjálfur. Hver andskotinn er að? Lindenow: Hér er afrit af stefnu þeirri, sem Axel hreppstjóri Gyntersberg á Torgum lét lesa karldyrum á húsi þínu meðan þú varst í Grænlandsleiðangrinum. Þú ert sakaður um að hafa fyrir fimm árum tekið nauðuga Margréti dóttur hans, sem nú er gift Pétri dómara Hanssyni i Norðurfylki. Þér er stefnt bæði til refsingar og greiðslu bóta. Magnús (les skjalið og fleygir því á borðið): Þetta eru rakalaus ósannindi. Stelpuskjátan vildi fá mig til við sig, en ég gekk ekki á lagið. Lindenow: Rétt er nú það. Haltu fast við þennan framburð. En málinu er flýtt. Innan fárra daga kemur það fyrir lögþingið. Axel Gyntersberg er harðjaxl, og stórlega hefur þú móðgað hann. — Helzta ráðið út úr ógöngunum er að þú giftist yngstu dóttur hans, Soffíu, strax þegar máli þessu er Iokið.“ Úr bókinni Magnús Heinason Í'í MINNIN G ARRIT w \ 20. JÓN ÁRNASON ÁTTRÆÐUR Indriði Indriðason bjó undir prentun. 1 þessari bók eru greinar um Jón Árnason prentara og stjömuspeking eftir Indriða Indriðason, séra Björn Magnússon prófessor, séra Jakob Kristinsson og Steingrím Guðmundsson prent- smiðjustjóra. I síðari hluta bókarinnar er úrval úr grein- um Jóns Árnasonar, og nefnast þær: Gamansemi dul- fræða, Táknfræði kirkjunnar, Rök stjörnuspekinnar, Bindindi, Framþróun, Sjálfstæði og þjónusta. í lausasölu kr. 50.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 35.00 „ . . . Táknin eða jartegn (symbol) er hinn elzti og víðtækasti frásagnarmáti, sem enn hefur þekkzt. Hann er jafnhandhægur til kennslu barna og unglinga eins og þeirra, sem lengst eru komnir í þróun. Táknin eru alls staðar nothæf til þess að skýra og skil- greina málefni það eða hugmynd og hugmyndir, sem fyrir liggja til athugunar og úrlausnar. Hvenær tákn hafa fyrst verið notuð er ógerlegt að staðhæfa. Öll líkindi eru til þess að þau hafi verið notuð undir eins og maðurinn var vaxinn svo frá frumstiginu, að honum var unnt að skilja lítils háttar skilgreiningar og veita fræðslu viðtöku. Þá hefur verið unnt að benda honum á hliðstæður nokkrar til þess að létta honum skilninginn. Tákn hafa verið notuð í sam- bandi við öll trúarbrögð og trúarbragðaheimspeki. Á bak við öll trúarbrögð, meiri og minni háttar, voru launhelgar, og í þeim voru tákn og táknkerfi notuð, til þess að skýra hinum innvígðu dýpstu sannindi tilverunnar, sem í innsta eðli sínu urðu aldrei til fulls skýrð með orðum." Úr bókinni Jón Árnason áttrœður 18. KVENNASKÓLINN Á LAUGALANDI 1877—1896 eftir séra Benjamín Kristjánsson. Hér er sögð saga gamla skólans á Laugalandi, sem má teljast mjög merki- leg, enda þótt skóhnn starfaði aðeins í tvo áratugi. — Nokkrar námsmeyjar minnast hér forstöðukonu skólans, Valgerðar Þorsteinsdóttur, hinnar gagnmerku mennta- konu. Námsmeyjatal er í bókinni, sem er prýdd mörgum myndum. I lausasölu kr. 30.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 21.00 „ . . . Eg var á 23. ári, þegar eg fór í Laugalandsskólann og hafði verið vinnukona frá því að eg var 14 ára. Eg átti heima í Baldursheimi, en þangað kom eg í vinnumennsku 18 ára. Sólveig, húsmóðir mín, hvatti mig og studdi til þess að fara á skólann, en hún hafði sjálf verið þar nokkrum árum áður. Árskaup mitt um þetta leyti var 30 krónur, — og eg varð að taka lán hjá húsbændum mínum, því að vetrardvölin á skólanum kostaði rúmlega hundrað krónur, auk fata og bóka, eða rúmlega þriggja ára kaup vinnukonu í þá daga. En kaupið fór að hækka og varð síðar 40 krónur á ári. Mest af öllu langaði mig til að læra dönsku, svo að eg gæti lesið skáldsögur mér til gamans í tómstundum, og mig langaði svo fjarskalega til að geta skrifað rétt. 360 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.