Heima er bezt - 01.09.1965, Side 12

Heima er bezt - 01.09.1965, Side 12
vagnshlass af ýmislega flokkuðu tímbri og fékk það með heildsöluverði (sem þá var 22% lægra en smásölu- verð), en reikningurinn var færður Swanson til gjalda! Þannig kom bújörð mín um síðir mér til verðs í þessu timburhlassi. Og ég var orðinn svona mikill maður, að eiga birgðir byggingarefnis, — ofurlitla undirstöðu að timburverzlun í Langruth! Við Swanson vorum báðir hæstánægðir með þessi viðskipti og skildum, ef unnt var, betri vinir en nokkru sinni fyrr. 1 Winnipeg heimsótti ég systur mína og mann hennar, og leizt þeim ágætlega á þetta frumskref mitt á við- skiptabrautinni. Nú voru þó áhyggjur mínar rétt að byrja, en ekki búnar. Hvar átti ég að fá peninga til að greiða timburflutningsgjaldið? Og hvernig mundi ég koma mér upp skrifstofu og klófesta lóð undir timbrið? Kom mér þá í hug, að ég kynni að geta fengið lán út á lífsábyrgð, sem ég hafði haft í allmörg ár. Svo að ég skundaði rakleitt upp á skrifstofur Stóra-Vesturlands- lífsábyrgðarfélagsins (Great Western) og náði fundi forstjórans. Þegar hann hafði athugað lífsábyrgðina og gert nokkurn útreikning, úrskurðaði hann, að lánsvirði hennar væri aðeins 106 dollarar. En mér sýndist þetta nú engin smáræðisupphæð, og skrifaði hann handa mér ávísun, sem ég innleystí þegar í stað, og hélt svo heim- leiðis með fyrstu lest. Strax og ég kom til Langruth festí ég kaup á tveim- ur hornlóðum við Williamsgötu og Aðalstræti. Þegar timbrið kom, var það affermt á þessar lóðir, og var ég þá stoltur maður og hamingjusamur. Fyrsta verzlunarárið var nú veltan fremur smáskorin. Við áttum þá ennþá heima úti á Miklanesi, og urðum við Guðni mágur samferða þaðan til bækistöðva okkar í Langruth, og ókum til skiptis. Ég kom mér upp skrif- stofuholu. Eftirspurn eftir timbri fór vaxandi, og fyrr en varði var ég búinn að panta nýtt vagnhlass frá Sprague, með sömu sölukjörum og áður og 60 daga greiðslufresti. Vorið 1914 byggði ég hús til bráðabirgða við Haney götu, og fluttumst við þá til Langruth. Ég sá að birgðir mínar voru of fábreyttar og að ég gat ekki alltaf beðið eftir því, að fá heilt vagnhlass frá Winnipeg, þegar leggja þurfti til ýmis konar timburtegundir. Samdi ég því við verzlun í Portage la Prairie um að láta mig fá það, sem mig vanhagaði um hverju sinni, og senda það með byggðarlestinni. Þetta kom að góðum notum, unz svo var komið, að ég gat gert stærri pantanir og haft fyrirliggjandi fjölbreyttari birgðir. Á árunum 1914—1918 tókst mér að losa mig að heim- an hvert haust til að stjórna gufuvélinni fyrir Johnston. Meðan þresking var í fullum gangi, var venjulega lítið að gera í timburgarðinum, og voru tveir elztu drengir mínir vel færir um að annast söluna. Á stríðsárunum hækkaði allt kaup, svo að dagkaup mitt var 14 dollarar. Fork-verkamenn fengu 6—7 dollara. Allt í allt var ég við vélstjórn hjá Johnston í 8 ár, þ. e. 1911—1918, að báðum árum meðtöldum. Sérstaklega má geta ársins 1915, sem ávallt er minnzt sem „uppskeruársins mikla“. Fengu menn þá á ekruna 50 skeppur af hveití, en 100 af höfrum. Flestir bændur gerðu sig ánægða með 83 sent fyrir hveitiskeppuna. En alltaf er gamla óánægjan við lýði, og nokkrir mögluðu og sögðu: „Bara að skeppan færi upp í dollar!“ Johnston hafði sáð í mikið land og sendi frá sér 16 járnbrautar- vagnhlöss af hveiti, sem því nær allt var nr. 2 Northern (,,norðlenzkt“). Þegar styrjöldinni lauk, steyptist yfir þjóðina geysi- legt verðbólguflóð. Verðlag síhækkaði, en eigi að síður óx vörueftirspurnin og kaupsýsla öll komst í óðaupp- gang. „Hermannalandnámsnefndin“ hafði verið skipuð, og voru fylkismiðstöðvar hennar í Winnipeg. Fljótlega var heimkomnum hermönnum úthlutað búlandi, m. a. í grennd við Langruth. Margir voru settir niður á óunn- ið og húsalaust land, og eftirspurnin eftir byggingar- efni óx. Nefndin stofnaði sjóði nýju landnemunum til afnota, og úr þeim mátti fá styrki til ræktunar, bygg- inga og búfjár- og verkfærakaupa. Marga þessa menn skorti með öllu nauðsynlega reynslu og aðlögunarhæfni, svo að búskapurinn fór út um þúfur, þrátt fyrir alla styrkina, og heppnuðust þessar stjórnaraðgerðir mis- jafnlega. Hinsvegar juku þær mjög á verzlun. Bændur fengu hátt verð fyrir hesta sína og nautgripi, og yfir- leitt var allt verðlag hátt. Þetta voru umsvifasöm ár fyrir mig, því að mikill vöxtur hljóp í timburverzlun mína. Hvort árið um sig, 1919 og 1920, seldi ég 20 járnbrautarvagnhlöss, mest furu og sedrusvið frá British Colombia. Frá sögunar- verksmiðjum í Norður-Manitóba seldi ég 2 hlöss, eink- um greni. Um haustið 1919 reyndi Bill Johnston enn að fá mig til að fara með vél sína, og bauð mér doll. 16,50 á dag, en þá varð ég að neita, því að ég hafði meira að gera við verzlunina en ég komst yfir. Nú var ég búinn að reisa 6 herbergja íbúðarhús til viðbótar við eldra skýlið, sem nú var gert að eldhúsi. Þetta voru uppgangstímar fyrir héraðið. Aðalatvinnu- vegurinn var landbúnaður, en jafnframt var fyrir hendi önnur fær tekjuleið, nfl. fiskveiðamar. Þær vora með miklum blóma um þessar mundir. Sagði bankastjóri okkar mér, að á einni vetrarvertíð hefði bankinn afgreitt 70 þúsund dollara, sem eingöngu voru greiðslur til fiskimanna. Ég var stoltur af byggð okkar og allshugar fús til að láta henni í té hvers konar þjónustu, sem ég var fær um að veita. Mér féllu þau forréttindi í skaut, að starfa í bæjarstjórn og vera ritari og gjaldkeri Hinna samein- uðu Langruth-skólahéraða. I 6 ár var ég sýslunefndar- maður fyrir 3. þingsvæði (hrepp, sveit) Lakeview- sýslu*). Verðbólgan náði hámarki og topparnir fóru að fletj- * Lakeview, útsýn til vatnsins (Manitobavatns). „Vatnsstranda- sýsla“. 324 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.