Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 23
•ofmikið demantsskraut, illa förðuð og var þó rauði liturinn yfirgnæfandi. Klæðnaður hennar var í senn ósmekklegur og óþrifalegur. Hárið var úfið og svörtu flókaskórnir götóttir. Gagn- kvæm undrun lýsti sér í svip beggja, er hann kom inn í garðinn." Úr bókinni Þrenningin 133. HIMNASTIGINN eftir E. Philips Oppenheim. Hugmyndaflug höfundarins var ótrúlega mikið og afköstin ekki síður, því að hann samdi alls hvorki meira né minna en 100 skáldsögur. Þessi saga segir frá manni, sem varð gjaldþrota vegna þess, að hann trúði bróður sínum fyrir fé sínu, en hann lagði það í olíulindasvæði. Síðar fannst olía á svæðinu og varð hann margfaldur miljónamæringur. Er sagt á skemmtilegan hátt frá mismunandi framkomu manna við hann fyrir og eftir ríkidæmið. í lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00 „ . . . Erfiðleikar, sem urðu upphaf merkilegra atburða, byrjuðu þegar Everard Dominey, sem þrjá síðustu stundarfjórðunga hafði brotizt gegnum skógarþykknið í áttina til reykjarstróksins og hvatti nú hest sinn til að nota síðustu kraftana, steyptist á höfuðið inn í lítið rjóður. Næsta morgun vaknaði hann í fyrsta skipti í marga mánuði í rúmi, með sængurfatnað umhverfis sig, og reyrþak milli sín og brennandi sólskins. Hann reis upp við dogg. „Hvar í fjandanum er ég?“ spurði hann. Svartur piltur, sem hafði setið með krosslagða fætur í dyrunum, stóð upp, muldraði eitthvað í barm sinn og gekk burt. Von bráðar birtist hár og grannur Evrópumaður í skínandi hvítum reiðfötum. Hann beygði sig niður að Dominey. „Líður yður betur?" spurði hann hæversklega. „Já, svaraði hinn dálítið hranalega. „Hvar í fjandanum er ég, og hver eruð þér?“ Úr bókinni Himnastiginn 134. TVÍFARINN eftir E. Philips Oppenheim. 1 þessari bók segir frá Eng- lending og Þjóðverja, sem voru svo líkir, að þeir þekkt- ust ekki að. Annar drepur hinn og tekur upp gervi hans í sambandi við njósnir. En hver var það? Það leiðist eng- um, meðan hann les bækur eftir Oppenheim. í lausasölu kr. 60.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 40.00 „ 1 dögun næsta morgun hafði vindinn lægt, en grá snjó- ský þöktu himininn. Dominey fór út úr húsinu bakdyramegin og gekk í ótroðnum snjó umhverfis það, þangað til hann var kominn undir glugga frú Dominey. Hann rak ósjálfrátt upp undrunaróp. Frá horninu á Svartaskógi, yfir garðinn og til baka sömu leið voru nýleg fótspor. ópið hafði ekki verið nein ímynd- un. Einhver hafði komið úr Svartaskógi á þennan stað um nóttina. Þessi uppgötvun æsti forvitni hans og hann athugaði sporin vandlega, og rakti þau til skógarins. Þau voru honum ekki lítið undrunarefni, því að þau líktust hvorki mannssporum né neinum þekktum dýrasporum. Þegar kom að skógarjaðrinum hurfu þau inn í þéttan runna, sem snjórinn virtist hafa verið hristur af. Það voru engin merki um götuslóð né gangstíg. Hann sté varlega eitt skref áfram og fann sig sökkva hægt. Svört leðja vall upp gegnum snjóinn, þar sem hann sté niður. Hann komst með naumindum til baka aftur með því að fara afar gætilega og gekk í rólegheitum hringinn í kringum skóginn." Úr bókinni Tvifarinn 135. MORÐMÁLIÐ: RÉTTVÍSIN GEGN FRÚ AMES eftir A. S. Roche. Þetta er mjög spennandi reifari frá Ameríku um fagra tignarkonu, sem er ákærð fyrir morð á manni sínum, mesta óþokka, en sýknuð af kviðdómi. Einn af helztu blaðamönnum borgarinnar trúir ekki á sakleysi hennar og tekst á hendur að rannsaka málið og koma upp um morðingjann. Kemur þá í ljós, að líf hins myrta manns var allt annað en það sýndist á yfirborðinu og gátu því margir komið til greina, sem hefðu viljað ryðja honum úr vegi. En hver var hinn raunverulegi morðingi? Svarið fáið þið með því að lesa bókina. — Höfundur bókarinnar er mjög vinsæll, amerískur reyf- arahöfundur. Bókin er 200 bls. í lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00 „ . . . Kernochan nam staðar andartak á útidyraþrepum húss- ins við 63. götu. Á gangstéttinni stóðu allmargir forvitnir menn og konur, og honum gramdist það. Nú var liðin nær því vika frá því er frú Ames var sýknuð, og ennþá var fólkið að forvitnast um háttu hennar. Það var efst í honum að taka sig til og skamma þetta fólk. En svo fór hann að brosa með sjálfum sér að þessari tilefnislausu reiði sinni. Allt til þessa hafði hann ekkert heyrt, sem breytt gæti áliti hans á því, hver orsök hefði verið til dauða John Ames. Brosið var hörkulegt. Ekki gat það talizt sérlega þung refsing á konu, sem framið hafði morð, þó að fólk einblíndi á hana fyrir forvitnis sakir.“ Úr bókinni Morðmálið: Réttvísin gegn frú Ames 136. MAÐUR FRA SUÐUR-AMERÍKU eftir V. Bridges. Þessi saga segir frá fátækum atvinnu- leysingja á götum Lundúnar, sem er að hugsa um að fremja sjálfsmorð, þegar hann hittir prúðbúinn mann, sem er svo líkur honum, að þeir verða ekki greindir að. Fær prúðbúni maðurinn hann til þess, fyrir góða borgun, að leika hlutverk sitt í nokkra daga og fer ekki dult með, að það muni verða hættulegt, enda reynist það svo. Þetta er hörkuspennandi reyfari, sem erfitt er að hætta við áð- ur en lesinn er til enda. — Bókin er 348 bls. í lausasölu kr. 65.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 45.00 „ . . . Ég er ekki vanur því að verða uppnæmur, þótt eitthvað komi fyrir. En það verð ég að játa, að mér brá ónotalega, þegar ég heyrði þessa rödd. Þegar ég sneri mér við, stóð ég augliti til auglitis við háan þrekinn mann. Hann var í samkvæmisklæðum, en utan yfir var hann í síðum og ljósgulum frakka. Fyrst í stað virtist mér sem ég þekkti manninn, og braut nokkra hríð heilann um það, hvar við mundum hafa sézt. En svo áttaði ég mig allt í einu. „Hamingjan góða!“ hrópaði ég. „Sé ég sjálfan mig afturgeng- inn?“ Maður þessi var sem lifandi eftirmynd mín að öðru leyti en því, að hann var klæddur á annan hátt. Hann brosti — einkennilega kuldalega. Lék brosið aðeins um varir hans, en augun, sem horfðu á mig, voru jafn kuldaleg og áður. „Við erum furðanlega líkir," mælti hann rólega. „Ég hafði þó aldrei álitið að ég væri svo gjörfulegur maður.“ Úr bókinni Maður frá Suður-Ameriku 137. GULLHELLIR INKANNA eftir Frank B. Stockton. Þetta er spennandi saga af skips- strandi, bardögum og svaðilförum. Skipbrotsmenn finna gullhelli Inkanna í Perú og lenda í ýmsum ævintýrum í sambandi við það. Þetta er sérstaklega skemmtileg drengjabók. f lausasölu kr. 30.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 20.00 „ . . . Þrímastraða skonnortan „Kastor" var á leiðinni suður með vesturströnd Ameríku. Hún lagði af stað frá San Fransiskó og var ferðinni heitið til Valparaiso í C.hile. Þetta var árið 1884. Skipið var nú statt djúpt vestur af Perúströndum, svo eigi sá land. Heima er bezt 347

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.