Heima er bezt - 01.11.1965, Side 36

Heima er bezt - 01.11.1965, Side 36
ur starfið leikið eins létt í höndurn hennar og nú. Hún er ástfangin og elskuð. — En hve lífið getur verið dá- samlega fagurt. Yfirlæknir sjúkrahússins hefur veitt frú Klöru heim- fararleyfi, en heilsa hennar er enn á því stigi, að hún má ekkert á sig reyna né vinna, og ekki verða fyrir neinum æsandi geðbrigðum. Taugar hennar hafa enn ekki náð sér að fullu eftir hin miklu veikindi, og þola því hvorki andlega né líkamlega áreynzlu. En með nægilegri hvíld og fullkominni ró gefur læknirinn henni góða von um fullan bata. Og með því að hlýða í öllu fyrirskipunum hans, telur yfirlæknirinn óhætt að hún fari þegar heim af sjúkrahúsinu, enda sækir frú Klara það mjög fast. Það er bjartur sunnudagur þegar Magnús lögmaður ekur til sjúkrahússins til þess að sækja konu sína og flytja hana heim. Hann hefði raunar kosið að hún næði enn meiri bata, áður en heimfararleyfi væri veitt, en hann veit að þetta vill hún eindregið sjálf, og hann þekkir vel ósveigjanlegan vilja eiginkonu sinnar. Nanna undirbýr allt fyrir heimkomu frúarinnar sem bezt hún má, og sparar hvorki krafta sína né kunnáttu. Hún hefur aldrei séð frú Klöru nema á myndum, sem til eru af henni á ýmsum aldri og prýða heimili hennar, og eftir þeim að dæma er frúin mjög glæsileg kona. Afagnús lögmaður hefur sagt Nönnu hreinskilnislega, hvemig heilsufari konu sinnar sé háttað, og Nanna hef- ur einlægan hug á því að gera fyrir frúna allt sem í sínu valdi stendur og taka fullt tillit til heilsu hennar, verði hún beðin að starfa eitthvað lengur á heimilinu, eftir að frúin er komin heim, og það er Nanna fús til að gera. En hún veit ekkert um, hvað frúnni kann að finnast um þetta, eftir að hún er sjálf heim komin. Ef til vill æskir hún annarrar húshjálpar, og Nanna er ekki ráðin neinn vissan tíma. Magnús lögmaður stöðvar bifreið sína heima við hús- ið og hjálpar konu sinni út úr henni, og ganga svo hjón- in saman inn í húsið. Nanna kemur fram í forstofuna samtímis því er hjónin ganga þangað inn og mætir þeim þar. Þau nema öll staðar, og nú stendur unga bústýran í fyrsta sinn frammi fyrir frú Klöru. Þær virða hvor aðra fyrir sér andartak, og Nanna verður ekki fyrir von- brigðum með glæsileik frúarinnar. Frú Klara tekur snöggt í hönd Nönnu og segir með virðulegri reisn: — Komið þér sælar. — Sælar. Velkomin heim. — Þökk fyrir. — Þetta er nú Nanna, bústýran okkar, segir Magnús lögmaður við konu sína og lítur hlýlega til Nönnu. — Ég veit það, svarar frúin áhugalaust og heldur áfram inn í dagstofuna án þess að veita Nönnu frekari athygli. Magnús fer á eftir konu sinni, en Nanna hraðar sér upp á loft, því þangað á hún erindi. Eftir skamma stund kemur Erla heim til hádegisverð- ar. Hún gengur fyrst inn í opna dagstofuna til foreldra sinna, heilsar móður sinni innilega og fagnar heimkomu hennar með barnslegri gleði. En svo spyr hún formála- laust: — Verður Nanna ekki hérna kyrr eitthvað lengur, þó að þú sért komin heim, mamma mín? — Ég veit ekkert um það ennþá, en ég þarf að hafa vinnukonu eitthvað fyrst um sinn. — Elsku mamma mín, biddu Nönnu að vera hér, það er ekki til betri stúlka en hún. — Svona, svona, barnið gott, ég sé nú til hvað setur. — Ætli við biðjum ekki Nönnu að hjálpa mömmu þinni, á meðan hún er að hressast betur, Erla mín, það er rétt hjá þér, að við fáum varla betri stúlku en hana, svarar Magnús lögmaður með sínum venjulega hlýleika. Þær hafa verið svo samrýndar eins og systur, ungu stúlk- urnar, segir hann við konu sína. — Erla hefur eitthvað sagt mér frá því áður, svarar frú Klara dauflega. Klukkan slær nú tólf á hádegi, og fjölskyldan gengur stundvíslega saman til borðstofu, þar sem hádegisverð- urinn bíður nú framreiddur með veizlusniði, að þessu sinni í tilefni af heimkomu frúarinnar. Og oft hefur Nönnu tekizt vel með veizluborðin sín, en sjaldan þó betur en einmitt núna, og frú Klara getur ekki annað en dáðst að því í huga, hve vel og smekklega maturinn er framreiddur, og er hún þó góðu vön. En ekki hefur hún samt orð á þessari aðdáun sinni við neinn. Þau setjast nú öll saman að snæðingi og njóta ríku- lega hinna fjölbreyttu ljúffengu rétta, sem sannfæra frúna enn betur um snilli ungu bústýrunnar á þessu sviði hússtjórnarinnar, og hún er vel ánægð með þetta fyrsta borðhald á heimili sínu eftir hina löngu fjarveru á sjúkrahúsinu. Strax að loknum hádegisverði leggur frú Klara sig til hvíldar í dagstofunni, en Magnús lögmaður og Erla fara út í bæ til sinna starfa, og Nanna er ein að störfum í eld- húsinu að vanda. En frú Klara ann sér ekki langrar hvíldar að þessu sinni. Hún rís brátt á fætur aftur og tekur sér nú fyrir allsherjar rannsóknarför um allt húsið og athugar vand- lega hvern krók og kima, hún ætlar að ganga hreinlega úr skugga um hve vel bústýran hefur hirt húsið sjálft og haldið þar öllu í röð og reglu í fjarveru hennar. Og líki henni það samanborið við hádegisverðinn áðan, þá ætlar hún sjálf að biðja Nönnu nú þegar að starfa eitt- hvað lengur á heimilinu, á meðan hún sjálf er að ná sér betur eftir veikindin. Og frú Klara er sannfærð um það að lokinni rannsókn sinni, að betri hirðu og reglusemi sé ekki hægt að hafa, því heimili hennar ber þess alls staðar Ijósan vott, að þar hefur ekkert farið úr skorðum, síðan hún gekk hér sjálf um síðast. Frú Klara gengur því næst inn í eldhúsið til Nönnu og nemur þar staðar. Nanna er að Ijúka uppþvottinum af hádegisborðinu, þegar frúin kemur inn, og starfið leik- ur í höndum hennar. Frú Klara hefur engan formála að erindi sínu og spyr þegar: 420 Heima er bett

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.