Heima er bezt - 01.11.1965, Side 17
Honolúlú maí 25ta 1920.
Kæri bróðir, bestu þakkir fyrir bréf þitt.
Bréf þitt kom nú 20. janúar s.l. Ég var á báðum áttum
með að flytja til Ameríku svo ég skrifaði ekki þá ég
fékk bréfið. Nú eru líkindi til að ég verði kyr hér um
tíma. Mér líður bærilega eftir vanda, utan gigtveiki og
sjóndepru nú í seinni tíð.
Hér sem víðar er allt ferfalt dýrara en fyrir stríðið,
og sama um vörur framleiddar hér á eyjunum. Brúnt
sykur 27 cent pundið, en var á 4 cent. Kaffi 50 c., var á
16. Hrísgrjón 15 cent, var á 5 cent. Allt þetta er ræktað
hér. Innflutt góss: hveiti, kjöt, kartöflur afarhátt. Kart-
öflur nú innfluttar frá Ameríku 10 cent pundið (40
aura), smér 100 cent (4 kr. pundið), óvönduð búðar
verkaföt 5 dollara, var 1.50. Spariföt ekki minna en 30
dollara og upp, svo þú sérð að almenn bölvun yfir hnött-
inn er ávextir stríðsins mikla. Það er blessun hér, að
aldrei er kalt, aldrei minna en 50 stig Fahrenheit, það er
að segja við sjávarflöt, svo allt þar á milli upp í eilífan
snjó á hæsta fjalli eyjanna sem er 14 þúsund fet. Svo
allt sem ég þarf að gera er að vappa upp á hærri stað,
ef mig vantar íslenzkt loftslag. Já, hitinn er á við hálfa
gjöf, ég held margt fólk hér myndi veslast upp nú á tíð,
ef blessuð hlýjan væri burtu. Allur fjöldinn af börnum
gengur berfætt ár og dag. Skóleður er afardýrt. Skór
frá 8—25 dollara pörin. Flest fátækt fólk brúkar tréskó
eða mottuskó, eða gengur berfætt utan á helgidögum og
hátíðum. Kaup verkafólks hefir tvö- eða þrefaldast, en
er samt langt eftir hvað lífeyri kostar eða nauðsynjar.
T. d. kostar borðviður af lökustu sort 40 dollara þús-
und fetin og upp í 80, heflað og plægt. Allur viður kem-
ur hingað frá Ameríku, úr norðvesturhorni þess lands.
Enginn húsaviður hér, allt harðviður illvinnandi og
óþénanlegur til húsasmíða. Svo er mest af því langt upp
í fjöllum. Frumbyggjar eyjanna bygðu sér grashús, vind
og vatnsþétt, en þeir hafa týnt þeirri list sem fleiru. í
fyrra ferðaðist ég allt í kring stærstu eyjuna, til að reyna
að bata gigtverki mína. Það eru brennisteins böð nálægt
þeim mikla eldgíg Kíláea og hótel, en það var of ónota-
lega kalt þar fyrir mig í 4000 feta hæð, hráslaga þoku
mistur, svo var vatn þar uppi ískalt. Við höfðum kola-
ofn í dagstofunni sem var hituð upp á kvöldin. Allt í
kring, gömul og ný hraunflóð, og aðeins smáviði hér og
hvar á gömlu öskunni. Þar uppi er frost að vetri til í 3
mánuði. Svo var ég um tíma á vesturströnd eyjarinnar
í kaffi plássinu Kóna. Um 25 mílur á báða vegi við veg-
inn, voru kaffi brúskar og í kringum húsin. Bygðin er
þétt með veginum, flestir hafa lítinn blett, allt er gömul
hraunflóð, óplægjandi. Hraunskelin er brotin og ung
trén eru sett í holurnar. Tekur það 3 ár þar til baunir
fást og 7 ár til að full uppskera fáist. Svo lifir tréð í 70
ár eða meir, og gefur af sér 5—7 pund á ári. Holan fyr-
ir tréð þá út er sett, verður að vera 7—8 fet á hvern veg
frá plöntunni. Svo er illgresi haldið niðri í 2 ár. Þá eru
trén vaxin svo, að þau skyggja á jarðveginn. Þau eru 10
Gisli Guðmundsson á yngri árum.
—20 fet fullvaxin. Það var skólafrí þá og öll börn í kaffi
tíningi. Þau fá í laun 1 dollar fyrir að tína 100 pund af
berjum, það eru 2 baunir saman í beri, sem er hárautt á
litinn, tréð hefir dökkgræn glansandi lauf. Sumar stúlk-
ur geta tínt 3 sekki á dag, en börn sekk eða minna. Þetta
er aðal plássið hér á eyjunum fyrir kaffi, mátuleg hæð
og halli, enginn vindur að blása blómin af, utan vestan
hafgola á eftirmiðdögum og smáskúrir af og til. Plássið
er sagt gott fyrir tæringarveikt fólk. Það er 1200—2000
fet yfir sjóinn, þurt og heitt. Ég sá minnisvarða Cap-
teins Cooke við Kealakekúa vík. Hann fann eyjar þess-
ar 1779 og var myrtur af frumbyggjum eyjanna. Svo
leit ég yfir aðalgriðastað innlendra í þorpinu Honáná
ásamt goðahofi og hellum þar í kring með sjónum. Það
voru hellisgrafir bæði ofan og neðan sjávar. Fjöldinn
lifði í hellum fyr á tíð, sem sé Kanakafólkið (Kanaka-
ættarnafn póliniska fólksins er tilheyrir Havaii, Samóa,
Tahiti og Nýja Sjálandi). Svo sá ég þar alræmda galdra-
konu er lifði (c.a. bjó) í helli við sjóinn. Hún fékkst
mest við ástamálefni, einnig að leita eftir vatni með
töfragrösum, svo einnig að segja fyrir þá fiskur kemur
upp að landinu. Mest var það kvenfólk sem vitjaði kerl-
ingar. Hún var sögð yfir hundrað ára gömul, var samt
hin ervilegasta. Mest það innlenda fólk er útdautt, að-
eins 20 þús. eftir. Var á fyrri tíð eitt hið best vaxna og
hraustasta af brúnu fólki í heiminum. Holdsveiki og
tæring hafa drepið l)að, ásamt annari óhamingiu er hvítt
fólk færði því.
Heima er bezt 401