Heima er bezt - 01.09.1965, Side 5
kauptúnið Djúpivogur, kunnur verzlunarstaður frá
tímum einokunarinnar og selstöðukaupmanna.
Jörðin Geithellar, er hreppurinn dregur nafn af, er
eflaust landnámsjörð, og talinn sá staður er „feður“
landsins byggðu, þótt aðeins væri um vetursetu að ræða.
í Landnámu segir, að þeir fóstbræður, Ingólfur og Hjör-
leifur, fóru að leita Iands þess, er Hrafna-Flóki hafði
fundið, og kanna kosti þess. Höfðu þeir vetursetu í
Álftafirði hinum syðra. Þeim leizt landið betra suður
en norður. Sögn er til um, að þeim varð vant tveggja
geita og leituðu með fjallinu og fundu þær við hella.
Þar heita síðan Geithellar. Þingstaður þessara sveita og
þar voru jafnan stærri fundnir haldnir, svo sem þing-
málafundir. Var ég á einum þeirra sumarið 1908, þeg-
ar deilt var um frumvarpið sæla. Var þá öllum þing-
heimi veitt kaffi sem í veizlu væri.
Fólkið í þessum sveitum hefur löngum verið mér
hugstætt, enda leið okkar Austur-Skaftfellinga legið þar
um, ef landleið er farin í önnur héruð. Margir bændur
eru þar búmenn góðir, fjármenn miklir, gestrisnir og
félagslyndir. Má líklegt telja, að hér sé ennþá fólk af
ætt Síðu-Halls, en hér verður nú aðeins minnst eins
bónda, Þorfinns Jóhannssonar, Geithellum. Hann er
sannur aldamótamaður, fæddur árið 1900. Foreldrar
hans voru hjónin Helga Einarsdóttir bónda á Geithell-
um, Magnússonar hins ríka á Bragðavöllum og Jóhann
Jónsson frá Melrakkanesi. Þau bjuggu stórbúi á Geit-
hellum á unglingsárum mínum, með mörgu vinnufólki
og fjölda fjár. Var mér þá sagt, að frá engu heimili
kæmi meira ullarinnlegg en þaðan, enda átti vinnufólk-
ið margt fé, en húsbændur þó fleira. Þessi hjón, foreldr-
ar Þorfinns og systkina hans, voru mér þá sem fyrir-
mynd þess bezta meðal bænda þeirra tíma. Vart hefur
nokkur húsmóðir í sveit minnt mig meira á drottningu
í ríki sínu en Helga Einarsdóttir. Stjornsöm, vinsæl af
Geithellar 1963.
Jólmnn Jónsson.
fólki sínu og veitul í búi allsnægtanna, þegar hinn unga
gest bar að garði. Bóndinn ljúfmenni, ötull og hagsýnn
framfaramaður, fjármaður mikill og í fararbroddi við
öll verk, er kröfðust frískleika og dugnaðar. Þessi hjón
höfðu farið í brúðkaupsferð til Noregs, meðfram til að
sjá, hvort betra væri að búa í landi forfeðranna en hér
heima. Þegar þau komu heim úr þessari skemmtiför
voru þau ekki í vafa. Hér á föðurleifð Helgu, Geithell-
um, vildu þau búa, og þar farnaðist þeim vel.
Á ævileið mannanna skiptast oft á skin og skúrir. Mitt
í stórræðum búskaparins á Geithellum, þegar lokið var
smíði og frágangi nýs íbúðarhúss, sem pantað hafði ver-
ið frá Noregi, tilhöggvið, kennir bóndinn sjúkleika.
Taksóttin, lugnabólgan, hefur náð tökum á honum.
Læknar landsins höfðu þá ekki fengið þau meðul, sem
dygðu gegn þeim hættulega sjúkdómi. Hann lézt innan
fárra daga. Það var haustið 1915, að hann burtkallaðist
frá konu og 5 ungum börnum, sem ólust upp með móð-
ur sinni, sem hélt áfrarn búskap um árabil. Síðar taka
þar við Þorfinnur og Einar bróðir hans. Skipta jörðinni
á milli sín og hafa búið þar í tvíbýli, bæði heimilin verið
í fremstu röð framfara og fjáreignar. Kona Þorfinns er
Guðný Jónsdóttir frá Múla, sem er nágrannabær, einnig
stórjörð, sem nú er skipt í þrjú býli, sem öll eru setin
af ættfólld Guðnýjar, bróðurbörn hennar. Hún er bú-
kona mikil og annast allt innan húss með miklum þrifn-
aði og smekkvísi.
Vel hefur þess verið gætt, að Geithellar héldu reisn
Heima er bezt 317