Heima er bezt - 01.11.1965, Side 27

Heima er bezt - 01.11.1965, Side 27
Menntasetur í strjálbýlinu VI. LAUGARVATNSSKÓLI. (Framhald). Þá kemur hér næst ofurlítil ástasaga, sem birtist í skólablaðinu árið 1958. Höfundur er Gísli Þórðarson. Sagan heitir ÆVINTÝRI VORKVÖLDSINS. Það er yndislegt vorkvöld. Sólargeislarnir gbtra á sjávarfletinum og varpa endurskini sínu inn yfir strönd- ina. Ofan úr skógarjaðrinum er sjórinn á að líta eins og logagyllt bál, þar sem sólargeislarnir gylla sjávarflötinn. Uppi í skógarkjarrinu brakar í þurru lynginu undan skrefum ungs manns, sem gengur í hægðum sínum, stanzar og horfir út á sjóinn. Hvílík náttúrufegurð! Halldór, en svo heitir ungi maðurinn, er gagntekinn af allri þeirri kyrrð, sem fylgir hinum sumarsælu síð- kvöldum. Skyndilega hrekkur hann upp úr hugleiðingum sín- um. Hvað var hann eiginlega að hugsa? Halldór lítur á úrið. Klukkan er 15 mínútur yfir tvö og hann, sem átti að vera kominn klukkan tvö. Sízt hefði honum dottið í hug, að hann myndi gleyma að vera kominn á réttum tírna, þegar um stefnumót var að ræða. Hvað skyldi hún nú hugsa um hann? Ofboðsleg sálarkvöl gagntekur Halldór. Hvað skyldi nú taka til bragðs? , " O I hugsunarleysi hleypur hann af stað. Mjúklegar hreyfingar hans og liðlega vaxinn líkaminn ber vott um fjaðurmagn og yndisþokka. Hvert skref er öruggt og ákveðið. Án þess að rekast á grein, eða hrasa um trjá- boli, sem liggja á víð og dreif um kjarrið, þýtur Hall- dór áfram. Fyrir eyrum hans ómar aðeins eitt orð: — Ájram — ájram. Dökkur hárlokkur hefur fallið fram á hátt og hvelft ennið. Á sólbrúnu andlitinu hafa mynd- azt svitadropar. Djúpu, dökku augun hans eru skær, en einstöku sinnum bregður fyrir leiftri í þeim. Út frá augnakrókunum hafa myndazt ákveðnir drættir. Nú nálgast hann ákvörðunarstaðinn. Ósjálfrátt eykur Hall- dór hraðann. Á næsta andartaki stanzar hann hjá litlu rjóðri. Án þess svo mikið sem brak eða brestur heyrist, læðist hann áfram, þar til hann er kominn inn í mitt rjóðrið. Hann er þarna kunnugur. Orðin koma af vör- um hans eins og úr fjarska: „Farin — jarin.íl Með æðisgengnu fáti grípur hann um trjágrein og hristir hana óþyrmilega. „Mikill bölvaður asni get ég verið,“ verður Halldóri ósjálfrátt að orði. Loks virðist hann ranka við sér. Hann lítur niður í grasið. Nýstigin mannsspor, för eftir lítinn fót. Hún hafði þá verið hér fyrir stuttu. Halldór er þaulvanur að rekja spor. Hann athugar gaumgæfilega öll verksummerki. Svo gengur hann í öfuga átt við þá, sem hann kom úr. Sólin er horf- in niður fyrir sjóndeildarhringinn, og það er að koma náttfall. Tveir skuggalegir hrafnar koma ofan úr fjall- inu og fljúga vestur yfir mýrarflákann, þögulir með þungum vængjatökum, og hverfa síðan án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð. Svo ríkir þögnin ein. Halldóri gengur greiðlega að rekja sporin. Við og við stanzar hann og hlustar, en ekkert hljóð heyrist, nema niðurinn í ánni, sem hann nálgast. Hann er nú kominn út úr skóg-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.