Heima er bezt - 01.09.1965, Side 22

Heima er bezt - 01.09.1965, Side 22
Leirhöfn á Sléttu. ríðandi frá Garði í Þistilfirði. — Var þá norðan hríðar- veður, sæmilega ratljóst, en frost 7—10 stig. Þá fannst mér leiðin löng og ströng með hríðarkófið í fangið. — Feginn var ég þá hvíldinni í Kollavík, en þar fengum við nýjan silung, veiddan í litlu vatni við túnfótinn, en þetta var seint í marzmánuði. Oft kom ég síðar í Þistilfjörð og á Langanes og kynntist þar fólki og búskaparháttum. — Líklega er Þistilfjörðurinn eitt bezta sauðfjárræktarhérað landsins. Minnist ég þess ekki að hafa séð í ferðurn mínurn jafn þéttvaxið og fallegt fé. Segja má að nú sé Þistilfjörður- inn sæmilega þéttbýl sveit, þar sem heiðarbýlin öll eru fallin í auðn sem fyrr segir. Kauptúnið Þórshöfn er við Þistilfjörð á innanverðu Langanesi, sem kunnugt er, en skammt þar frá er hið sögufræga prestsetur Sauðanes. A Langanesi hefur byggð mjög gengið saman, og útgerð að Skálum og byggð þar alveg lagzt í auðn, en á Skálum voru 7 börn skólaskyld veturinn 1941—’42. Oft leggur hafís að Langanesi og eru margar sögur til um bjarndýr, sem gengið hafa þar á land. Virðast sumar sögurnar mjög ýktar. En það er auðskilið, að fólk á afskekktum bæjum hafi verið óttafullt, er þessi stóru rándýr gengu glorhungruð á land, þar sem fólk var vopnlaust til varnar. Hér er ein saga úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: Kollavik og Borgir. Viðarfjall i baksýn. Geirlaug heitir hæsti tindurinn. 334 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.