Heima er bezt - 01.11.1965, Page 21

Heima er bezt - 01.11.1965, Page 21
upp í póstferð, varð hann bráðkvaddur. En Gísli gamli lét ekki ferðina falla niður, heldur fór hana sjálfur og var þá áttræður.* 8. Eiríkur. Af honum hefi ég ekkert heyrt. 9. Jón, dó ungur af voðaskoti. 10. Árni kvæntist og bjó austur á Berufjarðarströnd, og hét bær hans á Ráðleysu. Mun það hafa verið eins konar tómthússbúskapur, og hann lifað mest á firðinum. Heyrt hefi ég getið tveggja barna hans: Eiríks bónda í Krosshjáleigu, talinn efnabóndi. Hann var tvíkvæntur og átti erfingja. 11. Vilborg var eina systir þeirra Nesbræðra. Hún giftist Einari á Felli á Langanesströndum, og veit ég ekkert um hana. 12. Jón dvaldi hér mestan hluta ævinnar, bjó á ýms- um stöðum, en aldrei lengi á sama stað. Fór hann þá í húsmennsku þess á milli, var mjög fátækur, en þáði þó aldrei af sveit, enda hafði hann létt heimili. Elín hét kona hans, talin mikil gæðakona. Þau eignuðust tvo drengi, sem ég heyrði getið. Var annar þeirra Kristján, sem ég held heizt að flutzt hafi til Vopnafjarðar. Hinn var Elí- as, síðar bóndi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal og á Hallgeirs- stöðum í Jökulsárhlíð. Elías ólst upp hjá Haraldi Briem á Rannveigarstöð- um til fullorðins ára, en mun hafa farið frá Haraldi, er hann flutti að Búlandsnesi og verið í vistum hér í sveit- inni, þar til hann flutti alfarinn upp á Hérað. Jón bjó víða, og fara af honum margar sögur smá- skrítnar. Fyrirhyggjulítill þótti hann og fremur grunn- fær. Ég sá Jón gamla einu sinni. Hann var þá fluttur upp yfir til Elíasar sonar síns. Hann var þá í heim- sókn til kunningjanna hér syðra sér til upplyftingar og ánægju. Hann átti hér marga góða kunningja og hafði verið sérstaklega vel liðinn, meinlaus maður og saklaus, en ávallt glaður og spaugsamur, en afskaplega kiðfætt- ur, og man ég strákurinn, hve mér þótti klofið á karlin- um skrítið! Heldur var hann sérkennilegur í máli og gjarn á öfugmæli. Jón talaði oft og mikið um Elías son sinn og var mjög hreykinn af honum, eins og mátti, eftir því sem ég heyrði af Elíasi sagt af kunnugum hér um slóðir, enda varð hann víðkunnur eystra.** Jón gamli mun hafa dáið um síðustu aldamót hjá Elíasi syni sínum á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. * Hér er ekki rétt með farið. Sjá Söguþætti landpóstanna II, bls. 263 og 267. Einar Bjöm, tengdasonur Gísla, drukknaði í Fjarðará, nýkominn úr póstferð. ** Sjá bókina „Á hreindýraslóðum", 210. bls. o. s. frv. „Elías var harðfrískur maður, göngugarpur mikill og skytta góð. Hann var lengi fylgdarmaður Daniels Bruun, landkönnuðsins danska. Telur Bruun Elías munu hafa verið mestu hreindýraskyttu ís- lenzka, sem sögur fara af.-----“ ELÍAS Á AÐALBÓLI Oft heyrði ég menn hér á reki Elíasar tala um hann með söknuði yfir því, að hann flutti héðan. Hann hafði verið góður félagi, glaðlyndur, traustur og áreiðanleg- ur, dugnaðarmaður, frískur og harðgerr og hvers manns hugljúfi. Orsökin til þess að hann dreif sig burt héðan, hefði verið tryggðarof, og þá tók hann þessa ákvörðun að fjarlægjast átthaga sína og æskuslóðir og flytja upp á Fljótsdalshérað. Tvær eftirminnilegar frásagnir um ferða-afrek Elías- ar, harðfengi hans og þrautseigju hefi ég heyrt gamla menn segja frá og telja minnisstæðar. Gerðist önnur þeirra, er hann fór á útmánuðum 1899 frá Aðalbóli um fjöll og heiðar suður í Skaftafellssýslu, en hin um hrakn- ing Elíasar í Knútsbyl, 7. janúar 1887, minnisstæðu ofsa- og aftakaveðri víðs vegar um Austurland. Verða þær sögur þó eigi raktar hér að þessu sinni. NESBRÆÐUR Gamalt fólk hér um slóðir heyrði ég oft minnast á, hve fátæklega þeir Nesbræður voru til fara á uppvaxtar- árum sínum, og myndi sú lýsing þykja átakanleg nú á tímum. Að minnsta kosti á sumrum voru þeir ekki að- eins klæðlitlir, heldur jafnvel algerlega strípaðir út um hvippinn og hvappinn á þönum. Voru þeir oft uppi á Múlahálsi í vegi fyrir ferðamönnum, sem um veginn fóru. Óframfærnir voru þeir ekki, og alvanalegt var að þeir bæðu ferðamenn, sérstaklega þó langferðamenn, að gefa sér bita. Þóttust drengirnir vita, að þeir væru sér- staklega vel nestaðir. Fóru þarna um stórar lestir Skaft- fellinga og jafnan margir í hóp í kauptíðinni áleiðis til Djúpavogs. Varð drengjunum þá oft gott til fanga, og eigi sízt er Öræfingar voru á ferðinni, sem voru vel nestaðir og alls ekki smátældr á að víkja þeim góðu. Líka lögðu þeir leið sína til næstu bæja, bæði Rann- veigarstaða og Múla, sem eru sinn hvoru megin við Nes. Á Múla var efnaheimili, og fengu þeir þar jafnan góð- an málsverð. Uppátektarsamir voru þeir bræður í ýmsu, og snemma beygðist krókurinn. Eitt sinn að haustlagi í sláturtíð kom einn Nesbræðra að kvöldi upp að Múla, og að því er þótti í ótrúlegu erindi. Var það stálpaður piltur. Fólk var útivið og konur í sláturönnum. En þau hjónin Sig- urður og Ingveldur voru ein inni. Drengur gerir sig heimakominn að vanda, enda kunnugur, og gekk í bæ- inn til herbergis þeirra hjóna. Sigurður lá uppí rúmi og reykti pípu sína, en Ingveldur sat fyrir framan hann og prjónaði. Drengur gengur til þeirra og ávarpar Sigurð bónda, að þeim skildist, og segir: „Stór bón, stór bón, ég bið þú gef mér Oddnýju.“ (Framhald á blaðsíðu 410). Heima er bezt 405

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.