Heima er bezt - 01.09.1965, Qupperneq 16
máli, þótt fiskimiðin væru í nokkurri fjarlægð, heldur
en á meðan bátarnir voru knúðir áfram með árinni og
handaflinu einu saman.
Eftir því sem ég bezt veit, var fyrsta húsið byggt á
Þórshöfn nokkru fyrir 1890. Svo stóð á, að verið var
að brjótast í því, að stofna þarna kaupfélag, og var búið
að panta trjáviðinn í verzlunarhúsið. En eftir að trjá-
viðurinn var kominn í land, liðuðust samtökin, sem
stóðu að félagsstofnuninni, í sundur, því að ýmsir gengu
úr skaptinu, þegar á átti að herða. Þá var allur trjáviður-
inn seldur einum og sama manni. Sá, sem keypti, átti
einn sjötta hluta af jörðinni Syðra-Lóni og á þeim jarð-
arhluta byggði hann fyrsta húsið í Þórshöfn. Sennilega
hefur hann rekið einhverja smá-verzlun þarna, því að
hann var ávallt nefndur „Borgari“. Mig minnir að sá
maður héti Jóhann Jónsson. Hann andaðist á bezta
aldri, svo að engar sögur fara af þessu fyrirtæki. Ann-
ars höfðu Langnesingar aðallega verzlað við lausakaup-
menn, sem kallaðir voru „spekúlantar“ allt frá því í
byrjun nítjándu aldar, og hélzt það óbreytt til síðustu
aldamóta.
Þess verður að geta, að haustið 1889 fékk séra Arn-
ljótur Olafsson á Bægisá veitingu fyrir Sauðanesspresta-
kalli, sem þá var tahð með beztu brauðum landsins og
mjög eftirsótt. Ástæðan til þess, að hann fékk þetta
eftirsótta brauð, var augljóslega sú, að hann var þjóð-
kunnur maður, sem hafði tekið mikinn og virkan þátt
í málefnum lands og þjóðar. Hann var fyrst kosinn á
Alþing árið 1858 og lengst af átt þar sæti síðan. Og nú
var hann konungkjörinn þingmaður og því mjög í náð-
inni hjá stjórnarvöldunum. Hann sat síðast á Alþingi
1891, en þá var hann kominn í Sauðanes sem fyrr
segir.
Séra Arnljótur var sem kunnugt er maður stórgáfað-
ur og hálærður. Einkum var hann vel lærður í lögfræði
og hagfræði, enda af sumum talinn fyrsti hagfræðingur
landsins. Hvort hann hefur verið jafn mikill guðfræð-
ingur, skal ósagt látið. Hann tók ekki embættispróf fyrr
en 12 árum eftir að hann lauk stúdentsprófi og var þá
búinn að vera alþingismaður fimm ár. Mun slíkt vera
einsdæmi í sögunni.
Séra Arnljótur var mjög framfarasinnaður á sumum
sviðum, einkum í menntamálum, því að vitað er, að
hann átti mestan þátt í því, að Möðruvallaskóli var stofn-
aður. Hins vegar þótti hann nokkuð íhaldssamur á öðr-
um sviðum. Fjármálamaður var hann mikill og hafði all-
mikil afskipti af verzlunarmálum á meðan hann var á
Bægisá.
Fljótlega eftir að hann kom að Sauðanesi (1890) mun
hann, svo glöggsýnn maður, hafa komið auga á það, að
óviðunandi var, að enginn verzlun skyldi vera á Þórs-
höfn, því erfitt var að sækja verzlun til Vopnafjarðar,
en þangað var verzlun sótt, nema að því leyti sem verzl-
að var við lausakaupmenn. Það er því ekkert vafamál, að
hann beitti sér fyrir því, að verzlun væri komið á fót
á Þórshöfn.
Á þessum árum var annar stórgáfaður maður á Langa-
nesi, en þó næsta ólíkur séra Amljóti á allan hátt, svo
að þeir gátu ekki unnið saman að framfaramálum hér-
aðsins. Þessi maður var Friðrik Guðmundsson bóndi að
Syðra-Lóni, sá sem á elliárum sínum í Vesturheimi
skrifaði sínar stórmerku endurminningar. Hann var
tengdasonur Jakobs Hálfdánarsonar, sem varð fyrsti
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga og aðalbaráttu-
maður við stofnun þess félags.
Friðrik var hið mesta glæsimenni, bjartsýnn með af-
brigðum og mikill áhlaupamaður, sem beitti sér fyrir
alhliða framförum í héraðinu. En hann kom þá stund-
um ekki auga á torfærurnar, sem oftast voru til staðar
á þeim árum.
Eitt af hans mestu áhugamálum var að koma á fót
kaupfélagi á Þórshöfn. Fyrsta tilraunin mistókst, svo
sem áður er sagt, þar sem selja varð timbrið, er átti að
notast í fyrsta verzlunarhúsið. Eftir mikla baráttu tókst
honum að stofna félagið nokkrum árum síðar, eða laust
eftir 1890. Dafnaði félagið vel í fyrstu og naut mikilla
vinsælda. En það var óhamingja þessa héraðs, að þessir
tveir stórgáfuðu og mikilhæfu menn, séra Arnljótur og
Friðrik, gátu ekki starfað saman. Gamla þingmanninum
þótti Friðrik of bjartsýnn og of mikill ákafamaður, og
því vildi hann lítið eða ekkert styðja eða skipta við fé-
lagið. Tók þá prestur fyrir alvöru að vinna að því, að
önnur verzlun yrði sett niður á Þórshöfn. Hann vildi
fyrst og fremst að einhver gömul og gróin verzlun setti
þar á fót útibú, því að þar væri meira trausts og kjöl-
festu að vænta.
Og þetta tókst séra Arnljóti. Gamla einokunar- og
selstöðuverzlunin, Örum & Wulff, sem rak miklar
verzlanir bæði á Húsavík, Vopnafirði og víðar, setti þar
á stofn sjálfstæða verzlun, og hefur það líklega verið
árið 1897, eftir því sem næst verður komist. Hér sló
gamli maðurinn tvær flugur í einu höggi. Hann gat nú
alveg farið á snið við hið nýja kaupfélag og jafnframt
hafið samkeppni við það. Og svo gat hann þarna komið
syni sínum í góða og vel launaða stöðu, því að Snæ-
björn sonur hans var gerður að verzlunarstjóra (faktor)
á Þórshöfn.
Hófst nú hin harðasta samkeppni á milli kaupfélags-
ins og einokunarverzlunarinnar. En sú samkeppni gat
ekki endað nema á einn veg. Kaupfélagið var févana og
skorti lánstraust út á við, svo að það varð að lúta í lægra
haldi fyrir ofureflinu. Og nokkru eftir aldamótin (lík-
lega 1904) varð það að hætta störfum, en Friðrik flutt-
ist vonsvikinn til Vesturheims vorið 1905.
En á meðan á þessari hörðu samkeppni stóð, hófst
vegur Þórshafnar fyrir alvöru. Það var sannkallaður
uppgangstími, því að þangað flykktist margt fólk á
þessu tímibili, athafnasamt fólk, sem byggði sér hús og
settist þarna að. Fyrst og fremst var þetta fólkið sem
starfaði við verzlanirnar. Og svo settust þarna að hand-
verksmenn, einkum smiðir, því að þeir höfðu nægilegt
verkefni, að byggja yfir fólkið, sem þarna tók sér ból-
328 Heima er bezt