Heima er bezt - 01.11.1965, Qupperneq 4
KARL KRISTJANSSON
í Yztafelli
i.
-r Tpp botni Skjálfandaflóa vestanverðum, inn
með Kinnarfjöílum, liggur byggðin Kaldakinn,
) vestan Skjálfandafljóts. Þetta er velgróin sveit
og grasgefin, þó að hún sé suður að Kinnarfelli
allopin fyrir hafáttinni. Austan Kinnarfells kemurSkjálf-
andafljót í fossum niður á láglendi, sem það fellur síðan
eftir fram til sjávar, stillilegt að jafnaði á yfirborðinu, en
alltaf straumþungt og óstöðvandi.
Vestan megin Kinnarfells, milli þess og Kinnarfjalla,
er byggðin í dal, sem hefur að norðan skjól af hæða-
þrepi, er nefnist Hólsleiti. Þarna eru stundum greinileg
veðramót; sunnan leitisins til muna minna úrfelli en
norðan þess.
Dalur þessi víkkar sunnan til og mætir Bárðardal á
breiðu svæði Norðurlandsvegar, þar sem „Goðafoss í
gljúfrasal glymur“.
Kaldakinn endar að sunnan hjá bænum Krossi, en þar
er ekki sveitarendi. Nokkrir bæir eru sunnar, þar með
Ljósavatn, hið sögufræga setur Þorgeirs Ljósvetninga-
goða. Er bærinn samnefndur hinu fagra vatni, sem prýð-
388 Heima er bezt