Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 35
an inn í húsið. Nanna skiptir um föt í skyndi og hraðar
sér svo ofan í eldhúsið. Það er komið fast að kvöldverð-
artíma, og skyldustörfin kalla á ný heima.
Feðgarnir hafa nú losað farangurinn úr bifreiðinni,
og iMagnús nær því næst tali af Erlu, og síðan ekur hann
ásamt börnum sínum til sjúkrahússins í heimsókn til frú
Klöru.
Á meðan þau eru fjarverandi framreiðir Nanna ljúf-
fengan kvöldverð og skreytir borðið með angandi blóm-
um utan úr garðinum. Hún vill að kvöldborðið sé með
dálitlum hátíðarbrag að þessu sinni, enda sunnudagur.
Að heimsóknartímanum loknum ekur Magnús lög-
maður strax heim aftur með börnum sínum. Kvöldverð-
urinn bíður þeirra á borðinu, og blómin anga á móti
þeim, er þau ganga inní borðstofuna. Oll finna þau að
hér er hátíð í vissum skilningi, og í þögninni á bústýr-
an unga heita aðdáun þeirra allra. Hún býður þeim
kurteislega að venju að gera svo vel og sezt síðan sjálf
að snæðingi með þeim.
Magnús lögmaður tekur ilmandi kjötrétt á disk sinn
og spyr síðan glaðlega:
— Jæja, hvernig gekk svo Þórsmerkurferðin, bömin
góð?
— Alveg eins og óskað var í upphafi, pabbi minn,
svarar Snorri, og fallega brosið hans breiðist yfir andlit
hans, heitara nú en nokkru sinni áður, og hann getur
ekki stillt sig um að líta til Nönnu, um leið og hann
svarar föður sínum, og augu þeirra mætast fáein andar-
tök. En það fer alveg framhjá föður hans, hve skýrt má
lesa ást og hamingju úr augum þeirra beggja, er þau
mætast, hann hefur ekki minnsta grun um neitt samband
þeirra á milli.
— Það þykir mér vænt um að heyra, að þið hafið not-
ið vel þessarar útilegu, enda var til þess ætlast, segir hann
þýtt og alúðlega.
— En hvernig hefur þú það hérna heima í fjarveru
okkar? spyr Snorri.
— Ágætt á allan hátt. Bústýran sá fyrir því, að mig
skorti ekki neitt. Og ég undi mér bara vel í einverunni.
— Það var gott. En nú er þessi dásamlega helgi senn á
enda, og ég þarf að vera kominn suður á flugvöll fyrir
klukkan átta í fyrramálið.
— Ég skal aka með þig þangað í tæka tíð, góði minn.
— Þakka þér fyrir það, pabbi minn.
— Hvað heldur þú að það verði nú langt, þangað til
þú kemur hingað til okkar næst? spyr faðir hans.
— Það veit ég ekki nú, en ég vona að ekki verði langt
til næstu endurfunda. Síðustu orðin segir Snorri með
nýjum hljómblæ í röddinni, sem bústýran unga skynjar
ein, enda á hún hann, sem orðin segir.
Að kvöldverði lolcnum setjast feðgarnir inní dagstofu
og hlusta á útvarpið, en Erla býðst til að hjálpa Nönnu
við uppþvottinn af kvöldverðarborðinu. Stundin líður
fljótt, og að þessu sinni eru allir á heimilinu samtaka í
því að ganga snemma til hvíldar.
Þegar kvöldkaffið hefur verið drukkið, bjóða feðg-
arnir strax góða nótt og halda svo til svefnherbergja
sinna, en ungu stúlkurnar Ijúka í flýti við eldhússtörfin
og hraða sér svo einnig upp og hátta. Brátt tekur draum-
sæl nóttin allt og alla í faðm sinn og andar djúpum friði
um himin og jörð.
Um leið og fyrstu geislar rísandi sólar boða nýjan dag,
fer Nanna hljóðlega ofan í eldhúsið til starfa. Hún ætl-
ar að framreiða morgunverð svo snemma að þessu sinni,
að Snorri geti borðað, áður en faðir hans ekur honum
til flugvallarins. Og þess vegna hefur hún tekið daginn
miklu fyrr en venjulega. Störfin leika í höndum hennar,
og er feðgarmr koma inní borðstofuna samtímis, er hún
að ljúka við að raða síðustu vistunum á borðið. Þeir
bjóða henni góðan dag, og síðan segir Snorri brosandi:
— Þú hefur vaknað tímanlega á þessum morgni, hús-
móðir góð, rjúkandi morgunverður kominn á borðið
svona snemma.
— Ég fór líka snemma að sofa í gærkvöld, svarar
Nanna smáglettin á svip.
— Já, það segir víst alltaf til sín, þegar nóttin er not-
uð til þess að sofa. Brosandi augu þeirra mætast, og þau
segja það, sem þögnin dylur, en svo býður Nanna feðg-
unum að gera svo vel og gengur síðan fram í eldhúsið.
Feðgarnir setjast til borðs og snæða morgunverðinn.
En strax að því loknu segir Magnús við son sinn:
— Jæja, góði minn, okkur veitir víst ekki af að fara
að leggja af stað, tíminn er orðinn svo naumur.
— Já, ekki vil ég verða á eftir áætlun. Erla systir er
líklega ekki vöknuð, svo ég geti kvatt hana.
— Ekki býst ég við því. Hún er ekki vön að láta
klukkuna vekja sig á morgnana fyrr en átta til hálf níu.
— Ég bið þig að skila beztu kveðju minni til hennar,
og segðu henni að ég hafi ekki haft tíma til að vekja
hana.
— Já, ég skal skila því.
Feðgarnir rísa á fætur og ganga fram í eldhúsið, en
þar er Nanna fyrir. Þeir þakka henni fyrir matinn, og
síðan heldur Magnús leið sína fram í forstofuna og
klæðir sig í frakkann. En ungi flugstjórinn dvelur kyrr
í eldhúsinu, hann á eftir að kveðja. Hjarta hans titrar af
ást, en þessi fyrsta kveðjustund með unnustunni má
ekki vekja neina grunsemd hjá föður hans. Hann vill
eiga leyndarmál þeirra svolítið lengur, án þess að for-
eldrar hans viti, þótt hann óttist ekkert frá þeirra hálfu,
enda tæki hann enga mótstöðu til greina.
Um leið og Magnús lögmaður hverfur fram úr eld-
húsdyrunum, eru þau tvö sameinuð í föstum armlög-
um, tíminn er naumur, en sælan er því dýpri, og kveðju-
orðin drukkna í brennheitum kossum.
— Nanna, ástin mín, Guð geymi þig, hvíslar ungi
flugstjórinn í flýti meðan armlög þeirra greiðast sund-
ur, og síðan gengur hann rösklega fram úr eldhúsinu.
Hann má heldur ekki seinna koma, faðir hans stendur
ferðbúinn í forstofunni. Þeir hraða sér síðan út í bif-
reiðina og aka á brott.
Nanna snýr ötul að heimilisstörfunum, og aldrei hef-
Heima er bezt 419