Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 34
„ . . . Það var síðari hluta júlímánaðar 1907. Ég var þá verzl- unarmaður og hafði verið það nokkur undanfarin ár við hið svonefnda Milljónafélag i Hafnarfirði. Verzlunarstjóranum, Sig- fúsi Bergmann, hafði verið falið að útvega allmikið af lyngi, sem nota skyldi við sérstakt og hátíðlegt tækifæri, sem nú nálg- aðist óðum, og varð því heldur að hafa hraðann á. Bergmann vissi, að ég var allkunnugur nágrenni Hafnarfjarðar, þar eð ég var uppalinn þar á næstu grösum, og vildi hann nú freista, hversu ég dygði til þessa verks. Tildrög til þessarar miklu lyngöflunar voru þau, að konungur- inn Friðrik VIII. ætlaði að heimsækja ísland, og í fylgd með hon- um mundi verða margt stórmenni. Lyngið, sem ég átti að afla, skyldi nota til skreytingar i Reykjavík og máske víðar við þetta fágæta tækifæri. Nú skyldi ég fara með það lið, sem ég kysi og teldi þörf á, í lynghraun, ef ekki fyrir kónginn, þá vegna kon- ungsins.“ Úr bókinni Harðsporar 54. VÍNLAND HIÐ GÓÐA eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. „Bókin skiptist í 12 kafla með formála. Fyrsta greinakaflann nefnir höftmdur eins og bókina, Vínland hið góða, og greinir þar frá Ameríku- för höfundarins 1938 til íslendingabyggðanna í Ameríku. Síðan koma kaflamir: Bylting á íslandi, Stóra bomban, Eldhúsdagur 1930, Sundhöll Reykjavíkur, Geta skólar verið skemmtilegir, Tveir baðstaðir, Landvörn íslend- inga, Afmælisminni 1955, Brot úr ritdómum, og síðast uppistaða bókarinnar, Halldór Kiljan Laxness. Bókin öll sem heild og hver einstakur kafli bókarinnar ber rit- snilldargáfu höftmdarins og hinu þróttmikla og skapandi hugarflugi órækan vott.“ — Helgi Benediktsson. í lausasölu kr. 150.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 105.00 „ . . . Bersögli Halldórs í ritgerðum og skáldskap hafði, eins og við mátti búast aflað honum andstæðinga. Þannig hafði Þór- bergur Þórðarson mjög styggzt af vinfengi Halldórs við kaþólsku kirkjuna. Meðan Halldór dvaldi i klaustrinu í Þýzkalandi, fékk hann alvarlegt áminningarbréf á frönsku frá Meulenberg biskupi í Reykjavík. Var sakarefnið, að Halldór hefði skrifað, áður enn hann gekk í klaustrið, smásögu, er hann nefndi Synd. Var það fáguð, en léttúðug mynd af heimili gleðikonu í stórborginni. Þótti biskupi kaþólskra manna á íslandi móðurkirkjunni minnkun og álitshnekkir að þvílíkum ritsmíðum frá hendi kaþólsks manns. Skömmu síðar rofnuðu flestir tengiþræðir Halldórs við páfa- kirkjuna, en báðir aðilar stilltu í hóf i þeim skilnaðarmálum." Úr bókinni Vínland hið góða 25. NÝIR VEGIR eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Þetta er 5. bindi í ritsafn- inu „Komandi ár“ og er safn af ritgerðum og erindum Jónasar frá síðari árum. Bókin hefst á ritgerð um Guðríði Símonardóttur, konu Hallgríms Péturssonar, og nefnir höf. ritgerðina „Kona skáldsins“. Þá eru greinar og fyrir- lestrar um heimili, kirkju og skóla, og loks þættir um nokkra merka samtímamenn. í lausasölu kr. 85.00 Til áskr. HEB aðcins kr. 60.00 „ . . . Þegar ferill prestshjónanna í Saurbæ er athugaður með gaumgæfni kemur í ljós, að Guðríður Símonardóttir hefir verið mjög afflutt, bæði af samtíðarmönnum og þó einkum af síðari kynslóðum. Ef tíundi hlutinn af þvf mannlasti, sem þjóðin bar á Guðríði Símonardóttur, hefði verið sannindi, er með öllu óhugsandi að eiginmaður hennar hefði ort nokkur ljóð með skáldlegu gildi. Rannsóknir seinni tíma hafa leitt í Ijós að hinar óvinveittu sögur um Guðríði Simonardóttur eru tilbúningur og uppspuni. Allar þær heimildir, sem unnt er að treysta til fulls, eru henni í vil. Eftir að þjóðtrúin gerði Hallgrím Pétursson að dýrlingi Islendinga, þótti lítilsigldu og þroskavana fólki hans frægð því meiri sem hann hefði átt við meiri mótgang að stríða. í augum þessara manna var Guðríður Símonardóttir hæfilegur skotspónn, fátæk og umkomulaus, hertekin kona. Og síðan mynd- aði þjóðtrúin hverja kynjasöguna af annarri til að auka frægð Hallgríms með því að niðurlægja og ófrægja konu hans með æfintýrakenndum sögusögnum." Úr bókinni Nýir vegir 26. EINAR BENEDIKTSSON, LJÓÐ HANS OG LÍF eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. í bók þessari rekur hinn snjalli stílsnillingur sögu ættmenna skáldsins, sem þýð- ingu höfðu fyrir ljóðagerð þess, áhrif samtíðarinnar og hina umsvifamiklu lífsbaráttu hans fyrir frelsi og framför þjóðarinnar. Síðan velur hann sýnishorn úr ljóðum Ein- ars, þar sem saman fer speki, formsnilld og léttleiki. Ævi- kjörin og ljóðagerðin eru með þessum hætti saman ofin í þessari skemmtilegu og gagnmerku bók. í lausasölu kr. 75.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 52.00 „ . . . Einar Benediktsson. afréð að flytja búferlum af landi burt af tveimur ástæðum. Hann vildi hrinda í framkvæmd hinum miklu áformum sínum, að fá auðmagn ríku landanna til að streyma til Islands. Honum nægði ekkert minna en stórfé til að geta opnað með töframætti gullsins hinar duldu og ónotuðu auðuppsprettur landsins. Auk þess þráði hann að taka þátt í menningarlífi stórborganna og skildi glögglega, að skáldeðli hans gat ekki notið sín nema með því lífi, sem var fullt af tilbreytni og æfintýrum. En sú leið, sem lá framundan, var erfið og háska- leg. Enginn gat komist í gegnum þær eldraunir, sem ókomni tíminn geymdi í skauti sínu fyrir hinn íslenzka skáldvíking, nema hann gæti lyft Grettistökum." Úr bókinni Einar Benediktsson, líf hans og Ijóð 67. ALDAMÓTAMENN (I) eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. í bókinni eru ævisögur allmargra „aldamótamanna" svo sem: Magnúsar Steph- ensen landshöfðingja, Benedikts Sveinssonar, Hilmars Finsen, Arnljóts Ólafssonar, Stefáns Stefánssonar, Þor- steins Erlingssonar, Hannesar Hafstein, Jóns Sveinssonar (Nonna), Gests Pálssonar, Torfhildar Hólm og fjölmargra annarra. Stílsnilld Jónasar frá Hriflu er alþekkt, og er óhætt að fullyrða, að hér er á ferðinni bók, sem er mikill fengur, jafnt ungum sem öldnum. í lausasölu kr. 148.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 100.00 „ . . . Gránufélagið, hið mikla verzlunarfyrirtæki Norðlendinga og Austfirðinga, hlaut nafn sitt fyrir hugkvæmd danskra kaup- manna á Akureyri. Þegar verið var að vinna að stofnun Gránu- félagsins strandaði erlend seglskúta á Eyjafirði, en var lítið skemmd. Tryggvi sá strax, að auðvelt var að gera við skipið. Mátti segja að þetta skip kæmi eins og sending frá æðri heimi til félags, sem ætlaði að verzla fyrir þúsundir félagsmanna, en vantaði farkostinn. Kaupmenn á Akureyri höfðu, sem við mátti búast, illan bifur á þessu fyrirtæki Tryggva og ekki sízt á þeirri nýbreytni, að gera strandskútu að verzlunarskipi. Nefndu þeir skipið Gránu i óvirðingarskyni. Tryggvi kunni að taka góðu gamni og sagði, að bezt væri að nota hugkvæmni keppinautanna, kalla skipið Gránu og félagið Gránufélag. Hvort tveggja þótti vel fara, og þrátt fyrir hrakspár allar varð Gránufélagið á blóma- tíma sínum stærsta verzlunarfyrirtæki, sem þjóðin hafði stofnað fram að þessum tíma.“ , Úr bókinni Aldamótamenn 155. 7—8—9—KNOCK—OUT — Þetta er bók um heimsmeistarakeppnir í hnefaleik. f bók- 358 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.