Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 8
Heimilisfólkið i Yztafelli II. Fremri röð frá v.: Helga SigurðarcLóttir, Bjarni Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Helga Friðgeirsdóttir og Regína Sigurðardóttir. Aftari röð frá v.: Sigurður Jónsson með dóttur sína, Erlu; Kolbrún Bjarnadóttir, kona hans; Friðgeir Jónsson og Jón Sigurðsson yngri. Hólmfríður, f. 4. febr. 1921, gift Árna Kristjánssyni frá Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi. Hann er kennari við Menntaskólann á Akureyri. Sigurður, f. 23. júlí 1924. Hann er hinn frægi sund- kappi, sem gekk undir nafninu „Sigurður Þingeyingur“ og varð Norðurlandameistari í sundi. Sigurður er kvænt- ur Kolbrúnu Bjarnadóttur (læknis frá Geitabergi). Sig- urður og Kolbrún eru bæði kennarar við barnaskóla Ljósavatnshrepps. Ennfremur eru þau þátttakendur í félagsbúskapnum að Yztafelli II. Friðgeir, f. 28. janúar 1927, ókvæntur. Hann er aðili félagsbúsins að Yztafelli II. Jónas, f. 9. marz 1930, kvæntur Sigurveigu Erlings- dóttur frá Byrgi í Kelduhverfi. Hann er búfræðikandi- dat og vinnur við Atvinnudeild Háskóla fslands. Hildur, f. 2. maí 1932, gift Sigurbirni Sörenssyni frá Kvíslarhóli á Tjörnesi, útgerðarmanni og skipstjóra á Húsavík. Niðjar Jóns og Helgu eru orðnir 33, þ. e. 6 börn, 25 barnabörn og tvö barnabarnsbörn. V. Þegar Jón og Marteinn keyptu jörðina Yztafell og búið þar af föður sínum, var dýrtíðarverð á þeim eign- um, því þetta var nálægt lokum fyrri heimsstyrjaldar- innar, en litlu seinna skall á verðfall afurða og hinar verstu viðskiptakreppur. Ómegð hlóðst á Jón, svo mikils þurfti með til heimil- is, þrátt fyrir hagsýni húsfreyjunnar og alla ráðdeild, sem ástunduð var utanhúss og innan. Hugðarmál Jóns voru mörg og tóku tíma. Hann undi búskapnum vel, en komst ekki hjá því að sinna fleiru og var oft þess vegna langdvölum að heiman. Á árunum 1923— 33 fór hann t. d. flesta vetur fyrir Samband ís- lenzkra samvinnufélaga í fyrirlestraferðir um landið, og kom hann á þessu tímabili þeirra erinda í allar sýslur landsins nema Austur-Skaftafellssýslu. Mest ferðaðist hann gangandi, og voru því ferðalögin tímafrek, enda 392 Heima er bez-t

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.