Heima er bezt - 01.11.1965, Síða 37

Heima er bezt - 01.11.1965, Síða 37
— Hve lengi voruð þér upphaflega ráðnar hér á heimilinu? — Það var alveg óákveðið. — Fæ ég yður til starfa hér eitthvað lengur, ég get ekki tiltekið neitt ákveðið, en vonandi verða það ekki margar vikur, sem ég þarf á húshjálp að halda. — Já, ég skal framlengja dvöl mína hér, ég er ekkert tímabundin. — Þakka yður fyrir. Og þér annist þá heimilisstörfin eins og að undanförnu, ég fel yður það algerlega á hendur til að byrja með. — Ég skal haga því eins og þér óskið. — Það er ágætt. Frú Klara gengur aftur fram úr eldhúsinu ánægð með þessi málalok, og tekur sér nú langa hvílustund í dag- stofu sinni. Og þegar þau iMagnús lögmaður og Erla koma heim, skýrir ‘frú Klara þeim strax frá því, að Nanna sé ráðin til starfa hjá sér um óákveðinn tíma, og það þykir þeim báðum góðar fréttir. VIII. Breyttur heimilisbragur Nú hefst nýtt tímabil á lögmannsheimilinu. Nanna hugsar að öllu leyti um heimilisstörfin eins og áður, og frú Klara skapar sér engar áhyggjur af því, enda er þar allt með fullkomnasta sniði. En nú hefst þar mikill gestastraumur af vina- og kunningjafólki frú Klöru. Það kemur nær daglega í heimsóknir til hennar, og oft margt í einu. Allt er þetta háttsett fólk og nafnkunnug- ir borgarar, og frúin telur sig auðsjáanlega á réttri hillu í þeirra hóp. En það er sem maður hennar sé að mestu leyti utanvert við allt þetta, enda er hann oftar að heim- an, þegar slíka gesti ber að garði. Nanna á í miklu annríki að sjá öllum gestunum fyrir veitingum samkvæmt fyrirskipun frúarinnar, en hún leysir það allt af hendi með mikilli prýði og hæversku, og frú Klara er vel ánægð með alla frammistöðu henn- ar, þótt hún láti það aldrei í ljós við Nönnu á neinn hátt. Þær kynnast mjög lítið. Frú Klara heldur sig flesta daga inni í stofu, oftast umkringd af gestum, og þó að hún sé ein með Nönnu einhverja stund, gerir hún sér ekkert far um að kynnast henni. Frú Klara er ánægð með störf vinnukonu sinnar, og það er henni nóg. Um önnur kynni við hana kærir hún sig ekkert. Og tíminn líður. Sumri er tekið að halla. Heilsufar frú Klöru tekur hægum framförum, en þó er hún ólíkt hressari nú orð- ið, en þegar hún kom heim af sjúkrahúsinu. Enn vinnur hún ekkert, og hefur engar áhyggjur af neinu, sem heimilinu viðvíkur, og lætur sér líða eins vel og frekast er unnt. Svo er það eina kyrrláta morgunstund. Frú Klara er ekki komin á fætur, og Nanría hefur nýlokið við að færa henni morgunverð upp í svefnherbergi hennar, og hún býst ekki við frúnni á fætur fyrr en um hádegi. Nanna er ein í eldhúsi og hefur að venju nóg áð starfa. En skyndilega heyrir hún gengið rösklega inn forstofuna, eldhússdyrnar eru þegar opnaðar, og Snorri flugstjóri snarast brosandi inn í eldhúsið. Og án þess þögnin sé rofin er hún þegar vafin örmum hans, og hjörtu þeirra slá saman í algleymissælu ungra elskenda, og stundin verður báðum dýrmæt. En svo segir Nanna er þau loks hafa heilsast: — Nú get ég fært þér góðar fréttir, Snorri minn. iMóðir þín er komin heim af sjúkrahúsinu. — Það gleður mig mjög að heyra. Líður henni ekki vel? — Það held ég, eftir atvikum, annars segir hún þér það bezt sjálf. — Og hvernig lízt þér nú á tilvonandi tengdamóður, ástin mín? spyr hann með heitu og örlítið glettnislegu brosi. — Hún er stórglæsileg kona, en ég hefi lítið kynnzt henni. — Það kemur með tímanum. Hún hlýtur að elska þig eins og dóttur, þegar þið kynnist betur. Nanna svarar þessu aðeins með daufu brosi, en Snorri er of hamingjusamur til þess að nokkur skuggi geti fall- ið á huga hans, eða hann geti ímyndað sér að nokkur mótbára kunni að rísa gegn því, að hann fái að njóta stúlkunnar, sem hann elskar svo heitt oc saklaust. — Hvar er mamma? spyr hann svo allt í einu. — Uppi í svefnherbergi sínu, hún er ekki komin á fætur. — Ég ætla þá að skreppa strax upp til hennar, ég er á hraðri ferð og verð að vera kominn suður á völl klukk- an eitt eftir hádegi. — Þú borðar þó með okkur hádegisverð? — Já, vina mín, þakka þér fyrir. Hann tekur utan um hana. — Þetta verður stutt viðdvöl að þessu sinni, en nú þrái ég stöðugt heim og heitar en nokkru sinni áður á ævinni. Hann vefur hana að sér og þrýstir heitum kossi á varir hennar, en gengur síðan upp á loft til fundar við móður sína. Frú Klara fagnar syni sínum innilega og býður hann velkominn heim. Síðan biður hún hann að setjast við rúmið hjá sér, svo að hún geti sem bezt notið nærveru hans og spjallað við hann, meðan næði gefst. Snorri tekur sér sæti fast við rúm móður sinnar og spyr hana fyrst náið um heilsufar hennar og líðan. Hún skýrir honum frá öllu og lætur í ljós þá öruggu von, að brátt muni hún ná aftur fullkomnum bata. En svo get- ur Snorri ekki stillt sig lengur og spyr þvínæst móður sína brosandi: — Hvernig líkar þér við bústýruna þína, mamma? Frú Klara h'tur snöggt á son sinn: — Vinnukonuna? segir hún. — Hún leysir heimilis- störfin ágætlega af hendi, svarar hún í þeim tón, sem finnist henni slík spurning ekkert erindi eiga inn í sam- tal þeirra mæðginanna, en Snorri heldur áfram og segir með áberandi aðdáun í röddinni: Heima er bezt 421

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.