Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 33
kennslubækur barnanna að beinagrind ýmissa þekking-
argreina. — Þessi nýja útgáfa á sögum Jónasar Jónssonar
um spendýrin, er tilvalin lesbók handa börnum til að
lífga fyrir þeim hina prófbimdnu kennslu í náttúrufræði.
„. . . Sennilega hafa aldrei verið skrifaðar skemmtilegri
og auðnumdari námsbækur á íslandi en kennslubækur
Jónasar í Dýrafræði og íslandssögu." — Þorsteinn Jóna-
tansson.
í lausasölu kr. 48.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 35.00
....í frumskógum Mið-Afríku, vestan stórvatnanna og út að
Atlantshafi, er annar skógarmaður, simpansinn. Hann er tölu-
vert minni en górillan, frammyntur, með öfluga beinboga yfir
augunum. Að lit og háralagi er hann svipaður górilla. Hand-
leggirnir eru allsterklegir og ná ofan fyrir kné. Simpansarnir lifa
í smáhópum, sjaldan fleiri saman en 5—10. Þeir eru ákaflega
léttir á sér, klifra og stökkva ágætlega, kasta sér grein af grein.
Þegar þeir hlaupa, styðja þeir höndunum niður, en eiga erfitt
með að standa uppréttir nema álútir. Þegar allt leikur í lyndi,
situr gamla fólkið í ró og næði undir einhverjum trjábolnum og
etur ýmiss konar aldini, blöð eða unga sprota, en apabörnin
leika sér í greinunum allt um kring. Ef hættu ber að höndum,
leitast foreldrarnir, einkum móðirin, að bjarga börnunum, þó
að bráður bani sé búinn hverjum apa, sem ekki felur sig inni
í skógarþykkninu. Á kvöldin gera gömlu apamir ungunum bæli
úr kvistum og greinum hátt uppi í skógarlaufinu."
Úr bókinni Dýrafrœði
32. SÚ NÓTT GLEYMIST ALDREI
eftir Walter Lord. Bókin um TITANIC-slysið. Sérhverju
ógnar augnabliki þessarar örlagaríku og skelfilegu nætur
er lýst á ljóslifandi hátt í þessari bók, sem er stórvirki á
sviði sannsögulegra frásagna, geysispennandi frá upphafi
til enda. Gísli Jónsson menntaskólakennari þýddi.
í lausasölu kr. 115.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 80.00
....Er allir bátamir voru farnir, kom einkennileg ró yfir
Titanic. Æsingin og ringulreiðin var horfin, og hundruðin, sem
eftir voru skilin, stóðu hljóðlát á efri þiljunum. Fólkið virtist
reyna að þjappa sér saman inni á skipinu og reyna að vera svo
langt frá borðstokknum sem unnt var.
Jack Thayer stóð hjá Milton Long stjórnborðsmegin á A-þiljum.
Þeir voru að horfa á tóman bátagálga og notuðu hann sem kvarða
við himininn til að mæla, hve hratt skipið sykki. Þeir horfðu einnig
á vonlitlar tilraunir manna að losa tvo segldúksbáta, sem bundnir
voru við þakið á stýrimannaklefunum. Þeir skiptust á skiiaboðum
til fjölskyldna sinna. En stundum þögðu þeir bara.“
Úr bókinni Sú nótt gleymist aldrei
G8. NÝJU FÖTIN KEISARANS
eftir Sigurð A. Magnússon. Þessi bók fjallar fyrst og
fremst um bókmenntir, bæði innlendar og erlendar. Hún
er fjölbreytt að efni og líkleg til að vekja umræður, því
að hér er fjallað um ýmis þau mál, sem mestum flokka-
dráttum valda manna á meðal. Sigurður hefur sínar per-
sónulegu skoðanir á þessum málum og er hvergi smeyk-
ur við að láta þær í ljósi, enda hefur oft staðið styr um
skrif hans á undanförnum árum.
í lausasölu kr. 175.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 123.00
„ . . . Fáir.núlifandi rithöfundar hafa haft aðra eins ástríðu
á lífshættum og Hemingway. Það er engu líkara en návist dauð-
ans veiti honum sérstæða fróun sem hann fær hvergi annarstaðar.
Og það er athyglisvert að obbinn af skáldverkum hans er sprottinn
úr jarðvegi lífshættunnar. Hemingway tók þátt í báðum heims-
styrjöldum. í þeirri fyrri var hann sjúkrabílstjóri og særðist þá
að eigin sögn um 250 sárum. í þeirri síðari var hann stríðsfrétta-
ritari á Kyrrahafsvígstöðvunum.
Á milli heimsstyrjaldanna tók Hemingway þátt í Spánarstríðinu
og var þá oft hætt kominn. Þar samdi hann einasta leikrit sitt.
Meðan hann vann að því varð hús hans fyrir sprengju, en hann
slapp auðvitað lifandi. Þegar ekki var styrjöldum til að dreifa
leitaði hann fyrir sér á öðrum sviðum. Hann gerðist um eitt
skeið nautabani og náði töluverðri ieikni í þeirri skæðu list,
þótt aldrei yrði hann matador. Einnig hér varð hann fyrir
skakkaföllum. Villidýraveiðar bæði í Afríku og annarstaðar hefur
hann stundað tim árabil, og var síðasta svaðilför hans einmitt
ein slik.“
Úr bókinni Nýju fötin keisarans
157. SÍÐASTI GOÐINN
eftir Björn Þórðarson, dr. jur. í bók þessari rekur höf-
undur sögu Þorvarðs Þórarinssonar, síðasta íslenzka
höfðingjans, sem gaf upp ríki sitt fyrir Hákoni Noregs-
konungi. Sturlunga gefur að ýmsu leyti ófagra mynd af
honum, en dr. Björn vegur hér og metur öll rök af vís-
indalegri nákvæmni og kemst að allt annarri niðursöðu.
Er þarna lýst merkilegum manni á stórbrotinni öld. —
„ . . . Höf. fer skemmtilega með efni sitt, svo að bókin er
í senn fræðirit og skemmtilestur.“ — Steindór Stein-
dórsson.
í lausasölu kr. 80.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 55.00
„ . . . Það væri óneitanlega skemmtilegt að eiga greinilega
lýsingu samtímamanns á þessum síðasta fulltrúa stéttar, sem
virðulegust hefur verið í voru þjóðfélagi. Því miður er þessu
ekki að heilsa, en af þeim heimildum, sem til eru um Þorvarð,
virðist hann hafa verið búinn flestum kostum og fornum dyggðum,
sem fyrirmann xslenzka þjóðveldisins fyrr og síðar mest máttu
prýða. Sæmdarhugsjónin hefur honum verið runnin í merg og
blóð, víkingslund, hetjuhugur og höfðingleg rausn, vitsmuna er
honum ekki vant né bóklegrar menntar. Og af hendingu segir
Sturla oss, að Þorvarður hafi verið manna bezt íþróttum búinn,
jafnsnjall Oddi bróður sínum og Kolbeini unga. Víkingsandinn
stýrði gerðum Þorvarðar, er hann hóf margra vikna leiðangur
til hefnda eftir Odd bróður sinn, svo að hann skyldi „eigi þykkja
athlægi og ómannan". Er það enn hinn djarfasti og tvímælalaust
lengsti leiðangur, sem nokkur höfðingi stofnaði til og fór hér
á landi. Samfara dirfskunni sýndi Þorvarður meðal annars í
þessari för herstjórnarlist á háu stigi, er honum tókst að leiða
lið sitt alla hina löngu leið án þess að njósnarar Eyjólfs og Hrafns
fengju veður af för hans fyrr en komið var fast að þeim og
lokaðar voru allar leiðir fyrir þá til meiri liðssafnaðar. Og á
úrslitastundinni, orrustunni á Þveráreyrum, kemur i ljós, að
herforinginn er alveg ósvikin hetja, eins og henni er lýst í
hreinustu mynd í fornsögum vorum, og það er sjálfur Sturla,
sem segir hér frá.“
Úr bókinni Siðasti goðinn
156. HARÐSPORAR
eftir Olaf Þorvaldsson. Þessi bók er full af skemmtileg-
um minningum frá þeim gömlu og góðu tímum, þegar
útilegumenn komu í kaupstað í Hafnarfirði og lyngið var
skorið handa kónginum og Lokadagurinn var mesta hátíð
næst á eftir jólunum, en sauðirnir seldir til útlanda á
fæti. Það var líf ,sem vert er að kynnast. „ . . . Harðsporar
eru frásagnir og hugleiðingar aldraðs alþýðumanns, sem
ýmsu hefur kynnzt á lífsleiðinni og virðir fyrir sér at-
burðina með athygli hins greinda manns, en hleypidóma-
laust. . . .“ — Þorst. Þorsteinsson.
í lausasölu kr. 90.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 60.00
Heima er bezt 357