Heima er bezt - 01.09.1965, Page 34

Heima er bezt - 01.09.1965, Page 34
hann rakleitt inn í eldhúsið til stallsystranna og segir glaðlega: — Snorri sonur minn var að hringja til mín. Hann er nýkominn, og nú skrepp ég snöggvast suður á Flug- völl að sækja hann. — Ó, er Snorri bróðir kominn, hrópar Erla í barns- legum fögnuði. — Ætlar hann að vera lengi heima núna, veiztu það, pabbi? — Hann sagðist eiga frí fram á mánudagsmorgun, en þá fer hann út á ný. Það verður gaman að hafa hann hérna heima yfir helgina. Erla fer dansandi yfir gólfið til Nönnu, tekur um mittið á henni og sveiflar henni með sér í hring: — Ó, Nanna, hlakkar þú ekki til helgarinnar eins og ég! Nanna svarar því engu, en losar sig kafrjóð og bros- andi við Erlu og segir: — Góða Erla mín, þú mátt ekki tefja mig, ég þarf að ljúka við baksturinn sem allra fyrst. — Hann er nú alveg að verða búinn. — Og svo á ég eftir að taka til og hreinsa hérna í eldhúsinu. — Við verðum ekki lengi að því báðar saman, ég skal vera reglulega dugleg að hjálpa þér við það, Nanna mín. — Jæja, elskan, þú ert indæl. Magnús lögmaður gengur fram úr eldhúsinu og segir um leið: — Jæja, stúlkur mínar, ég er þá farinn suður á Flug- völl, verið þið sælar á meðan. Síðan hraðar hann sér út, ræsir bifreið sína og ekur á brott. En ungu stúlkumar ljúka við kökugerðina í skyndi og byrja síðan að taka til og hreinsa eldhúsið. Þær hraða sér sem mest þær mega og gefa sér ekki tíma til að spjalla saman á meðan, og Nanna er fegin því að Erla minnist ekkert á bróður sinn á meðan. Þær hafa lokið starfi sínu jafnsnemma því sem Magn- ús lögmaður ekur með son sinn heim að húsinu og stöðv- ar bifreiðina þar. Feðgamir stíga síðan út og ganga sam- an inn í húsið. í forstofunni hefir lögmaðurinn stutta viðdvöl, en flugstjórinn heldur beina leið inn í eldhús- ið, þar sem hann vonar að hitta fyrir bústýmna ungu, en við hana er nú öll heimþrá hans bundin, og þessi von hans bregst honum ekki. Nanna og Erla eru báðar í eldhúsinu, þegar Snorri kemur þar inn. Erla hleypur þegar í fang bróður sínum og faðmar hann innilega: — Ó, hve það er gaman að þú skulir vera kominn heim, elsku bróðir minn, segir hún barnslega fagn- andi. — Já, víst er gaman að vera kominn heim, svarar hann og heilsar systur sinni með innilegum kossi og gengur svo til Nönnu. Og hve hann langar innilega til að mega heilsa henni á sama hátt, en til þess hefir hann ekki leyfi. Hann réttir henni höndina og heilsar henni með föstu og mjúku handtaki, og það býr yfir þeirri tjáningu sem er jafnvel máttugri en orð. — Komdu sæl, Nanna, segir hann lágt og innilega. — Sæll, velkominn heim, svarar hún á sinn hæverska hátt og dregur þegar að sér höndina. Hún á ekki leng- ur vald yfir þeim tilfinningum, sem hún vill leyna, í svo náinni snertingu hans. Magnús lögmaður kemur nú inn í eldhúsið til unga fólksins og segir glaðlega við son sinn: — Eigum við ekki að setja okkur fram í stofu, góði minn, meðan við bíðum eftir kvöldkaffinu? — Jú, það er ágætt. — Nanna lítur á úrið sitt. Klukkan er langt gengin tíu, henni er óhætt að hafa hraðann á, eigi kvöldkaffið að vera komið á borðið hjá henni á réttum tíma eins og venjulega. Hún tengir í skyndi hraðsuðuketilinn við rafstrauminn og segir um leið: — Ég skal hraða mér eins og ég get með kaffið, klukkan er að verða tíu. — Vertu alveg róleg þess vegna, okkur liggur ekkert á kaffinu strax, svarar Snorri og brosir til hennar bjarta fallega brosinu sínu, svo fylgist hann með föður sínum fram í setustofuna. Erla er kyrr í eldhúsinu og hjálpar Nönnu á ýmsan hátt, og sérstaldega finnst henni skemmtilegt að hjálpa henni að framreiða kaffiborð, því það gerir hún ætíð með einskonar veizlusniði. Og nú hraða þær sér sem mest þær mega. Matur og kaffi stundvíslega er kjör- orð bústýrunnar ungu. Er feðgarnir hafa setzt fyrir í stofunni, segir Magnús Jögmaður við son sinn: — Jæja, þú ætlar þá að verða hérna hjá okkur yfir þessa helgi, góði minn, það er sannarlega ánægjulegt. — Já, pabbi minn, ég er mjög glaður yfir því að eiga nú helgarfrí hérna.heima, og mig langar til að njóta þess ríkulega. — Það vona ég líka að þú gerir. — Ég skal segja þér, hvað mig langar mest til að gera núna yfir helgina, ef allt gengur að óskum. Mig langar til að fara í útilegu annað kvöld og gista eina nótt í óbyggðum, það er orðið svo óralangt síðan að ég hefi notið þess dýrðlega unaðar, sem íslenzka sumar- nóttin veitir manni í óbyggðum og öræfum. — Já, það ættir þú að geta veitt þér núna góði minn. — Ég hefi hugsað mér að heimsækja mömmu á sjúkra- húsið í fyrri heimsóknartímanum á morgun og verða svo kominn aftur hingað til bæjarins svo snemma á sunnudagskvöldið, að ég geti heimsótt hana þá aftur. Hún hlýtur að verða ánægð með það. — Já, það verður hún efalaust. En hvert hefir þú hugsað þér að fara í útileguna? — Austur í Þórsmörk. Þar hefi ég áður átt svo yndis- legar sumarnætur. — Það er fagurt í Þórsmörk á þessum tíma árs. En hefir þú hugsað þér að fara þangað einn? Framhald. 346 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.