Heima er bezt - 01.11.1965, Side 18

Heima er bezt - 01.11.1965, Side 18
Jæja, nóg mun vera af þessu, ég hefi nær tapað íslensk- unni. Það tekur mig tíma að rifja upp orðin, þar ég sé eður heyri enga landa árum saman. Þetta er nú sjötta árið síðan ég hefi séð landa, svo er minnið að smá fara með cllinni og verst ég hefi ei hugmynd um hvað kynni að innteresta (e.a. þér þætti mest gaman að heyra) þig, þar ég hefi aldrei séð þig né heyrt þig, svo það er allt í þoku. Ég hafði hálvegis von um að koma til landsins, þ. e. a. s. íslands fyrir árum síðan, en ég hefi nú alveg gefið það upp. Fyrst myndi mér varla vært að standa kuldabeltisloftslag eftir öll ár mín hér í hitabeltinu (ég hef alltaf búið við sjómál, aldrei þar sem kalt var). Fólk fær lungnabólgu oft er það færir sig á efri árum úr hita í kulda. Svo er blóð hringrásin svo sein og hindruð, að oss er ómögulegt að halda temmilegum hita á útlimum, fótum og höndum. Ég býst við að enda daga mína hér, eða hvar sem er jafn heitt, svo kostar nú ferðalög ósköp- in öll. Sex daga ferð héðan til San-Francisko kostar yfir 100 dollara. Skipafélögin skrúfuðu upp fargjöldin einusinni enn um 20%. Héðan ganga línuskip til Norð- ur og Suður Ameríku, Ástralíu, Japans og Kína, og Austur Asíulanda. Allar línur koma sér saman um að flá alþýðuna er verður að ferðast. Ég rétt las prísana í bréfi þínu. Þeir eru heldur hærri en hér. Kjöt má fá á 60 aura pundið. Japanar og Kína kaupmenn selja oft lægra en hvítir kaupmenn. Fiskur er ofhár, lægst nú á 8 cents pundið slægður, rétt uppúr sjónum. Japansmenn hafa mest fiskiríið hér. Þeir eru heimsins bestu fiskimenn. Þeir fara héðan á opnum mótorbátum 4—5 hundruð mílur eftir fiski. Hér er orðið útfiskað, 75 bátar rétt úr bænum er veiða fisk. Svo eru fiskipollar er fiskur er al- inn í, en þeir eru í höndum ríkra manna er leigja þá út. Stæðsti pollurinn rentast á 16 þúsund krónur á ári. Allt hafið er fullt af hákörlum er hræða og éta upp fiskinn. Svo eru skjaldbökur hér í sjónum, uppá 3—400 pund sumar. Þær eru oft billegasta sort af fóðurefni hér. Þær verpa í sandinn á eyðieyjum, þar enginn ónáðar þær. Sólin ungar eggjunum út. Algjört vínbann er hér nú, og ekkert utan heimatilbúið vín fáanlegt, og það á háu verði, 12—16 kr. flaskan. Sykuröl 2 kr. pottflaskan. Tó- bak 3 kr. pundið ódýrast. Sekt og fangelsi liggur við ef illa fer. Aðeins læknar hafa leyfi til að selja spíritus í forskriftum á apótek og prestar messuvín. En alt við sama, fólk hressir sig á laugardagskvöldum af og til, hvað sem á dynur. Kaupgjald yfirleitt í bænum er: al- gengir verkamenn 2—3 dollara á dag, 8—9 tíma vinna. Handverksmenn uppí 4.50—6 dollara á dag. Sjómenn lægsta stig: 90 á mánuði og allt þeir geta étið (360 kr. og fæði). Stýrimenn 150 dollara á mánuði. Það er eflaust best launaða stéttin nú á tímum þar ómælt fæði og hús- pláss er með, og allt af bestu sort. Öllu haldið hreinu nú á skipum, matsveinar bera á borð fyrir þá og búa um rúmin fyrir stýrimennina. 3 vaktir nú á flestum skip- um. Þessi kjör eru aðeins á amerískum skipum. Svo hef- ir stjórnin skólaskip, hvar ungir menn læra sjómanna- fræði. Þá útlærðir eru fá þeir stöður á stjórnarskipum er sigla um alla veröld. Ef ég væri ungur þá mundi ég reyna þá atvinnu. Þeir taka drengi niður að 16 ára aldri. Þeir verða að hafa góða heilsu og gott framferði. Stjórn- in lét byggja ótal af skipum, meðan stríðið stóð yfir, og var um tíma í vanda með þénanlega menn fyrir þau. Við hér tilheyrum Ameríku, n.l. Bandaríkjunum líkt og Filippseyjar og fl. Við vorum tekin þá spanska stríðið stóð yfir 1898, ásamt fleiri eyjum er Spánn þá tapaði. Ég skal ei neita, að mér væri ánægja að sjá ykkur og landið, ásamt öllum innréttingum þar síðan ég fór. Ég tók „Heimskringlu“ í fleiri ár, hún flutti fréttir frá ís- landi ið markverðasta er skeði, en nú hef ég ei haft blað í 5 ár. Ég sá um skilnað íslendinga og Dana í dagblöð- unum hér og í dag sá ég að ísland vanti (c.a. ætlaði) að koma inn í alþjóðabandalagið „League of Nation“, svo við erum ekki útúr öllu eins og virðist að líta á landa- bréfinu. Við höfum 2 neðansjávarþræði til meginlands- ins og Asíu, og svo loftskeyta stasjónir. Ein þeirra er önnur sú sterkasta í heimi, fær og sendir orð um 8 þús- und mílur. Þeir hafa haft skeyti frá Evrópu yfir tvö höf og meginland Ameríku. Það eru 12 möstur, sum 600 fet á hæð úr járni, sett í sement að neðan. Marconífélagið á eina, en hin tilheyra Bandaríkjastjórn. Svo er rétt nú fullgerð herskipa dokka og höfn mynduð 10 mílur héð- an, ásamt aðgerðarsmiðjum, er verið hafa í smíðum í 10 ár, er kostaði ríkið ótal af fé. Það er kölluð Perlu Höfn. Aðeins stjórnarbátar fá þar inngöngu enn sem er. Setulið vaktar innganginn. Allt víggirt í kringum. 1000 vinna þar sem lifa (c. a. búa) í bænúm sjálfum. Lítið nú um umbætur í bænum sjálfum nema nýtt pósthús og tollhús sem er byrjað á. Skal kosta 300 þús. Mun taka 2 ár að byggja. Flestir bíða að byggja þar til efni lækkar. Fyrirgefðu hvað þetta er langort. Viltu senda mér mynd af þér og familíu? Þar engin líkindi eru til að ég sjái ykkur í þessu lífi. Rósa sendi mér mynd af sinni fa- milíu, sem er skýr og vel tekin. Líði þér og þínum sem best G. Goodmann Honolúlú P. O. (Framhald). 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.