Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 24
Þetta var snemraa vors. Eins og títt er á þessum slóðum skall fyrirvaralaust á hið ægilegasta ofsa-fárviðri. Og enda þótt fárviðri þetta stæði ekki yfir nema stundarkorn, var hið góða skip „Kastor“ örbjarga og flak eitt, er af létti þessum hamförum náttúrunnar. Siglurnar og allur reiði var brotinn og slitinn og hin viðamiklu siglutré, er enn þá voru tengd við skipsskrokkinn á höfuðböndum, lömdust við hann í hafrótinu, þar sem hann valt og byltist stjórnlaus. Reköldin úr reiða skipsins höfðu brotið stýrið og laskað afturstafn skipsins.“ Úr bókinni Gullhellir Inkanna 138. HIRÐINGJARNIR í HÁSKADAL eftir Chares Barnes. Þetta er spennandi kúrekasaga úr Vilta Vestrinu og kennir þar margra grasa: bankaráns, hestaþjófnaðar o. s. frv. I lausasölu kr. 23.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 15.00 „ . . . í svefnskála Demantahæðar höfðust við rúmlega tuttugu nautasmalar. Allir höfðu þeir heyrt getið Tex Ortons, sem kall- aður var syfjaði Tex. Hann hafði ævinlega verið þeim ráðgáta og leyndardómsfullt fyrirbrigði síðan kvöldið góða, þegar hann kom þeysandi utan úr myrkrinu og birtist allt í einu í ljósrákinni, sem lagði út um svefnskáladymar. Og þvers um yfir hnakknefið hans lá slyttislegur, óstirðnaður líkami „Tígursins." Þeir voru fáir í þessum hópi, er höfðu ekki einhvern tíma tekið þátt í skipulagðri herför til höfuðs „Tígrinum“, er þarna lá nú dauður yfir hnakknefið. Hann hafði verið kallaður „plága“ Sana-Mara-fjalllendisins. Þarna hafði hann stundað þjófnað, rán og morð i fjallabyggðum landamæranna, eða öllu heldur á landsvæðum nautahjarðamannanna. Og blóðþyrstur var hann eins og grimmasta tigrisdýr. Enda hafði alþýða manna gefið honum það nafn, er hún taldi rentu fylgja." Úr bókinni Hirðingjarnir i Háshadal ENDURMINNINGAR F. MINNINGAR eftir Björgvin Guðmundsson. Höfundur er hvergi myrkur í máli og gerir fjörlegar athugasemdir um menn og málefni, um leið og hann segir frá því, sem á dagana hefur drifið. I lausasölu kr. 85.00 Til áskr. HEB aðcins kr. 60.00 „ . . . Ég hafði beðið Hauksstaðafeðga, Helga og Víglund, að koma við hjá okkur, svo að ég gæti orðið þeim samfcrða. Var það enginn krókur, en annars alhægt að komast fram hjá bænum án þess að vart yrði við, með því að fara út með ánni, því að til hennar sást ekki frá bænum, þar eð fyrr nefnt Mýrarhall nemur hana úr augsýn. Að sjálfsögðu reiddi ég mig á samfylgd feðganna og beið þeirra lengi vel. Loks kom þó þar, að mig fór ekki að gilda einu og lagði af stað í síðustu forvöðum, ríðandi með söðulhest í taumi. Þegar ég kom í Fremri-Hlíð, var mér sagt, að Hauksstaða- feðgar væru komnir út hjá fyrir löngu, og hafði Jón Sveinsson slegizt í för með þeim. Þótti mér þeim hafa farizt ómannlega og fékkst nokkuð um, með því að þetta var með þeim fyrstu meinlegum skakkaföllum, sem ég hlaut vegna sviksemi og óorð- heldni annarra, en því miður ekki þeim síðustu, því að nálega ekkert ódyggðugt í fari íslendinga hefir þreytt mig jafn átakan- lega og þessi ótuktarlegi þjóðarlöstur. Var nú komið rökkur, færð í versta lagi, því að hlákur höfðu gengið undanfarið og víða komið krapablár, en illa frosið yfir og því sífelld íhlaup, ég lítt að manni, og hestarnir huglausir, kargir og hrekkjóttir. Hygg ég varla ofmælt, að Rjúpnafells- klárar hafi verið mestu húðarbykkjur í Vopnafirði á sinni tíð, og kannske þótt víðar væri leitað. Átti ég við þá marga illa raun, og frá þeim stafar það að líkindum, að mér þykja hestar hvim- leiðastir flestra húsdýra, sem ég hefi haft kynni af. Kannske meira um það bráðum." Úr bókinni Minningar E. ENDURMINNINGAR I—II eftir Ely Culbertson. Höfundur segir frá ævintýralegum æviferli sínum frá því að hann var að alast upp í Rúss- landi og þar til hann er setztur við spilaborðið í Ameríku. Frásögnin er spennandi. Tvö bindi í fallegu geitarskinns- bandi. Brynjólfur Sveinsson þýddi. í lausasölu kr. 145.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 100.00 „ 1 þessari bækistöð voru um þrú hundruð manns, og tímavörðurinn fékk hest til umráða. Jim sagði mér, að þetta væri úrvals gripur, en „dálítið viðkvæmur". Næsta sunnudag söðlaði ég hann og ætlaði að svipast um nágrennið. Þegar ég reið af stað frá skálanum, Var Jim glettinn á svipinn. Hann sagði: „Þú ert heppinn að fá þennan hest. Hann er ósvikinn gæðingur." Kósakkablóð er í æðum mínum, og ég þóttist ósmeykur að fást við hesta. En eftir tíu mínútur var ég orðinn dauðhræddur. Hesturinn var bandvitlaus skepna. Varð enginn hemill á honum hafður. Hann beygði sig hvorki fyrir kjassi né svipuhöggum. Ég missti hann á æðisgengið stökk. Hljóp hann umhverfis skálasvæðið í æ þrengri hringjum. Ég hékk á honum upp á líf og dauða. Kom þar að lokum, að hann lenti með mig inn á mitt búða- svæðið og snerist þar enn í hringum. Menn þutu úr vegi fyrir honum. Jim stóð hjá og horfði á leikinn. Ég þráaðist við að lafa á honum. Að lokum hljóp hann á tjaldstag og féll. Hann velti sér um hrygg, alveg yfir mig, brauzt æðislega um, sparkaði í mig, komst á lappirnar og þaut f burtu. Eg lá lengi meðvitundar- laus. Óbrotinn var ég þó, sem betur fór, og viku síðar komst ég á fætur. Þá komst ég að raun um, að þetta var algengur hrekkur við menn, er nýkomnir voru í búðirnar. Þetta var eini hesturinn þar, sem öllum var heimilt að fara á bak á.“ Úr bókinni Endurminningar 146. MEÐ VÍGDREKUM UM VERÖLD ALLA eftir Mountevans lávarð og flotaforingja. Höfundur er háttsettur, brezkur sjóliðsforingi, sem siglt hefur um flest höf jarðarinnar. í bók þessari skýrir hann á skemmtilegan hátt frá ævintýrum sínum og reynslu á langri sjóferðaævi. í lausasölu kr. 100.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 70.00 „ . . . Það var ónæðissöm og ill nótt, sem við áttum. Við létum það þó ekki fyrir standa, en beittum skipinu með 20 mílna hraða. Að það tókst, mátti þakka ágætri starfshæfni vélaforingj- anna og starfsliðs þeirra. Áður en dagur rann, höfðum við þegar komið auga á strandstaðinn og skipið, sem við þó gátum ekki nálgazt að gagni, fyrr en birti af degi. Þarna var komin á vettvang lítil skúta, er Foxglove hét, og beitti upp í nærri strandstaðnum. 348 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.