Heima er bezt - 01.11.1965, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.11.1965, Qupperneq 10
fjölhæfni fela svo að segja hvaða starf, sem var, þegar á lá. Anna Stefánsdóttir frá Eyjadalsá í Bárðardal kenndi handavinnu og var skólaheimilinu mjög mikilsverð. Þá lofar hann einnig samstarfið af hálfu skólaráðs- mannanna, sem hann hafði mest saman við að sælda: Skúla Guðmundssonar, alþingismanns (sem var formað- ur ráðsins) og Gunnars Þórðarsonar, bónda í Grænu- mýrartungu. Eftir þriggja ára dvöl Jóns að Reykjum var skólinn kominn í ágætt horf og gengi. Gat Jón þess vegna talið, að þá væri náð megintilgangi ráðningar sinnar að skól- anum. Jafnframt var þrá Jóns og fjölskyldu hans til átt- haganna og búskapar á ný orðin svo sterk, að Jón sagði upp skólastjórastarfinu, fluttist norður að Yztafelli, tók við jarðeign sinni og bústofni og hóf búskapinn þar aft- ur vorið 1937. Börn hans voru þá flest komin á þann ald- ur að vera orðin talsvert liðtæk við sveitavinnu. VII. Arið 1938 byggði Jón sér íbúðarhús úr steini rétt sunnan við gamla bæinn í Yztafelli. Kom hann þar ofan á rústir, djúpt í jörðu, af skála miklum með langelda- stæði eftir miðju gólfi. Undir skálanum mátti greina aðra byggingu minni. Þjóðminjavörður taldi, að báðar þessar gömlu byggingar myndu vera frá landnámsöld. Haft er eftir Jóni, að hann líti svo á, að hamingjudísir jarðarinnar hafi valið húsi hans þama stað á hinurn gamla grunni fyrstu byggðar. Þetta ár, 1938, skiptu þeir bræðurnir, Jón og Mar- teinn, með sér jörðinni Yztafelli til helminga, eins og hún var þá. Jón stofnaði á sínum helmingi nýbýli, sem ber heitið Yztafell II, en Marteinn hlaut Yztafell I. „Láglendinu var skipt til ræktunar, en fjalllendið er óskipt,“ segir í bókinni „Byggðir og bú“ um þessi skipti. Fyrr — eða nánar tiltekið 1931 — hafði Alfreð As- mundsson fengið land til nýbýlisstofnunar hjá bræðr- unum og komið þar upp býlinu Hlíð. Kona Alfreðs, Dagrún Jakobsdóttir, er að öðrum og þriðja að frænd- serni við þá bræður. Þessi jarðarhluti gekk því ekki úr ættinni. Árið 1949 fékk svo Ingólfur Kristjánsson land hjá Jóni, tengdaföður sínum, til þess að reisa á nýbýlið Yzta- fell III. Nú á heima að „Felli í Kinn“ rúmlega 30 manns, að vísu á 4 býlum. VIII. Ekki komst Jón hjá því að taka lán og lenda í all- rniklar skuldir, þegar hann byggði, en þær era ekki leng- ur fjötur um fót. Margt hefur orðið til ávinnings: Minni fjarvistir Jóns frá heimilinu en á fyrra búskapartímabil- inu, bústofn stórlega aukinn, ræktun margfölduð, vél- tækni tekin í þjónustu búskaparins meir og meir — og síðast en ekki sízt þátttaka barnanna í búskapnum. Nú eru synir Jóns, þeir Friðgeir og Sigurður, aðalstólpar búsins. Ný gripahús hafa verið reist og íbúðarhúsið stækkað. Túnið er orðið nálega 30 ha. Bústofn er bæði sauðfé og kýr. Lagt er kapp á að fara þannig með búpeninginn, að hann skili miklum afurðum. Jón er skógræktarmaður af lífi og sál — og ræktar skóg til skjóls og prýði við bæ sinn. Mikill skógur frá samalli tíð er í austurhlíð Kinnarfells. Sá skógur hefur O ' D nú um margra ára skeið verið ræktaður með grisjun og plöntun. Hæstu tré í þessum skógi munu nú vera um 12 metrar. Jón segist hvergi betur hafa unað en við vinnu í skóg- inum. Var hann löngum stórhöggur við grisjun og af- kastamikill við gróðursetningu. Hefur skógur þessi við grisjunina gefið af sér fyrir Yztafell mikið magn girð- ingarstaura, sem oftast er auðvelt að koma í verð. Skógrækt ríkisins hefur nú tekið um 100 ha svæði til umsjónar og skógræktar austan í Kinnarfelli. Af því til- heyra Yztafelli I og II um 2/3 hlutar. Skógræktarsvæði þetta er á bakka Skjálfandafljóts og í hlíð Fellsins upp af Fljótinu, — upp að aðalsnjólínu þar. Síðustu ár hafa á hverju ári verið gróðursettar um 10 þúsund plöntur í svæði það, sem tilheyrir Yztafelli I og II. Ofan við girðinguna um skógræktarsvæðið í Kinnar- fellinu, er mikið skóglendi, sem er gott haustbeitarland fyrir sauðfé. Jón hefur haft mjög gaman af sauðfjárrækt og tekið þátt í opinberum umræðum — og deilum — um hana. Nú orðið er aðalverk hans á vetrum að hirða sauðfé félagsbús þeirra feðganna, — auk þess, sem hann vinnur að ritstörfum sínum. Sigurður Jónsson er bundinn við kennslustörf utan heimilis dag hvern á vetrum, meðan barnaskólinn stend- ur yfir, en fer að heiman að morgni og heim að kvöldi. Annast hann fóðrun kúnna á búinu af mikilli alúð. Friðgeir Jónsson er hagleiksmaður og annast hann þá hlið heimilisstarfa, sem hagleiks þarf við, hleypur einnig í skörð við skepnuhirðingu, þegar þess þarf með, sér um aðdrætti og vinnur mikið í skóginum, þegar veðr- átta leyfir. Hann er að sögn mestu ráðandi um, hvaða skepnur eru valdar til lífs á haustin og hver heildar- ásetningur er hjá búinu haust hvert. Báðir þessir synir Jóns eru mjög gefnir fyrir búskap og heimilisræknir. Það er ánægjulegt fyrir Jón og Helgu, að synirnir vilja búa með þeim í Yztafelli. Það er einnig skemmti- legt fyrir þau, að allur hinn fjölmenni niðjahópur þeirra er mjög ræktarsamur við höfuðból ættarinnar og heim- ili þeirra. Þótt hann dreifi sér til búsetu, eins og eðlilegt er, kemur hann við og við í heimsóknir með fögnuði, og barnabörnin sækjast, strax og þau komast á fót, eftir því að dveljast þar langdvölum. 394 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.