Heima er bezt - 01.09.1965, Side 2

Heima er bezt - 01.09.1965, Side 2
Rannsóknir í þágu atvinnuveganna LOKAGREIN Eitt af mörgu, sem betur mætti fara í atvinnulífi voru, er útflutningur afurða landsins. Þrátt fvrir tækni aldar vorrar, flytjum vér enn mikinn hluta af framleiðslunni út hálfunninn eða óunninn og láturn öðrum þjóðum eftir að fleyta rjómann af hagnaðinum af þeim, með því að breyta þeim í dýra, fullunna vöru. Engum, sem liugsar þetta mál, blandast hugur um, að þetta er óvið- unandi ástand. Þjóðinni fjölgar ört, og sífellt þarf að sjá fleiri vinnandi höndum fyrir verkefnum. Hráefnis- lindir landsins, hafið og gróðurmoldin, eru fjarri því að vera ótæmandi. Þótt vafalaust megi auka afurðir þeirra frá því sem nú er. Oss er því lífsnauðsyn, að flytja út vinnu landsmanna, í fullunnum varningi. En til þess svo megi verða þarf rannsóknir og kunnáttu. Enn ber að sama brunni, að rannsóknir vegna atvinnuvesra vorra eru grundvöllur þess, að þjóðin megi aukast og henni líða vel efnalega. Og þótt íslendingum tækist á sinni tíð, allt um fátækt og vesaldóm að halda við merki- legri menningu, eru þeir tímar nú liðnir. Og vér megum vera þess fuilvissir, hversu haldnir sem vér erum af rómantískum hugsjónum, að íslenzk menning og sjálf- stæði mun koðna niður jafnskjótt og vér fáum ekki haldið til jafns við aðrar þjóðir á sviði atvinnu- og efna- hagsmála. En til þess þarf fyrst af öllu þekkingu. Ég er þess fullviss, að eftir svo sem eina öld, ef til vill fyrr, verða niðjar vorir steini lostnir yfir þeirri villimennsku og fákunnáttu vorrar kynslóðar að hafa ausið upp milljónum smálesta af fiski til þess eins að brevta hon- um síðar í skepnufóður eða jafnvel í áburð í sveltandi heimi. Með hverju ári sem líður eykst matvælaþörf mannkynsins. Það er því ekki einungis málefni vort einna, hvað gert er við þau matvæli, sem vér öflum úr djúpurn hafsins. Það er alþjóðlegt ntál. En þótt menn furði þetta í framtíðinni, verða þeir þó ef til vill enn meira undrandi yfir að heyra, að vér höfum eftir- látið erlendum mönnum það starf, sem oss bar sjálfum að vinna. Ég mun ekki taka fleiri dæmi, því að ég tel mig hafa bent á nægilega margt til þess að sýna og sanna, að vér megum ekkert til spara í því efni, að rannsóknir þessar megi verða sem víðtækastar. Þær hljóta jöfnum höndum að fjalla um rannsóknir á nátt- úru lands vors og tæknimöguleikum til að nýta þau gæði sem vér eigum, en jafnframt þeim verður að fylgja hagrannsókn. Þetta verður allt samanslungið, og enginn þátturinn má bila. Vér fögnum nú endurheimt handrita vorra úr útlegð þeirra í dönskum söfnum. Er það mjög að vonum, þar sem hér er um að ræða hinn dýrsta þjóðararf vorn. Eins og vænta ntá búum vér oss undir að veita þeim verðuga viðtöku, og að kosta miklu fé til varðveizlu þeirra og rannsókna. Enginn mun telja slíkt eftir. Margt er rætt um að setja á stofn sjónvarp, sem kost- ar hundruð milljóna, og verður þungur árlegur skattur á þeim, er það nota. Enda þótt ýmiskonar annarleg sjón- armið hafi blandazt inn í þetta sjónvarpsmál, mun þó eitt vera nokkurnveginn víst. Þeir, sem sjónvarpinu hafa kynnzt af eigin raun, vilja ekki missa það, og eru fúsir til að leggja á sig býsna hátt skattgjald, til að halda því og fá meira. Fjarri sé mér að amast við fjárveitingum til rannsókna á handritum vorum og íslenzkum fræðum. Ekki sé ég heldur ástæðu til að reka hornin í þá menn, sem óska þess munaðar að hafa sjónvrarp í húsum sínum, og ótal margt fleira mætti telja upp af menningarmálum og lífsþægindum, sem vér bæði veitum oss og viljum ekki missa fyrir nokkurn mun. Sumt af því er og þess eðlis, að vér getum naumast án þess verið, ef vér viljum teljast menningarþjóð. En um leið og vér veitum oss þessi lífsins gæði, skul- um vér minnast þess, að ekkert af þessu fáum vér veitt oss, nema atvinnu- og efnahagslíf vort standi í blóma. Ef vér höfum ekki í augnablikinu fé til allra þeirra hluta, sem hugur vor girnist, eða vér þurfum að láta vinna, þá virðist einsætt að beina kröftunum fyrst og fremst að þeim hlutum, sem eru hornsteinar undir allri þjóð- félagsbyggingunni. Og hvort sem vér viljum horfast í augu við staðreyndirnar eða ekki, verður því ekki haggað, að tilvera og hagur þjóðarinnar hvílir á ræktun jarðarinnar, öflun fiskjar og hagnýtingu orkunnar, sem landið á. Og þessir hlutir verða ekki nýttir að fullu nema með rannsóknum og þekkingu. Oft er rætt um það, að vfirbygging þjóðfélags vors sé of stór og kostnaðarsöm. Of margir menn flýi fram- leiðslustörfin, til þess að vinna hin svonefndu fínu störf. Nokkuð er satt í þessu. Vér erum ofhlaðnir af skrif- stofubáknum, alltof margir taka uppeldi sitt af því að deila vörum meðal fólksins, alltof margir ganga með þær grillur, að þeir séu listamenn, og að list þeirra eigi að 314 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.