Heima er bezt - 01.11.1965, Síða 30
Frá Laugarvatni.
nægilega uppbót á Stóradónii er fljótsvarað, því að
þennan ósið tel ég hvorki uppbót á Stóradómi né öðru.
Þá kemur hér að lokum smá saga, sem heitir: Sá, setn
bindur sár annarra, gleymir sínmn eigin. Höfundur
skrifar undir dulnefninu Þröstur. Þetta er athyglisverð-
ur þáttur saminn af ungum manni. Fyrirsögnin er tákn-
ræn.
Þessi þáttur birtist í skólablaðinu 1935.
SÁ, SEM BINDUR SÁR ANNARRA,
GLEYMIR SÍNUM EIGIN
Saga þessi gerðist að vetri til. Það var þremur dögum
fyrir jól, að Jón gamli á Hamri ætlaði að fara í kaup-
stað, til að sækja til jólanna. Það var fjögra tíma gang-
ur frá Hamri í kaupstaðinn. Jón fór því snemma af stað
að heiman um morguninn, til þess að lenda ckki í myrkri
á heimleiðinni.
Jóni gekk vel að afgreiða sig í kaupstaðnum, en farið
var að skyggja, þegar hann lagði af stað heim til sín,
mcð dálítinn poka á bakinu. Veðrið hefði verið milt og
gott allan daginn, og gangfæri var frcmur gott. En þó
\ ar nokkur lausamjöll. Þcgar Jón var kominn hálfa lcið
heim, tók að snjóa. Fyrst duttu snjókornin með hægð
niður á jörðina, en brátt fór að hvessa og eftir litla stund
var kominn á blindbylur. Jón gamli fór nú að verða
stórstígari, því að hann vissi, að það var ekkert gaman,
að komast í kast við höfuðskepnurnar, þegar þessi hlið-
in vissi að. Jón hélt nú áfram, eins hratt og hann gat,
en eftir nokkra stund var hann orðinn villtur, og það
bætti ekki úr að færðin versnaði svo, að varla var hægt
að komast áfram.
Jón hafði verið inikið karlmenni á sínum yngri ár-
um, en nú fannst honum eins og hann vera öllum heill-
um horfinn, einn og villtur í þessu veðri. En ekki dugði
annað en halda áfrain meðan þróttur entist, og það
gerði hann Iíka.
Nú fór að hvessa enn meira og snjókoman fór að
sama skapi vaxandi, og var nú Jón orðinn svo magn-
þrota, að hann ætlaði að fara að leggjast fyrir.Nei! Hvað
var þetta? Hann rak fæturna í citthvað, og það undar-
legasta var, að þetta var maður, sem var yfir kominn og
örmagna af þreytu og lagstur fyrir. Það var eins og
Jón gamli glcymdi öllum erfiðleikum og þreytu. Hann
sá það eitt, að þarna var maður, sem þurfti hjálpar við,
og var enn verr á sig kominn, en hann sjálfur. Þetta gaf
honum svo mikið þrek, að hann tók manninn, sem lagst-
ur var fyrir, upp á herðar sér og byrjaði á nýjan leik
að brjótast áfram í ófærðinni. Þegar hann hafði haldið
áfram um stund, sá hann rofa fyrir Ijósi skammt frá sér.
Er hann hafði gcngið um stund á Ijósið, birti ofurlítið,
414 Heima er bezt