Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 41

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 41
EINAR GUTTORMSSON FRA OSI: Minningar frá námsárunum 1904 — 07 í Prentsmiðju Odds Bjömssonar Aðdragandi. að mun hafa verið í öndverðum maímánuði ár- ið 1904, að faðir minn, Guttormur Einarsson, bóndi að Ósi í Hörgárdal, var á leið með mig suður í hús Ræktunarfélags Norðurlands, á fund Sigurðar Sigurðssonar, frá Draflastöðum í Fnjóskadal, þáverandi skólastjóra Búnaðarskólans á Hól- um í Hjaltadal. Hann var einnig framkvæmdastjóri Ræktunarfélagsins og dvaldi um þessar mundir í áður umgetnu húsi. Ætlunin með þessu ferðalagi, var að sækja um inntöku fyrir mig í Hólaskóla veturinn 1904-1905. A lciðinni suður í Gróðrarstöðina, var einmitt Prent- smiðja Odds Björnssonar. Það skal fram tekið, að á meðan Oddur var enn erlendis, hóf hann bókaútgáfu, sem hann nefndi „Bókasafn alþýðu“ og hafði hann út- sölumenn víðs vegar um landið. Föður mínum, sem hafði verið útsölumaður frá byrjun þessa útgáfufyrir- tækis, hugkvæmdist að hafa tal af Oddi í inneftir leið- inni. Vék hann því af götunni og gekk inn í Prent- smiðjuhúsið, sem þá var austan Aðalstrætis, merkt töl- unni 17. A þeirra tíma mælikvarða, virtist mér þetta vera stórt hús, ein hæð með miklu risi og háum kjallara undir. í suðurenda hússins var íbúð Einars ritstjóra Hjörleifs- sonar, síðar Einars H. Kvarans, skálds og rithöfundar. í norðurendanum var Prentsmiðjan og skrifstofa prent- smiðjustjórans, herbergi suður af henni, að vestanverðu. Við feðgar gengum báðir inn í prentsalinn. Faðir minn fór með Oddi inn á skrifstofuna og lokuðu þeir að sér, en ég staðnæmdist við leturkassa norðan inn- gangsdyra, renndi forvitniaugum um prentsmiðjuna og fitlaði eitthvað lítilsháttar við letrið í kassanum. Eftir dálitla stund komu þeir, faðir minn og Oddur, út úr skrifstofunni. Þá heyri ég að Oddur segir við föður minn: „Hérna hefur þú pilt handa mér.“ Hvernig svo sem orð hafa fallið, og ég ekki fjarhuga þessu, var aldrei farið suður í Gróðrarstöð þann dag. Mun þetta hafa verið annað hvort á matmálstíma eða sunnudegi, því að ekki minnist ég annarra manna en prentsmiðjustjórans sjálfs. Þótti mér hann, við fyrstu sýn, töluvert ein- kennilegur, með þetta mikla, dökka yfirskegg, sem hann hyssaði undir annað slagið. Ekki var þetta þó full- ráðið að þessu sinni. Oddur bjóst við að skrifa föður mínum fljótlega um ráðningarskilmálana, sem við feðg- ar áttum að athuga í sameiningu, og segja til um, hvort á þá yrði fallizt. Var síðan kvaðzt. Örlagabréfið. Eigi löngu síðar, kom bréf frá Oddi með ráðningar- skilmálunum. Voru þeir á þessa leið: Námstíminn 5 ár, með 10 króna mánaðarlaunum fyrsta árið, 20 króna annað árið og 30 króna þriðja, fjórða og fimmta árið. Að því loknu ætlaði hann, ef til kæmi, að útvega starf við danska prentsmiðju með 1200 króna árslaunum. Auk þessa bauðst hann til að kenna mér dönsku og hnefaleik. Ef gengið yrði að þessu, átti ég að koma, til reynslu, 1. dag júnímánaðar. Það sem mestu réði um úrshtin, mun hafa verið hin bjarta framtíð að námi loknu. Prentnámið. Miðvikudaginn 1. júní 1904 fór ég alfarinn úr for- eldrahúsum og hóf námið samdægurs, til reynslu, með því að kynna mér niðurröðun leturkassans, læra nöfn leturtegunda og stærð þeirra, og heiti hinna ýmsu tækja, sem nota þurfti, svo sem: vinkilhaka, setjaralínu og skips. Minnsta leturtegund hét Nonparelle og síðan stækkandi, svo sem petit, borguis, corpus, cicero, mittel, ters, tekst; stærsta letrið hét fimm-cicero-róma og voru upphafsstafir þeirrar leturtegundar notaðir í „haus- inn“ á „Norðurlandinu“, vikublaði, sem Einar Hjör- leifsson hóf að gefa út árið 1901, 1. október. Samstarfsmenn. Þegar ég byrjaði á prentnámi mínu, var enginn út- lærður prentari annar en prentsmiðjustjórinn. Lærling- ar voru fjórir, tveir unglingspiltar og tvær yngismeyj- ar. Piltarnir hétu Jakob Kristjánsson og Ingólfur Guð- mundsson, en meyjarnar Laufey Pálsdóttir og Sigríður Þorkelsdóttir. Sigríður var þá í þann veginn að yfir- gefa prentlistina, og átti ég að koma í hennar stað. Hún giftist síðar Jónasi timburmeistara Gunnarssyni, og eru þau foreldrar Geirs magisters og kennara í Reykjavík. Laufey vann ekki að staðaldri, að minnsta kosti ekki heila daga. Hún var hraðvirk, vel verki farin og kát; var einnig gripið til hennar, þegar mikið lá á, fyrsta hálfa námsár mitt. Eftir það mun hún hafa horfið frá prentsmiðjunni fyrir fullt og allt. Foreldrar hennar voru hjónin Alfheiður Eyjólfsdóttir frá Hamborg í Fljóts- dal og Páll Jónsson, síðar Árdal, skáld og bamakennari. Laufey gekk síðar að eiga Jóhannes kaupm. Þorsteins- son og er sonur þeirra Steingrímur J. Þorsteinsson, prófessor í Reykjavík. Síðari maður Laufeyjar er Jón Einarsson forstjóri á Akureyri. Ingólfur lauk námi hjá Oddi, fór síðan til Vestur- Heima er bezt 365

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.