Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 30
147. KVENNJÓSNARAR eftir „Z7“. í þessari bók, sem þýdd er af Sigurði Björg- ólfssyni, segir enski leyniþjónustumaðurinn „Z7“ frá end- urminningum sínum um þá kvennjósnara, sem hann kynntist á lífsleiðinni, því þó að hann væri starfsmaður í ensku leyniþjónustunni, fékkst hann einnig við njósnir fyrir aðra, bæði önnur ríki og verzlunarnjósnir fyrir kaupsýslujöfra. — Bókin er 256 bls. í stóru broti. í lausasölu kr. 65.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 45.00 „ . . . I'eir, sem tíðastir voru gestir í söng- og dansknæpum Parísarborgar, þekktu vel Loirísu. Maríu Herbaut. Þar var hún kölluð „Dansmærin Lú-lú.“ Ég kaus að segja frá þessari stúlku í fyrstu sögunni í bók þessari af því, að hún, bezt allra njósnar- kvenna, sem ég hef kynnzt, samsvarar þeim humyndum, er al- menningur gerir sér um slíkar konur. En þær eru oft nefndar „sugurnar" á tízkumáli nútímans. Hún var yndisleg stúlka í sjón, ljós yfirlitum, há vexti og vöxt- urinn þó yfrið fagur. Augu hennar voru stór, djúpblá og sak- leysisleg. Og aldrei hef ég horft í jafnfögur augu. En þrátt fyrir fegurðina var hún leikin í öllum klækibrögðum götudrósanna og veiðibrellum. Hún var meistari í þeirri ljúfu list að ginna reiðufé, kvenskart og gimsteinahringa, eða blátt áfram góðan miðdegisverð, út úr viðskiptavinum, og á þann hátt, að þeim hinum sömu þætti sér í engu misboðið. Ekki var dans hennar með neinum ágætum, og því síður leikur hennar — það er að segja: á leiksviðinu. Enda liðu oft langir tímar, að hún var ekki í þjónustu listarinnar, og þessi „leyfi" hennar urðu æ tíðari." Cr bókinni Kvennjósnarar 10. FRÆGIR KVENNJÓSNARAR eftir Kurt Zinger. „Hér er m. a. sagt frá ýmsum heims- kunnum njósnurum eins og Mata Hari, Judith Coplon, Adrienne, sem vann meS hinum makalausa njósnara Cicero, morðinu á Leon Trotsky og Folke Bernadotte, og því fólki sem stóð að því að koma þessum heimsfrægu mönnum fyrir kattamef. . . . Bók þessi er í senn fróðleg og merkileg, þó að hún sýni lesandanum inn í heim djöf- ullegrar flærðar og myrkraverka.... ‘ Bókin er í hand- hægu vasabókarbroti. I lausasölu kr. 30.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 21.00 „ . . . Hver kynslóð getur af sér að minnsta kosti einn mann, sem er eins konar persónugervingur sjúkleika samtíðar sinnar. Á okkar tímum er þessi maður Dr. Klaus Emil Julius Fuchs, hinn frábæri vísindamaður og sakfelldi svikari, maðurinn, sem sóttist eftir undarlegri fullnægingu, er varð til þess að hann, eins og Faust, gerði samning við hinn illa, sem ekki er hægt að losna frá. Á bak við hann stóð kona, alveg eins og konur höfðu staðið að baki Benedict Arnold og Vidkun Quisling. Undarleg kona, næstum barnaleg og saklaus, og þó fullkomlega reiðubúin til að ganga á hönd hinum ofstækisfullu öflum alheims -kommúnismans, og fá manninn, sem hún elskaði, til að svíkja landið, sem hann hafði gert að sínu landi, í hendur erlendu stórveldi." tír bókinni Frægir kvennjósnarar 149. A. ÚRVALS NJÓSNARASÖGUR (I) í safnriti þessu, sem er í 4 heftum, eru nokkrar beztu njósnarasögur, sem völ er á: í fyrsta hefti eru sögumar: Landráðamaðurinn eftir Somerset Maugham og Bréfdúfnamaðurinn eftir Valentine Williams. í lausasölu kr. 15.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 10.00 149. B. ÚRVALS NJÓSNARASÖGUR (II) Njósnir eftir DennisWhealey. Dulmál eftir Edgar Wallace. Kynlegur safngripur eftir Joseph Conrad. Hann var svo hár, að hann sást ekki eftir G. K. Chesto- tois. í lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00 149. C. ÚRVALS NJÓSNARASÖGUR (III) Skuggaherinn eftir Eric Ambler. Óvinir manna eftir Pearl S. Buck. í flæðiskeri eftir A. D. Divine. Þeir, sem í glerhúsi búa eftir John Dickinson Carr. í lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00 149. D. ÚRVALS NJÓSNARASÖGUR (IV) Háskalegur starfi eftir William C. White. Ævintýrið um kafbátateikninguna eftir Sir Arthur Conan Doyle. Sigurður Björgólfsson þýddi. í lausasölu kr. 15.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 10.00 „ . . . Það er ekki öllum jafn vel gefið að geta logið hispurs- laust. Og hann fór að hugsa um það, að hann gæti varla gert sér grein fyrir því, hvers vegna frúin væri að segja honum ósatt. En hann sá glöggt, að hún sagði ekki satt. Hún var ofurlítið ólíkinda- leg. Og hvers vegna var hún að segja honum frá því, sem honum hlaut að standa alveg á sama um og kom honum ekkert við? Hon- um flaug í hug að Caypor hefði verið stefnt til Bernar til fundar við hinn óskeikula yfirmann þýzku leyniþjónustunnar. Er tæki- færi gafst, sagði hann eins og af tilviljun við þernuna: „Það léttir ofurlítið á yður störfunum í dag, frauiein. Mér er sagt, að herra Caypor hafi skroppið til Bernar í morgun.“ „Já, en hann kemur nú aftur á morgun." Reyndar var þetta engin sönnun, en það var þó betra en ekkert. Ashenden þekkti Svisslending nokkurn í Luzern sem fáanlegur var í viðlögum til að gera sitt af hverju. Nú leitaði hann uppi þennan mann og bað hann að skreppa til Bernar með bréf fyrir sig. Það gat lánazt að hann hitti þar Caypor og gæti einhvers orðið vísari um ferðir hans.“ tír bókinni tirvals njósnarasögur 148. A. ÚRVALS LEYNILÖGREGLUSÖGUR (I) 1 safni þessu, sem er í tveim heftum, er úrval af beztu leynilögreglusögum, sem ritaðar hafa verið. f fyrsta hefti birtast þessar sögur: Perluhvarfið eftir Orczy greifafrú. Yfirheyrzla á fjórðu gráðu eftir F. Britten Austin. Te-blaðið eftir E. Jepson og R. Custache. Á síðustu stundu eftir R. F. M. Scott. Hulda vitnið eftir Sapper. Fingraför ljúga aldrei eftir E. Johnson og G. Palmer. í lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00 148. B. ÚRVALS LEYNILÖGREGLUSÖGUR (II) I öðru hefti birtast þessar sögur: Morðið í Fenhurst eftir Hubert Fostner. Leyndardómurinn í Femchurch Street e. Orczy greifafrú. Stolna leyniskjalið eftir Herbert Jenkins. Skartgripaskrínið eftir Arthur Somers Roche. Garður lögreglustjórans eftir G. K. Chesterton. Hendingin hefnir eftir Anthony Berkeley. í lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00 „ . . . Á meðan á yfirheyrzlu þessara manna stóð, hafði ég veitt þvi eftirtekt, að Ruth var mjög ókyrr í sæti sínu og var sífellt að gjóta augunum út að dyrum réttarsalsins, eins og hún ætti 354 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.