Heima er bezt - 01.11.1965, Side 6

Heima er bezt - 01.11.1965, Side 6
tveim, Friðgeiri og Sigurði. Hann er orðinn 76 ára gam- all, en þrátt fyrir hinn háa aldur er hann enn mikill fyrir sér, a. m. k. andlega. Foreldrar Jóns voru hjónin: Kristbjörg Marteinsdótt- ir og Sigurður Jónsson. Kristbjörg var dóttir Marteins Halldórssonar frá Bjarnarstöðum í Bárðardal. Hann var af svonefndri Hraunkotsætt, sem er fjölmenn ætt í Þingeyjarsýslu og víðar. Af henni var t. d. kominn Tryggvi Þórhallsson fyrrum forsætisráðherra. Móðir Kristbjargar var Krist- ín Jónsdóttir frá Lundarbrekku í Bárðardal, - af Reykja- hlíðarætt og Illugastaðaætt. Úr þeim ættum hefur margt þjóðkunnra manna komið. Sigurður var sonur Jóns Árnasonar frá Sveinsströnd í Mývatnssveit, Arasonar á Skútustöðum í sömu sveit, en Ári var fyrri maður miðkonu Helga Ásmundssonar, sem Skútustaðaætt er venjulega rakin til. Ari var tví- Jón Sigurðsson og Helga Friðgeirsdóttir hona hans. kvæntur og átti 22 börn með konum sínum. Eins og að líkum lætur, er því ættbálkur hans stór orðinn. Móðir Sigurðar var Þuríður Helgadóttir frá Skútustöðum. Hún var af svonefndri „Belgjarætt“, sem kennd er við bæinn Belg í Mývatnssveit. Sú ætt er kunn fyrir bæði andlegan og líkamlegan skarpleika. Alsystkin Þuríðar voru: Frið- rika móðir Jóns alþingismanns í Múla og Stefán faðir Jóns á Litluströnd, sem var rithöfundurinn Þorgils Gjall- andi. Árni á Sveinsströnd, afi Sigurðar, kvæntist um sex- tugt Guðbjörgu Aradóttur Helgasonar á Skútustöðum. Tóku þau Sigurð Jónsson í fóstur, þegar hann var á öðru ári. Árni dó eftir fá ár. Ekkjan giftist séra Þor- steini Jónssyni frá Reykjahlíð. Hann gerðist prestur að Þóroddsstað í Ljósavatnshreppi 1863, en bjó ekki á kirkjusetrinu, heldur keypti Yztafell og hóf þar búskap. Tveim árum síðar andaðist hann. Ekkjan bjó áfram í Yztafelli, og fimm árum seinna tók Sigurður fósturson- ur hennar að sér bústjórnina, þá aðeins 18 ára að aldri. Var hann ráðsmaður á búi hennar í 18 ár, eða þar til hann kvæntist og keypti jörðina og mestan hluta bús- ins af fóstru sinni 1889. Sigurður Jónsson og Kristbjörg Marteinsdóttir bjuggu í Yztafelli nálega þrjá tugi ára (1889—1917), alla tíð með höfðingsskap. Sigurður var hamhleypa til verka, mikill félagsmála- frömuður, skörulegur stjórnandi á heimili sínu og mann- fundum, ritfær vel. Hann hélt unglingaskóla áratugum saman á heimili sínu. Tók heim til sín 10—12 unglinga seinni hluta vetrar og kenndi þeim. Var ritstjóri Tíma- rits samvinnufélaganna 1907—1916. Ferðaðist 1911—'15 víðs vegar um landið, til þess að flytja erindi um sam- vinnumál. Var landskjörinn þingmaður 1916—’25. Varð atvinnumálaráðherra 1917 og gegndi því embætti til 1920. Kristbjörg kona Sigurðar hafði á sér almenningsorð fyrir mikla mannkosti og þótti sóma sér vel, hvar sem hún kom fram. Sigurður og Kristbjörg eignuðust sex börn, og var Jón elztur þeirra, fæddur 4. júlí 1889 að Yztafelli. Systkin Jóns talin í aldursröð: Guðbjörg, f. 1892, gift Jóni Pálssyni bónda á Stóru- völlum í Bárðardal. Hann er dáinn fyrir tveim árum. Marteinn, f. 1894, bóndi að Yztafelli I, kvæntur Köru Arngrímsdóttur. Hólmfríður, f. 1896, gift Stefáni Tryggvasyni bónda að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Kristín, f. 1897, gift Hallgrími Sigtryggssyni, starfs- manni hjá S. í. S. í Reykjavík. Þormóður, f. 1903, var prestur Vatnsendaprestakalls 390 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.