Heima er bezt - 01.11.1965, Síða 19
Hjónin á
HærukoIIsnesi
Eiríkur og Katrín
t fyrir 1840 mun Eiríkur hafa flutzt suður í
Álftafjörð austan af Berufjarðarströnd. Hafði
hann búið þar um hríð með móður sinni Ing-
unni. Voru foreldrar hennar Jón Jónsson á Teig-
arhorni og kona hans Þórey Antoníusdóttir frá Hamri
í Hamarsfirði. Var Jón talinn góður bóndi og var með-
hjálpari í Hólskirkju.
Maður Ingunnar var Árni Pétursson, ættaður úr Nesj-
um. Munu þau hafa búið skamma hríð á Teigarhorni, en
fluttu síðan austur á Berufjarðarströnd að kotbýlinu
Grundarstekk. Þar munu sennilega bæði hafa dáið, og
Eiríkur sonur þeirra síðan flutt suður í Álftafjörð. Tal-
ið er að 7 hafi verið börn þeirra Árna og Ingunnar, og
veit ég aðeins deili á tveim bræðrum Eiríks, Antoníusi
í Markúsarseli og Jóni, sem dvaldi hér um slóðir.
Eiríkur á Nesi (Hærukollsnesi) kvæntist Katrínu
frænku sinni. Var móðir hennar Vilborg Sigurðardótt-
ir frá Hamarsseli, en faðir Eiríkur Jónsson frá Geithell-
um, Eiríkssonar bónda þar frá Hoffelli í Nesjum. Ei-
ríkur faðir Katrínar var bróðir Halldóru, fyrri konu
Antoníusar á Hálsi. Hjónin Eiríkur og Katrín voru þrí-
menningar.
Katrín eignaðist dóttur, áður en hún giftist Eiríki, og
gat ekki feðrað hana. Hét hún Ingibjörg og var kölluð
Katrínardóttir. Sú Ingibjörg átti líka dóttur, sem hún
gat ekki feðrað. Var hún heitin Ingibjörg og kölluð
Ingibjargardóttir. En talin var hún Þorláksdóttir Jóns-
sonar bróður Eymundar í Dilksnesi og faðir Þorláks á
Bakka á Mýrum.
Hjónin Eiríkur og Katrín á Hærukollsnesi urðu mjög
umtöluð, og ekki sízt fyrir það, hve barnmörg þau urðu,
en hjónabandsbörn þeirra urðu 11 synir og 1 dóttir, sem
lifðu, auk Iausaleiksdóttur Katrínar, og urðu þau því að
sjá 13 börnum farborða fram í lífið. Myndi ekki slíkur
hópur talinn ofvaxinn hverjum hjónum nú til dags, þar
sem greiddur er styrkur hjónum með eitt barn?
Þeim hjónum varð líka afkoman erfið. Þau bjuggu á
langrýrasta koti sveitarinnar, túnið lítið og blautt, og
engjar sára rýrar, en seigt til beitar og ekki snjósælt. Og
lítill var bústofn sagður. Sagt er að verið hafi talsverð-
ur töggur í báðum þessum hjónum, en þó sérstaklega
Katrínu, enda var hún talin fyrir þeim hjónum og prýð-
isvel greind og lét ekki á sig ganga, þótt í harðbakka
slægi, og allra sízt í orðum, því að orðhákur var hún
talin og skeytti þá engu, hver í höggi átti.
Aftur á móti var það þannig með Eirík, að lenti hann
í orðasennu, varð honum brátt varnað máls sökum þess,
hve mjög hann stamaði, og vildi þá einnig við brenna,
að flest sem hann þá sagði, kæmi á afturfótunum eða
væri tóm bögumæli. En þá hefði hann, væri þess kostur,
leitað til Katrínar konu sinnar. Og þannig hefur mynd-
azt orðtakið víðkunna:
„Já, hvað á nú að segja, Katrín kona?“
Þótt þau Neshjón megnuðu ekki að framfleyta fjöl-
skyldu sinni án hjálpar frá sveitinni, þá stafaði það ekki
af slóðaskap og framtaksleysi. En nærri má geta, hversu
farsælt líf og ánægjulegt það muni hafa verið að þurfa
að lifa að miklu leyti á sveitaframfæri, þar sem bústofn
var harla lítill. Þó dafnaði þessi stóra fjölskylda furðu
vel eftir ástæðum og efnahag, og án kramar eða krank-
leika. Náðu öll börnin fullorðinsaldri og urðu bræðurn-
ir seiglingsmenn, og sumir allumgetnir.
Mjög reyndist við ramman reip að draga, þar sem
sveitarstjórnin var annars vegar. Þar fékk enginn gull
úr gjá nema að vel athuguðu ráði Björns hreppstjóra
Gíslasonar á Búlandsnesi, sem réð öllum sveitarmálun-
um á þeim árum. Var hann fastheldinn á fjársjóð sveit-
arinnar, og var það ekkert einsdæmi. Þannig var það yf-
irleitt.
Það var vani Björns að ríða um sveitina að haustnótt-
um og húsvitja hjá þurfalingum sveitarinnar, vita hvern-
ig ástæður þeirra væru, og hvort úrbóta væri þörf yfir
veturinn, og gerði síðan sínar áætlanir.
Björn var vanur að koma að Nesi, enda óvíða verr
ástatt en þar. En honum hraus hugur við þessari miklu
ómegð þeirra Neshjóna. Og er hann kom þar og hitti
Eirík bónda, gat hann ekki á sér setið og orða bundist
um að húða Eirík út fyrir að unga út öllu þessu „stráka-
stóði“ á hreppinn.
En þessu tók Eiríkur ekki þegjandi og varð jafnan æf-
ur á móti á meðan hann gat nokkuð sagt. En honum
vildi vefjast tunga um tönn, er honum rann í skap, og
Heima er bezt 403