Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.09.1960, Blaðsíða 11
stuttleit og breiðleit, nefbrött og gildnefjuð. Brúna- mikil, ennið lágt og hrukkóttur andlitsbjórinn á efri árum. Oll var hún næsta greppleit ásýndum. Hún hafði misst hár sitt ung, er geiturnar hrjáðu hana, og til að skýla nekt höfuðsins gekk hún með kollhúfu mikla, er náði niður undir eyru og ofan í hnakkagróf. Það höfuð- fat tók hún varla ofan svo aðrir sæju, hvorki á nóttu né degi. Og fyrir því, hve fast hún bar húfuna, þóttust menn ekki vita, hvað undir henni kynni að leynast og vel mætti vera, að enn væru geitur í höfði hennar. Það var eitt sinn, að hún kjáði við barn í fangi móður sinn- ar. Þá varð óvitanum það á, að kippa svo fast í pott- lokið að það losnaði frá kollinum. Kom þá í ljós ber svörðurinn og stóðu gráar ýlur upp úr á stöku stað. Gamla konan var fljót að hagræða húfunni á ný og fyrirgaf barninu fúslega handæðið, því það vissi ekki hvað það gerði, að láta það verða bert, er hún vildi um fram allt hylja. Henni var ekki sama um útlit sitt, fremur en kynsystrum henar um allar aldir. Hún stát- aði aldrei í viðhafnarklæðnaði, en vænt þótti henni samt um spegilbrotið sitt.“ Og enn fremur lokaorðin: „Þetta er lítil saga, sem hefði getað orðið löng, um olnbogabarn og lítilmótlega mannveru að dómi sam- tíðarinnar, saga sem margir mundu telja bezt henta að gleymdist um leið og grafin var sú, er átti hana. Það var h'tið verk að skrásetja þessi brot. En þau mega sýna kröfufrekri kynslóð nútímans hversu búið var að smæl- ingjum og olnbogabörnum þjóðfélagsins fyrr á öldum. María Kristrúnardóttir var þar ekki einsdæmi.“ Þessi ofanskráðu orð mín eru ekki dómur um bókina Hrakhólar og höfuðból, heldur aðeins lítilsháttar um- sögn, með því mig lengdi eftir, að sem flestir mættu njóta svipaðs unaðar af innihaldinu og ég sjálfur. Fögn- uður minn er þó miltlu meiri en svo að ég geti tjáð hann með orðum. Höfundinn þekki ég ekkert persónu- lega eins og áður er sagt og hef því enga tilhneigingu til að ofmeta hann eða skjalla. Meistari Magnús hefur orðið að kaupa snilli sína dýru verði. Enginn maður öðlast neitt nema á kostnað einhvers annars. Og „þetta ammðu, sem maðurinn lætur í stað- inn fyrir „þetta hitt“, er hann hreppir, er oftast það sem manninn „vantar“ í heimsins augum. Jafnvel ástinni verður leitandi snilldarinnar að fórna — ef verkast vill. List konunnar, snilld hennar og þrá er að elska og vera elskuð. En „starf“ mannsins og óvissa í leit hans að listsköpun getur þar með orðið andstæða og óvinur ástarinnar. Að lokum þetta: Er ég hafði lokið lestri bókarinnar: Hrakhólar og höfuðból, varð mér á að segja vð sjálfan mig: Bók bezt næst Njálu! - Við bókaskápinn (Framhald af bls. 321.) íslenzkra heimila eru bækurnar, sem þar er hvarvetrta að líta. Þar eru ekki einungis fagrar bækur, gulli prýdd- ar, heldur miklu fremur lúnar bækur og snjáðar, sem bera því ótvíræð vitni, að þær hafa verið dyggur föru- nautur eigandans eða heimilisins, og lesnar oft og mörg- um sinnum. Vafasamt mun vera, hvort bókaeign sé jafnalmenn á heimilum í nokkru landi og hér. Víða um lönd eru bækur einungis eign yfirstéttar og mennta- manna, en alþýða manna bóklaus, nema að dagblöðum og skemmtiritum. Hér fer því fjarri að bókaeign fari eftir stétt manns eða starfi. En þótt bækur séu víða hér manna á meðal, kvað samt allmikill munur vera á bóka- eign eftir héröðum, en ekki verður það rakið hér, enda ekki næg gögn fyrir hendi. Vel valið heimilisbókasafn, þótt lítið sé að vöxtum, er ein bezta eign hvers heimilis, og vissulega frjórra til menningar en mörg stóru söfnin. Það er menningar- auki, híbýlaprýði, gleðigjafi og fróðleiksbrunnur allt í senn. Erfitt er að gefa algildar reglur um val í slík söfn. Þar verður smekkur og áhugamál hvers og eins að ráða, því að þau bókasöfn eru til notkunar en ekki til þess að standa í skáp fyrir fordildarsakir. Mikils væri um það vert, ef unnt væri að kenna börnum og unglingum almennt að njóta samfélagsins við bækurn- ar, þegar á ungum aldri. Ég efast ekki um, að þau kynni myndu draga nokkuð úr því eirðarleysi og óróa, sem svo mjög gætir meðal æskufólks. Þannig getur heimilisbókasafnið orðið mikilvægur þáttur í uppeldi þjóðarinnar. Mikið er nú rætt um óhollar og spillandi bókmennt- ir, bækur og blöð. Ekki verður því neitað, að margt er nú prentað, sem betur væri óskráð, en þó held ég menn mikli um of fyrir sér hættuna af slíkum bókum. Vér, sem nú erum fullorðin, lásum í æsku þá reyfara, sem fengust án þess tjón yrði að, og skyldi það ekki vera líkt um allar kynslóðir. Ekki er þó svo að skilja, að ég vilji mæla þessu dóti bót. Enda þótt margt af því sé gagnslaust og meinlaust, þá er það óprýði í bókagerð þjóðarinnar. Hins vegar fæ ég ekki neitað því, að ég tel betra að lesa, jafnvel lélega bók eða blað, en að lesa alls ekkert. Lesturinn fyllir upp tóm hugans, tengir manninn við kyrrlátt heimalíf, og sá sem á annað borð hefur tamið sér lestur bóka hverfur fyrr eða síðar að því, sem honum er til sálubótar, jafnvel þótt hann byrji lesturinn á hinum svonefndu sorpritum. Lesandanum mun nú þykja furðu langt komið frá upphafi þessa spjalls. En hvers er að vænta, þegar mað- ur stendur við bókaskápinn, beinir augunum að hinum ólíkustu bókum og strýkur mjúklega um kili hinna fjarskyldustu bóka, allt frá Kapitólu og Felsenborgar- sögum til Heimskringlu, Hómerskvæða og sálfrar Biblí- unnar. En skápur safnandans rúmar það allt og miklu meira. Og sá, sem ann bóklestri, les það allt og fær sig aldrei fullsaddan. » St. Std. Heima er bezt 335

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.