Heima er bezt - 01.11.1965, Side 5
Jón Sigurðsson.
Helga Friðgeirsdóttir.
ir þessa byggð. Sveitarfélagið kennir sig við Ljósavatn.
íbúar Ljósavatnshrepps eru því arftakar forna heitisins
Ljósvetningar, þegar það er fært út fyrir heimilisfólkið
á Ljósavatni, og hafa þeir löngum borið það með reisn
og sóma.
II.
Jörðin Yztafell er í Ljósavatnshreppi. Bæir þeir, er
henni tilheyra, eru norðarlega í áðurnefndum dal. Land
býla hennar nær austan frá Skjálfandafljóti, þvert um
Kinnarfell, vestur á hágrjót Kinnarfjalla. Stærð lands-
ins er talin vera um 30 ferkílómetrar, og er það að lang-
mestu leyti gróið land.
Lítil á, sem nefnd er Rangá, rennur norður eftir daln-
um. í hana fellur í miklum bratta og mörgum fossum
um Yztafellsland, úr Kinnarfjöllum, ?máá, sem heitir
Gljúfurá. Prýða fossar Gljúfurár útsýn frá Yztafells-
bæjum og slá á stundum margradda hörpur fyrir fólk-
ið á bæjunum.
Um Yztafell segir í bókinni: Byggðir og bú, sem Bún-
aðarsamband Suður-Þingeyinga gaf út árið 1963:
„Jörðin var að fornu eign Hólastóls. Nafnið jafnan
„Fell í Kinn“ í skjölum stólsins. Nafnið Yztafell er í
Jarðabók Arna jYIagnússonar. Ábúandi keypti jörðina á
uppboði stólsjarða 1805; síðan í sjálfsábúð. Ábúendur
frá 1703 eru: Þórður Magnússon til 1735, Hjalti sonur
hans 1735—’82, Jónas Einarsson 1782—1822, Jónas Jóns-
son, tengdasonur hans, 1822—48, séra Jón Kristjánsson
1848—’63, séra Þorsteinn Jónsson og Guðbjörg Aradótt-
ir ekkja hans 1863—’89, Sigurður Jónsson fóstursonur
hennar 1889-1917.“
Fólk af stofni Sigurðar Jónssonar býr í Yztafelli enn.
Nú er jörðin hins vegar orðin fjögur býli: Yztafell I,
Yztafell II, Yztafell III og Hlíð.
Þrír bæirnir (Yztafellin) standa í samliggjandi tún-
um Kinnarfellsmegin, austan og ofan þjóðvegarins. Þeir
bera heitin I og II og III frá norðri talið. Yztafell II
stendur nokkru hærra en hinir bæirnir og spölkorn
lengra frá veginum. Þar stóð gamli Yztafellsbærinn fyrr-
um.
Hlíð er aftur á móti vestan Rangár við rætur Kinnar-
fjalla.
III.
„Hver einn bær á sína sögu“ kvað iMatthías Jochums-
son. Öll eiga býlin að „Felli í Kinn“ góða sögu gróinda
og framfara. Fólkið, sem á þeim býlum býr, er allt sögu-
hetjur, sem skila framtíðinni miklum arfi. Hér verður
þó að þessu sinni aðallega rætt um elzta bóndann í hópn-
um, Jón Sigurðsson, og þráður merkilegrar afrekssögu
hans að nokkru rakinn, sérstæður og um margt mjög
stórbrotinn persónuleiki hans gerður að umtalsefni í
stuttu máli, áður en hann hverfur af sjónarsviðinu.
Jón býr að Yztafelli II félagsbúi með sonum sínum
Heima er bezt 389