Heima er bezt - 01.11.1965, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.11.1965, Qupperneq 14
GUNNAR MAGNUSSON FRA REYNISDAL: Fugl aveiðar Mýrdalsfjöllin. erðamaðurinn, sem leggur leið sína austur í Alýrdal og er kominn austur á Skógasand, sér bera við sandauðnina í fjarlægð fjöll sem smá- skýrast eftir því sem austar dregur. Þetta eru Mýrdalsfjöllin. Heita þau ýmsum nöfnum og munu þannig heitið hafa frá Landnámstíð. Að vísu er Pétursey þar sérstæða og ein sér. Hét hún til foma „Eyjan há“ og er vestust af Mýrdalsfjöllunum, allhá og hömrum girt. Ofar til að sjá er Fellsfjall, hamraborg mikil sem sker sig fram úr hálendinu. Þar undir fellinu er bærinn Fell, sem var prestssetur fyrrum. Austar og sunnar er svo Dyrhólaey með dröngum sínum og skerjum. OIl eru fjöll þessi mynduð úr móbergi sem og önnur fjöll í Mýrdal, víða grasi gróin upp undir brúnir, þar sem ekki eru hamrar og hengiflug. Þetta er í Dyrhóla- hreppi, en Mýrdalurinn á meira af fjöllum. í austri rís Búrfell sem hamraborg norðan við Steig- arháls. Liggur svo leiðin meðfram hamrahlíð allt austur að Gatnabrún. Þar skiptir um svip. Vegir skiljast, og hggur önnur leiðin niður í Reynis-hverfið vestan undir Reynisfjalli, en hin að austanverðu til Víkur í Mýrdal. Má þá fyrst segja að komið sé í Mýrdalinn til þess að fylgjast með því, sem þar hefir 'verið að gerast um all-langa hríð, en það eru fuglaveiðar Mýrdælinga. Fýll og lundi. í Mýrdals-fj öllunum verpir fugl sá, er „Fýll“ nefnist. Hefir hann verið þar víða um ómunatíð, sérstaklega í fjöllum þeim, er að sjó liggja, svo sem Dyrhólaey, Reyn- isfjalli og Víkurhömrum. En byggð sína er fýllinn sí- fellt að flytja lengra inn í hálendið, og nú hin síðari ár hefir hann verið að taka heima á sífellt nýjum stöðum, svo sem í Höfðabrekkuafrétti og víðar, þar sem skilyrði eru til landnáms frá náttúrunnar hendi. Dyrhólaey. Þar veiddu Dyrhólingar fýl og lunda. Mýrdælinga Lundi verpir í Dyrhólaey, Reynisfjalli og í Víkur- hömrum. Annars staðar í Mýrdal verpir hann ekki. Hann er sem sé háður fjarlægð frá sjó, og bregzt alger- lega flugið, sjái hann ekki til sjávar. Báðar þessar fugla- tegundir hafa verið nytjaðar í Mýrdal, svo að mikið hefir kveðið að allt fram undir síðasta áratug. Fýla-veiðarnar voru tvennskonar. Annars vegar fýl- unga-tekjan, og var þá sigið í björgin, og fór sú veiði fram í 17. viku sumars. Allir þeir sem land áttu að fuglabjörgunum, tóku þátt í unga-tökunni. Bjargsig eftir fýl-ungum. Sigið var.í björgin ýmist stutt eða löng sig eftir at- vikum. Þar sem stutt var að síga, var sigið í lausabönd- um, sem svo var nefnt. Voru þá 2—3 menn saman. Einn seig, en tveir sátu undir. Var þá haft lausaband sem nefnt var „leyni-vaðuru. Hafði sigmaður hendur á því og lækkaði sig eða hækaði með því í siginu eftir atvik- um. Slík sig tíðkuðust þar sem hæð fjallsins var svo sem 20—30 faðmar. Hins vegar var svo sigið í vað, þar sem hærra var, og sigin hraðari. Sátu þá 5—6 menn undir. Var vaðurinn þá hafður tvöfaldur og þrautreyndur ár hvert, áður en gengið var til siga. Voru sigamenn í stór- sigunum venjulega þeir sömu árum saman. Þurftu þeir að hafa leikni til að bera og kunnugleika til þess að allt gengi sem bezt. Ennfremur þurftu þeir að vera fullhug- ar og mátti eigi vera svimagjarnt, þar sem víða varð að síga 60 og allt upp í 80 faðma löng sig. Allt fyrirkomu- lag við bjargsigin var hefðbundið og taktfast, mótað af aldagamalli reynslu. Við hlutaskiptin fékk sigmaðurinn tvo hluti, en und- irsetumenn einn hlut hver. Þá voru böndin og metin til hluta. Venjulega mun reglan hafa verið sú, að 30 faðmar tvöfaldir voru lagðir í einn hlut. Sums staðar tók fýlunga-tekjan aðeins einn dag, en annars staðar allt upp í eina viku. Svo var hjá Víkur- bændum og í Hjörleifshöfða. Þar voru menn heila viku að taka fýlungann. Mest mun fýla-tekjan hafa verið á einni jörð í Hjörleifshöfða. Skipti þar mörgum þúsund- um, og komu bændur austan yfir Mýrdalssand, bæði úr Álftaveri og Meðallandi í fýlakaup á hverju sumri vest- ur í Hjörleifshöfða. Ennfremur sendi Höfða-bóndinn fýl vestur um Mýr- dal, því að ýmsir voru þeir, er litla eða enga fýlunga- tekju höfðu á jörðum sínum. Var fýllinn venjulega greiddur í fóðrum gemlinga. Eigi man ég nú, hvernig þeim viðskiptum var háttað, 398 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.