Heima er bezt - 01.11.1965, Síða 29

Heima er bezt - 01.11.1965, Síða 29
fullorðna fólkið, og ég varð því að reyna að mynda mér sjálfstæða skoðun um málið. Og sú sjálfstæða skoðun varð fljótiega til. Þetta hlaut eitthvað að vera bundið við fæturna, og ég ákvað að gera tilraun í sambandi við mína skoðun. Einn góðan veðurdag gekk ég inn í saumastofuna í þessum tilgangi. Ég hafði ákafan hjartslátt af spenningi, og bjóst við einhverjum undursamlegum árangri. Stúlk- urnar ýmist sátu eða stóðu í kringum langt borð, er var í miðri stofunni. Ég hugðist gera tilraunina á þeirri stúlkunni, sem mér leizt bezt á. Ég læddist undir borðið í áttina til hennar, og þegar ég kom þétt að henni, greip ég báðum hönd- um um annan fót hennar og kippti honum snöggt upp. Stúlkan rak upp óp, missti jafnvægið og féll aftur á bak á gólfið. Um leið heyrðist brothljóð mikið, en ekki í stúlkunni, sem betur fór, heldur hafði hún fellt um koll lítið hornborð, en á því stóð brjóstlíkan úr gipsi af Amor — ástaguðinum. Það lá nú í þúsund molum á gólfinu umhverfis stúlk- una. Brjóstlíkanið var vinargjöf til foreldra minna og þeim mjög dýrmætt. En ég slapp við refsingu, þegar ég útskýrði ástæðurnar fyrir þessu tiltæki mínu. Fullorðna fólkið átti sökina. En ég gerði ekki fleiri tilraunir í þessa átt, fyrst um sinn. Á fjórurn til fimm síðustu árum hefur mikið verið rætt um dansinn og unga fólkið. „Tjúttið„rokkiða og „tvistiða hefur fengið sína ómildu dóma, náð hámarki í útbreiðslu og dalað aftur. Nú er mest rætt um hljóm- sveitirnar og danslögin, en ekki dansinn sjálfan, og Bítlamúsikin svonefnda hrífur æskulýð um víða veröld. En fyrir tveimur til þremur áratugum var líka rætt um dansinn og unga fólkið. Hér birtist ritgerð frá árinu 1943 eftir unga stúlku í Laugarvatnsskóla. Ritgerðina nefnir hún Vangadans, og virðist vera all-hörð og ströng í dómum, og finnur lítið ánægjulegt við vangadansinn, sem þá var mjög í tízku hjá ungu fólki og jafnvel þótt fólkið væri vel fullorðið. Og það held ég að dansfólki á þeim árum hefði fundizt það þunnt að fá ekki að snerta hvort annað nema með höppum og glöppum á dansgólfinu eins og leikurinn gerist í „tvistinu“. VANGADANS Á skólafélagsfundi í vetur var lögð fyrir mig spurning, sem var svohljóðandi: „Hvaða álit hefur þú á vanga- dansi, og telur þú hann nægilega uppbót á Stóradómi*?a Þessari spurningu gat ég ekki svarað á fundinum, enda *) í gamanmálum var bann við heimsóknum á herbergi í heimavist, eftir vissan tíma á daginn, nefnt Stóridómur. kom hún alveg flatt upp á mig, og sagðist ég þá skyldi reyna að svara henni síðar. Þegar það svo féll í minn hlut að skrifa eitthvað í skólablaðið, fannst mér það alveg tilvalið að svara þessari spurningu. Vona ég að spyrjandinn sjái þetta svar mitt og fái þannig svalað forvitni sinni í þessum efnum. Á vangadansi út af fyrir sig, hef ég alls ekkert álit, hvorki illt né gott, og satt að segja er hann eitt af þeim undrum, sem ég hef aldrei skilið. Ég get því miður ekki rætt þetta frá sjónarmiði þeirra, sem reynsluna hafa í þessari list, og verð því að líta á vangadansinn með aug- um áhorfandans, og dæma hann eftir því. Finnst mér hann þá fyrst og fremst úr hófi kjánalegur, og oft á tíðum reglulega hlægilegur. Ég tala nú ekki um, þegar svo óheppilega vill til, að herrann er hár, en daman lítil, eða þá öfugt, að stúlkan er hærri og verður þá að hafa erfiðið af því að beygja sig. Þá hef ég oft hugsað um það, hvað fólk meini með því að leggja saman vangana í dansi, eða hvort það meini annars nokkuð með þessu. Ekki get ég ímyndað mér, að um nokkra hrifningu sé að ræða, þar sem kannski sami herra dansar vangadans við margar dömur sama kvöldið, sína í hvert skiptið auðvitað, og sama stúlkan dansar vangadans við marga sama kvöldið? En sé þetta af eintómri hrifningu, eins og margir vilja halda fram, og reyna að réttlæta þennan óvana með því, þá finnst mér það ákaflega ómennskulegt að hengja til- finningarnar þannig utan á sig, og þar að auki tel ég það ekki hina réttu leið, til að láta þær í ljós. Mér detta í hug orð, sem kona nokkur sagði, er dans- aði mikið á sínum yngri árum, og gerir enn. En hún sagði við mig fyrir nokkru eitthvað á þessa leið, að sér fyndist ósköp eðlilegt, ag fólk nú á dögum dansaði vangadans, því að margir af þessum nýju dönsum, væru svo hægir og letilegir, að það rynni eins og nokkurs- konar mók á mannskapinn, og hann fengi óviðráðanlega löngun til að halla sér. Og þá væri auðvitað ósköp eðli- legt, að hver og einn hallaði sér að því, sem næst væri. En hvort þessi kona hefur haft rétt fyrir sér eða ekki, get ég ekki sagt um. En vangadans er að mínu áliti ljótur og leiður óvani, sem hver maður, er vanda vill fram- komu sína, ætti að leggja á hilluna og venja sig af. — Og margir eru þeir, sem dæma manninn nokkuð eftir því, hvernig hann ber sig til á dansgólfi, og það ekki að ástæðulausu. Þá hlýtur hver maður að telja það ósvífna ókurteisi af herra, að dansa þannig við dömu sína, að hún annaðhvort neyðist til að dansa við hann vangadans eða hún verður að reigja sig svo aftur á bak, að hún fær ríg í hálsinn. í þeim tilfellum er langauð- veldast, og sjálfsagt fyrir dömuna, að leiða herrann til sætis. En því miður eru einnig til þær stúlkur, sem bera sig þannig til í dansi, að herrann verður að gjöra var- úðarráðstafanir til að forðast vangadans. En þá er bara fyrir hann að nota sama ráð og áður er nefnt, að leiða stúlkuna til sætis og láta hana sigla sinn sjó. Síðari hluta spurningarinnar, hvort ég telji vangadans Heima er bezt 413

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.