Heima er bezt - 01.11.1965, Page 24
salt á girðingunni milli hinna tveggja meginhluta Af-
ríku. Nú á dögum er Suður-Nigería kaþólsk eða mót-
mælendatrúar, en Norður-Nigería hefur verið Múham-
eðsland síðan á 11. öld, en í báðum landshlutum búa
negrar, og hvorugir mæla á arabisku. Suður-Súdan er
nú á svipuðu þróunarstigi og Suður-Nigería var fyrir
hálfri öld, eða jafnvel enn fyrr. Miklu mestur hluti
landsmanna stundar landbúnað. Hópur kristinna manna
og þeirra, sem eru handbendi kristniboðanna, er svo fá-
mennur, að hann er hvorki fær um að hefja bændafólkið
upp á stig nútímamenningar né safna Suður-súdönum
sem heild til varnar og sóknar gagnvart áhrifum norðan
að.
Þessi mikli munur á þróun og framförum Suður- Súd-
an og Suður-Nigeríu á rætur að rekja til legu landanna.
Suður-Súdan hefir dregizt aftur úr í þróuninni, af því
að landið er einangrað frá samskiptum við aðrar þjóðir
af hinum víðáttumiklu fenjum við Efri-Níl. Suður-
Nigería er skilin frá Norður-Afríku af eyðimörkinni
miklu, sem síðan er styrkt með regnskógum Vestur-
Afríku. Engir múhameðskir innrásarmenn hafa nokkru
sinni hætt á að brjótast gegnum þessa frumskóga til
strandar Vestur-Afríku. Hinsvegar hefir strandlengjan
verið opin gagnvart vestrænum áhrifum um langan ald-
ur. Það hófst þegar portúgalskir sjófarendur á 15. öld
komust framhjá löndum Múhameðsmanna með því að
sigla suður fyrir strendur Marokkós. Síðan hefir Vest-
ur-Afríka verið í beinu sambandi við hinn vestræna
heim, þar sem Suður-Súdan komst ekki í samband við
vesturlönd fyrr en 1898, eftir að Englendingar og Egypt-
ar lögðu landið undir sig.
, o o .
I báðum löndunum Súdan og Nigeríu er spenna milli
norður- og suðurhlutans, en þó er sitt háttað í hvoru
landi. í Nigeríu hefir suðurhlutinn völdin, en þar er
fólkið nýkristnað og hefir hlotið evrópska menningu,
en í norðurhlutanum eru menn Múhameðstrúar og langt
á eftir tímanum. í Súdan búa Múhameðsmenn í norður-
hlutanum, og þótt landið sé tiltölulega vanþróað enn,
þá er það í hraðri framför, og stendur langtum framar
en hið sérstaklega vanþróaða Suður-Súdan, og hefir ráð
þess í hendi sér. Hinn litli hópur suður-súdana, sem
hlotið hefir menntun sína frá kristniboðum, og hinn
fjölmenni, óupplýsti bændalýður landsins eru sammála
um að berjast af alefli gegn áhrifum Norður-Súdans,
bæði í trúarbrögðum, máli og menningu, en þeir vilja
meðal annars neyða upp á þá Arabisku sem skólamáli
í stað ensku.
í Suður-Súdan hafa verið gerðar tilraunir til að losna
undan valdi Norður-súdanmanna, en þær tilraunir voru
kæfðar með vopnavaldi. Síðastliðið ár rak Súdanstjórn,
en í henni eru eingöngu norðanmenn, alla erlenda
kristniboða, jafnt katólska og mótmælendur, frá Suður-
Súdan, á þeim forsendum að þeir reru undir skilnaðar-
hrevfinCTu í Iandinu. Eins og nú standa sakir, er ástand-
ið í senn hættulegt og hörmulegt. Suður-Súdanir eru
varnarlausir gegn herliði Norður-Súdan, en ef almenn
uppreisn brytist út í suðurlandinu, er mjög ólíklegt, að
hún yrði bæld niður með vopnavaldi, þegar þess er
gætt, hversu örðugt yfirferðar og víðlent Suður-Súdan
er. Papýrusflóarnir virðast vera öllu landi öðru hagstæð-
ari fyrir skæruherðnað, í samanburði við þá eru rís-
ekrur Suður-Vietnam hreinar skeiðbrautir.
Sókn norðanmanna til suðurs og óbilgirni þeirra
gagnvart óskum suðurbyggjanna um að lifa sjálfstæðu
lífi, verður að nokkru leyti skýrt sem viðbrögð gegn
þeirri pólitík, sem Bretar ráku í Súdan. Bretar bönn-
uðu kristnibóð í Norður-Súdan, og trúboð Múhameðs-
manna í Suður-Súdan. Þetta var í góðri meiningu gert.
Hin brezka umboðsstjórn vildi hlífa bændaþjóðinni í
Suður-Súdan gegn ágengni Norður-Súdana. En sam-
tímis vildu þeir ekki móðga Norður-Súdana, sem höfðu
verið Múhameðstrúar síðan á 14. öld með því að leyfa
kristniboðum að rækja störf sín þar. Það er hægt að
vera hygginn eftir á, og nú getum vér séð, að það hefði
verið skynsamlegra að leyfa bæði kristnum og múham-
eðskum trúboðum að freista gæfunnar tálmunarlaust
jafnt í báðum landshlutum. Einnig má sjá það, að fyrst
Bretar höfðu gefið kristnum trúboðum einkaleyfi til
trúboðs í Suður-Súdan, hefði það verið rökrétt fram-
hald, þegar lönd þessi voru gefin frjáls, að gera Suður-
Súdan að sjálfstæðu ríki, en ekki að afhenda það misk-
unn Norður-Súdana, eins og Bretar raunverulega gerðu.
Þannig bera Bretar, þrátt fyrir góðan tilgang sinn, að
nokkru leyti ábyrgð á því óheillaástandi, sem nú ríkir
í Súdan.
Engu að síður má svo vera, að hinn rótgróni fjand-
skapur milli Norður- og Suður-Súdanbúa eigi sér enn
eldri og dýpri rætur, sem raktar verða til náttúru lands-
ins. Til Norður-Súdan er auðfarið frá neðri Nílardaln-
um — og þannig hafði landið komizt í snertingu við
egypzka menningu meira en þúsund árum fyrir Krists
burð. Hinsvegar var Suður-Súdan, eins og þegar hefir
sagt verið, einangrað af fenjum Efri-Nílardalsins, og
landið var fyrst opnað fyrir samskiptum við aðrar þjóð-
ir í byrjun 20. aldar. Með öðrum orðum: Norður-Súd-
an hefir haft 3500 ár í forgjöf, til þess að komast í
kynni við menninguna, og enn í dag heyra landshlut-
arnir til tveimur gjörólíkum öldum. En á sama tíma
hefur samgöngutækni nútímans numið brott fjarlægð-
irnar, svo að farið verður á milli Norður- og Suður-
Súdan á fáum klukkustundum. Á síðastliðnu vori ferð-
aðist ég ásamt konu minni á þessum slóðum. í þrjá og
hálfan dag siluðumst við með bát frá Juba við suður-
enda fenjanna til Malakal nyrzt í þeim. Þar stigum við
upp í flugvél og innan klukkustundar vorum við yfir
baðmullarekrunum í Jazirah í Norður-Súdan milliHvítu
og Bláu Nílar. En ekrur þessar eru nú orðnar mikilvæg-
ur þáttur í heimsframleiðslunni. En á leiðinni með bátn-
um um Suður-Súdan höfðu heimamenn komið niður að
lendingarstöðunum til að sjá bátinn og farþegana. Þeir
gengu naktir eins og Adam var fyrir syndafallið. Hinn
eini klæðnaður, sem þeir báru voru armhringar úr mess-
408 Heima er bezt