Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 17
„ . . . £g skal nú leyfa mér að skýra yður frá hvenær og hvernig
það byrjaði, sem var orsökin í óláni mínu. Ég var ekki enn
fullra 16 ára, þegar það gerðist. Ég gekk þá i latínuskólann, en
bróðir minn var byrjaður á háskólanámi. Þótt ég hefði þá að
vísu ekki enn haft náin kynni af konum, var ég þó ekki lengur
saklaus fremur en aðrir drengir í mínum hóp. Með því að um-
gangast félaga mína hafði ég glatað hreinleikanum í hugsunum,
og í meira en ár hafði konan — ekki nein ákveðin, heldur konan
yfirleitt svo sem eitthvað áfengt og ljúffengt, sérhver kona, nekt
hennar — svifið fyrir sjónum mér og hleypt óþægilega mikilli
ólgu í blóð mitt. Ég svaf illa, því æst ímyndunarafl mitt truflaði
svefninn og fyllti hug minn alls konar lostafengnum draumórum.
Ég þjáðist af þessu, eins og níutíu og fimm af hverju hundraði
alls hins ófarsæla og óreynda æskulýðs vorra daga þjáist af hinu
sama, Ég skelfdist af því, sem ég gerði, ég þjáðist og bað til guðs,
að hann vildi styrkja mig í neyð minni, ég bað og — hrasaði.
Sál mín var þegar saurguð orðin, en samt hafði ég ekki enn reynt
að draga aðra mannveru með mér niður í skarnið."
Úr bókinni Kreutzer-sónatan
104. HÚSBÓNDI OG ÞJÓNN
eftir Leo Tolstoy. I bók þessari er sagan, sem bókin ber
nafn af, en auk þess sögurnar „Land, land!“, ,,Af hverju
mennirnir lifa“ og „Dauði Ivan Iliitsj“. Þessar fjórar sög-
ur eru einna frægastar af þeim fjölda smærri skáldrita,
sem Tolstoy hefur ritað. Eru þær hver fyrir sig vafalaust
listaverk.
Bókin er 207 bls. Sigurður Arngrímsson þýddi.
í lausasölu kr. 50.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 35.00
„ . . . Skyndilega heyrði hann gegnum hinn tilbreytingarlausa
þyt stormsins nýtt, langdregið ýlfurhljóð, hljóð frá einhverju
lifandi. Þetta hljóð endurtók sig, jókst reglulega, efldist stöðugt,
og þegar það hafði náð fullum krafti og skýrðist, deyfðist það
aftur jafn reglulega. Það gat ekki verið neinn vafi: Það var úlfur.
Og þessi úlfur gólaði svo nálægt, og af því að vindurinn stóð
einmitt af sömu átt, að maður gat greinilega heyrt, að radd-
hljóðið breyttist eftir því, hvernig hann skældi skoltinn. Vasili
Andréitsj hafði brett kápukragann aftur og lagði við eyrað í
áttina og hlustaði með ákefð. Sá jarpi vék líka við höfðinu og
hvessti eyrun og þegar ýlfri úlfsins linnti, stappaði hann órólegur
niður fótunum og hneggjaði dauft, en geigvænlega. Upp frá
þessu augnabliki var Vasili Andréitsj gersamlega ómögulegt að
sofna eða yfir höfuð að fá huga sínum nokkurn frið. . Hversu
mikið sem hann lagði sig i líma við að hugsa, jafnvel um tekjur
sínar, um störf sín, um manngildi sitt, metorð sín og auðæfi —
kvíðinn náði meira og meira tökum á honum og bolaði burt öll-
um öðrum hugsunum, nema þessari einu: að hann hefði átt að
gista í Grisjkino."
Úr bókinni Húsbóndi og þjónr.
106. A ÖRLAGASTUNDU
eftir Sigurð Hoel. „ . . . Oðrum þræði er sagan hugðnæm
ástarsaga og baráttusaga ungs manns, sem tekur lesand-
ann þeim tökum, að hann sleppir bókinni nauðugur fyrr
en að loknum lestri.“ — Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um. Bók þessa hafa þeir Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri,
frá Kaldaðarnesi, og Lárus Jóhannesson, hrl., þýtt. —
Bókin er 355 bls.
í lausasölu kr. 80.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 55.00
„ . . . Já, hún hafði mikla ánægju af að lofa mér að skoða sig,
það er að segja, hluta af sér. Hún hafði yndislegan háls, fallegar
axlir og fullkomin brjóst, sem henni þótti vænt um og var hreykin
af. Allt þetta fékk ég að sjá — ekki án fyrirhafnar — og auðvitað
aldrei án þess að mæta nokkurri mótspyrnu. En okkur var það
báðum fullljóst, að áður en kvöldið var liðið ....
Eftir því, sem sumarið leið, fékk ég mjög nána þekkingu á —
hvað á ég að kalla það? — landskostum hennar. Landskostum
hennar að ofanverðu. Ég er þakklátur fyrir það enn í dag. Það
var indælt landslag. Mér fannst smjör drjúpa af hverju strái."
Úr bókinni Á örlagastundu
111. í LEIT AÐ LIÐINNI ÆVI
eftir James Hilton. Sagan er af ríkum, ungum Englend-
ingi, sem missir minnið í fyrri heimsstyrjöldinni vegna
sprengjuáfalls. Hann man ekkert af fyrri ævi, lendir með
leikaraflokki, giftist einni leikkonunni og lifir með
henni í ástríku hjónabandi um nokkurt skeið. Þá verður
hann fyrir slysi á ný, sem veldur því, að nú man hann
allt, sem gerðist áður en hann hitti konu sína og leik-
flokkinn, en ekkert frá þeim tíma. Sagan er mjög vel
sögð og mun styðjast við sannsögulega viðburði. „Sögur
James Hilton, „Verið þér sæhr hr. Chips“ og einkum „í
leit að liðinni ævi,“ hafa að verðleikum hlotið miklar vin-
sældir meðal íslenzkra lesenda. . . .“ — Steindór Stein-
dórsson.
í lausasölu kr. 80.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 55.00
„ . . . Hann rankaði við sér liggjandi þarna á garðbekknum.
Hann opnaði augun og sá regnský og rennvot tré og fann dropana
dynja á andliti sínu. Eftir nokkra stund fór honum að þykja að-
staða sín harla undarleg, svo að hann settist upp, en varð þess
þá var, að föt hans voru gegnblaut, limirnir stirðir, að hann hafði
svæsinn höfuðverk, og að maður laut vfir hann. Fyrst datt honum
í hug, að hann hefði verið drukkinn kvöldið áður, en hann
hvarf frá því, sumpart vegna þess að hann mundi ekkert eftir
kvöldinu áður, sumpart vegna þess að einhvern veginn fannst
honum hann ekki myndu vera þess kyns maður, en aðallega
vegna vaxandi áhuga á því sem maðurinn var að segja — „Svona
já, — allt með rónni, laxi. Kom varla ekkert við þig — það var
árans bleytan, þú eins og rannst. Vertu bara kátur, laxi, þú ert
óbrotinn og allt í lagi — annars myndi ég ekki skilja þig hér
eftir ..."
Úr bókinni 1 leit að liðinni œvi
112. A VÍGASLÓÐ
eftir James Hilton. „ . . . Sagan lýsir æviferli Englend-
ings, sem á unga aldri lendir til Rússlands, tekur þar upp
rússneskt nafn, er sendur til Síberíu í útlegð, en skolar
aftur til Rússlands í flóði byltingarinnar 1918. Er mikill
hluti bókarinnar um þrengingar hans og ævintýri á bylt-
ingarárunum. Eru lýsingamar á öngþveiti og reiðileysi
byltingaráranna mjög skýrar, en í þær ofið fögru ástar-
ævintýri. En sagan er þó fremur öðru mannlýsing með
ágætum eins og aðrar sögur höfundar. Hún er ein þeirra
skemmtisagna, sem menn lesa sér til ánægju og gefa les-
andanum eitthvað í aðra hönd. . . .“ — Steindór Stein-
dórson frá Hlöðum. Axel Thorsteinsson þýddi. Bókin er
309 bls. í stóru broti.
í lausasölu kr. 70.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 45.00
„ . . . Þegar hann hafði fyllt ferðapelann varð honum heldur
en ekki bilt við, því að í 50 metra fjarlægð eða svo kom hann
auga á dálítinn skógarkofa, sennilega heimili skógarhöggsmanns.
Kofinn var að mestu hulinn skógarlimi og það var í rauninni
tilviljun, að hann tók eftir honum. Hann gekk varlega í áttina
til kofans og sá nú, að hvítan reyk lagði upp úr reykháfinum.
Kofi þessi, á afskekktum, fögrum stað vakti forvitni hans, og hann
læddist milli trjáa og runna að annarri kofahliðinni, sem var
gluggalaus. Hann gekk varlega að veggnum og lagði eyrað að
honum, en gat ekki heyrt neitt, hvorki klið af mannamáli eða
nokkra hreyfingu. Hann læddist nú meðfram kofahliðinni og
fyrir næsta horn og að glugga, sem þar var og gægðist inn. í
Heima er bezt 341