Heima er bezt - 01.11.1965, Page 22

Heima er bezt - 01.11.1965, Page 22
ARNOLD J. TOYNBEE: Afríka - Me ginland í fæéingu Nýlenduvandamálið er að mestu úr sögunni, en í þess stað eru komin önnur viðfangsefni. Eitt hið mesta er hinn hættulegi mismunur milli ráðamannanna og þegnanna. að er ekki lengra síðan en á árunum milli heims- styrjaldanna 1919-1938 að svo virtist sem Afríka ætti enga sögu, og hefði ekki möguleika á að eignast hana í náinni framtíð, af því að hún var þá hjáleiga Vestur-Evrópu. Langmestur hluti Afríku laut þá einhverju þessara fjögurra ríkja: Frakklandi, Belgíu, Englandi eða Ítalíu. Hún var hjálenda þeirra, bæði pólitískt og efnahagslega. Á árunum 1936-1941, sem hin skammvinnu yfirráð ítala yfir Eþjópíu stóðu, voru einungis tvö sjálfstæð ríki í Afríku, Suður-Afríka og Líbería, og hvorugt þeirra var lýðræðisríki. í báð- um ríkjum var mikill meiri hluti innborinna Afríku- manna undirokaður af fámennum minnihluta innflytj- enda. í Suður-Afríku er hinn ráðandi minnihluti hol- lenzku- og enskumælandi menn af evrópskum ættum, en í Líberíu eru það Ameríku-negrar, sem flutzt hafa til Afríku. Enda þótt þeir séu afríkanskir að ætterni, og þannig komnir aftur til ættlands síns, eru þeir jafnfram- andi heimamönnum og hinir hvítu Suður-Afríkubúar í sínu Iandi. Suður-Afríka og Líbería hafa í engu breytzt á upp- drætti Afríku, nema að því leyti, að í Suður-Afríku hefur sundið milli drottnara og þræla bæði breikkað og dýpkað, og spennan milli þeirra aukizt vegna hinnar markvísu stjórnmálastefnu stjórnarklíkunnar. Alls stað- ar annars staðar hefur orðið bylting á uppdrætti Afríku síðan 1945. Einu leifarnar, sem eftir eru af nýlendum Evrópumanna, eru eignir Portúgala, og smáspildur þær, sem eru undir spænskri stjórn. Hinar víðáttumiklu ný- lendur Belgja, Breta, Frakka og ítala, sem settu áður svip sinn á kortið, eru horfnar, en í þeirra stað komin sjálfstæð Afríku-ríki, nema aðeins Suður-Rhodesía. Bretar eru tregir til að veita Suður-Rhodesíu fullt sjálfstæði, fyrr en innbornum mönnum, sem eru í mikl- um meirihluta, verði með stjórnarskrá veitt fullkomið jafnrétti við hvíta menn, og þeim tryggð hluttaka í þingi og stjórn í réttu hlutfalli við fjölda þeirra. Án þess, yrðu negrar Suður-Rhodesíu algerlega komnir upp á miskunn hins litla, hvíta minnihluta. Eins og nú standa sakir standa Suður-Rhodesía, Suð- ur-Afríka og nýlendur Portúgala fremst í sviðsljósi heimsmálanna í Afríku, af því að þar er háð lokabar- áttan í nýlendustefnu Evrópuþjóða í álfunni. Af öllum hinum vanþróuðu löndum Afríku, er það Suður-Rho- desía ein, sem virðist geta náð því, að innborinn meiri- hluti taki völdin án þess um ógnaröld verði að ræða í sambandi við valdatöku hans. I Suður-Rhodesíu er flokk- ur hvítra manna, sem nýtur álits og áhrifa, sem gerir sér ljóst, að þeir skuli vinna saman með hinum þeldökku Afríkumönnum. I portúgölsku nýlendunum og Suður-Afríku er út- litið alvarlegra, því að þar vinna yfirvöldin markvist að því að brjóta niður allar brýr, sem legið gætu til vin- samlegra samskipta þjóðanna. Sérstaklega virðist Suður- Afríka stefna beint að ægilegum harmleik. En þessi ríki, sem Evrópumenn ráða eru undantekning, og baráttan, sem hinn innborni meirihluti heyir, mun fyrr eða síðar leiða til sigurs, hvort sem hann verður unninn á frið- samlegan hátt eða með ofbeldisaðgerðum. Hin mikil- væga staðreynd í nútíma málefnum Afríku er, að í lang- mestum hluta álfunnar heyra yfirráð Evrópumanna til fortíðinni, og það kemur til að ráða úrslitum um fram- tíðina. Flest Afríkulönd hafa nú öðlazt sjálfstæði. Hin sam- eiginlega reynsla þeirra, að þau urðu að berjast ákaft fyrir sjálfstæði sínu, tengir þau saman. Og þetta er ekki sameiginleg reynsla þeirra einna, hin ungu Asíuríki hafa sömu reynslu að baki. Uppgjöf nýlenduvaldsins er ekki sérstætt Afríku fyrirbæri, það hefur gerzt um heim all- an. Þegar vér lítum á uppdrátt af allri jörðinni, og hversu skipt er löndum og höfum, virðist Afríka vera samstæð- ust allra heimsálfanna, og sú sem mest væri út af fyrir sig. Síðan Súez-skurðurinn var grafinn fyrir nærri því heilli öld, hefur Afríka raunverulega verið eyja. „Áf- ríka fyrir Afríkumenn,“ var því náttúrlegt vígorð for- ystumanna hinna nýfrjálsu þjóða, sem þeir æptu einum rómi, eftir að þær höfðu öðlazt sjálfstæði sitt. En tím- inn líður, og nú þegar evrópsk yfirráð heyra sögunni til, hefur vígorðið „Afríka fyrir Afríkumenn“ fengið tvíræða merkingu. Hvaða Afríkumönnum á álfan að heyra til er spurningin, sem ýmsir Afríkubúar hljóta að 406 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.