Heima er bezt - 01.11.1965, Side 26
agar
L-itm minningabók Jóns H. Þorbergssonar, Ævi-
daga, farast Snæbirni Jónssyni þannig orð í
) kunningjabréfi 30. júní 1965:
„Enginn mundi neita því, að miklu og merki-
legu ævistarfi hefði Jón skilað, þó að hann hefði aldrei
skrifað endurminningar sínar, en þó er það sannast sagna,
að mikið átti hann óunnið meðan hann hafði enn ekki
skrifað Ævidaga. Það fer ekki hjá því, að sú bók verði
jafnan talin ein hinna merkustu er út komu á árinu 1964,
og ávallt verður hún eitt af heimildarritunum um ís-
lenzka menningu og íslenzka menningarbaráttu á fyrra
hluta tuttugustu aldar. Hún er um það efni mikil og
næsta sérstæð fróðleiksnáma. Og hún kemur víða við og
geymir margan þann fróðleik, sem ekki er annars staðar
að finna. í henni rekumst við á margan þann fróðleik,
sem okkur hefði ekki órað fyrir að þangað væri að sækja.
Og aldrei er það að efa, að höfundurinn ástundar að
segja sannleikann, hreinan og afdráttarlausan, um hvaða
efni sem hann fjallar.
Þvílíkur lærdómur að kynnast baráttu þeirra manna,
sem á þrem fyrstu áratugum þessarar aldar voru að leit-
ast við að hefja lífið í sveitum þessa lands á hærra menn-
ingarstig. Þar er saga sem ungri kynslóð væri hollt að
kynnast. Háttum er nú svo gerbreytt frá því sem þá
var. „Kalt mundi frúnni að klifra um fjöll í klakaspor
ekkjunnar Iátnu.“
„The proper study for man is man“, sagði einn af
frægustu rithöfundum Englendinga á átjándu öld. Og
þó að bók þessi geymi geysimikinn fróðleik af því tægi,
sem nú var að vikið, þá er ekki minna um vert að kynn-
ast í henni höfundinum sjálfum. Þarna segir mjög sér-
stæður maður sögu sína, síns ytra lífs og síns sálarlífs.
Hann segir hana blátt áfram, segir hana hispurslaust og
án nokkurs mikillætis. En skyldu þeir verða margir les-
endur hennar, sem við sjálfsprófun yfir lestrinum geta
með einlægni sagt við sjálfa sig: „Þetta hefði ég ósköp
vel getað gert líka“? Ég trúi því ekki. Það er ætlun mín,
að á mörgum stundum í ævi þessa manns hafi hann þurft
á að halda því hugrekki, því þreki og þeirri ráðsnilld,
sem tiltölulega fáum er gefin. En hann treystir því allt-
af, að forsjónin muni láta vel úr rætast fyrir sér. Og hon-
um verður alltaf að þessu trausti sínu. Nærri má geta
hvílíkur styrkur honum hefur orðið þetta.
Segja má að frá höfundarins hendi hafi þessari bók
verið þannig háttað, að ekki þurfti á bókarbót að halda.
En alltaf tökum við fúslega á móti því sem gott er. Og
það er sannarlega ekki lítil bókarbót að þeim fjölda
mynda sem hér eru prentaðar. Hver ein og einasta á er-
indi inn í bókina.
Já, þetta er góð bók og merkileg. Og gott var að henni
var látin fylgja ítarleg nafnaskrá, sem eykur notagildi
hennar.“
Hjónin á Hærukollsnesi
Framhald af blaðsiðu 405.----------------------
Sigurður hváði og spurði konu sína, hvað drengurinn
væri að biðja um, hvort hann væri að biðja um stóra
spóninn? En drengur endurtók nú beiðni sína:
„Stór bón, stór bón, ég bið þú gef mér Oddnýju.“
„Ekki á ég hana Oddnýju,“ svaraði Sigurður. „Þú
verður að biðja hana Katrínu um hana.“ En Katrín var
húskona þarna, og Oddný dóttir hennar, þá stálpuð. En
svo spurði Sigurður:
„En hvað hefur þú, auminginn, að gera við konu?
Ekki getur þú séð fyrir konu.“ En þá svarar drengur:
„Ég konu, þú konu þig!“ En þetta átti víst að útleggj-
ast þannig:
„Ég get átt konu alveg eins og þú!“
Eins og oft vill verða um þá, sem eru hálfgerð oln-
bogabörn lífsins fara þeir ekki varhluta af ýmsu aðkasti
frá samtíð sinni, svo sem uppnefni og fleira þess háttar.
Þannig var og um þau Neshjón. Eiríkur var t. d. kallað-
ur „Eiríkur heimski“ og „Eiríkur dót“, en Katrín hlaut
viðurnefnið „forklæða-Katrín“. Hlaut hún þá nafngift
sökum þess, að hún hafði farið í ferðalag og haft lélegt
forklæði (átti auðvitað ekki annað). Var henni svo gef-
ið nýtt forklæði einhvers staðar á leiðinni, en stakk því
niður og notaði það gamla framvegis á leiðinni, og var
það lagt út á verri veg, eins og títt er.
Þetta frásagnarhrafl sem hér er rifjað upp um þau
Neshjón og syni þeirra er að mestu leyti eftir frásögn-
um þeirra Ragnheiðar Guðmundsdóttur frá Starmýri,
ömmu minnar, og Kristínar Jónsdóttur, fóstru minnar.
En Ragnheiður mundi þau Neshjón vel, enda var hún á
líku reki og börn þeirra og í sömu sveit. En mildð af
minningum þessum hefur fallið í gleymsku sökum þess,
hve seint ég fór að rifja þetta upp og verður því ekld
umbætt.
410 Heima er bezt