Heima er bezt - 01.11.1965, Side 38
— Það er ekki hægt að hugsa sér það fullkomnara.
— Ég hefi nú alltaf verið vön hinu fullkomnasta, og
þú hefir ekki þekkt annað hér heima frá því fyrsta, góði
minn.
— Nei, það er alveg satt. En ætlarðu ekki að reyna að
fá þessa mikilhæfu stúlku til þess að vera hér sem lengst
þér til aðstoðar, mamma mín?
Frú Klara horfir nokkur andartök rannsakandi á son
sinn, áður en hún svarar honum. Henni virðist eitthvað
þess háttar í rödd hans og látbragði, sem hún kannast
ekki við, og hún veitir því eftirtekt að dökkbrúnu aug-
un hans fallegu ljóma nú á annan hátt en áður. Það dylst
henni ekki, svo skarpskyggn sem hún er, en hún má
ekkert vera að því að hugleiða það nánar á þessari stundu
og svarar því með eilítið stoltri röddu:
— Ég hefi nú áreiðanlega ekki vinnukonu lengur en
brýn þörf gerist, ég hefi alltaf kunnað bezt við að ann-
ast heimili mitt sjálf. En svo breytir hún um tón allt í
einu og spyr þýðlega:
— Hvað ætlarðu að dvelja lengi hérna heima núna,
góði minn?
— Aðeins fram yfir hádegið, mamma mín. — Ég þarf
að vera kominn á flugvöllinn klukkan eitt í dag.
— Þú ert Jpá rétt strax á förum aftur, nú er liðið fast
að hádegi. Ég ætla að klæða mig í skyndi og fara með
þér ofan í borðstofu.
— Jæja, góða mamma, svarar Snorri þýðlega og rís á
fætur.
— Bíddu hérna eftir mér, segir frú Klara og snarast
fram úr rúminu.
Snorri færir sig út að glugganum og horfir þögull út,
meðan móðir hans klæðir sig í flýti. Samtal þeirra mæðg-
inanna um Nönnu rétt áðan líður fram í huga hans.
Hann gat ekki stillt sig um að minnast á Nönnu við
móður sína, fyrst þær eru nú farnar að umgangast hvor
aðra daglega. En þó að hann hefði óskað eftir hlýlegri
svörum frá móður sinni, efast hann samt ekkert um það,
að hún muni taka Nönnu á réttan hátt og reynast henni
vel, þegar hún fær að vita leyndarmál þeirra Nönnu og
hans, og það ætlar hann að segja foreldrum sínum strax,
er hann á lengra frí hér heima og getur spjallað við þau
í næði, og það vonar hann að verði bráðlega.
Frú Klara er nú tilbúin að fylgja syni sínum, og þau
fara saman ofan í borðstofuna. Nanna er langt komin
að bera hádegisverðinn á borð, er þau koma inn í borð-
stofuna. Þau setjast þar og spjalla saman, meðan þau
bíða hádegisverðarins klukkan tólf.
Frú Klara veitir því þegar athygli, að í hvert sinn
sem Nanna kemur inn í borðstofuna, lítur Snorri til
hennar, og augu hans blátt áfram ljóma í návist hennar,
það er engin uppgerð.
Frú Klara fær hér óvænt umhugsunarefni, en nú er
enginn tími til að brjóta það til mergjar, það verður
hún að geyma, þar til sonur hennar er farinn að þessu
sinni, og hún er ein í góðu næði.
Nú slær klukkan 12, og hádegisverðurinn er kominn
á borðið. Magnús lögmaður og Erla koma stundvíslega,
og síðan setjast þau öll að snæðingi.
Á meðan setið er undir borðum spyr Magnús lög-
maður son sinn um ferðir hans, og er Snorri segir hon-
um á hve mikilli hraðferð hann sé, býður faðir hans
honum að aka með hann á flugvöllinn, áður en hann
fari til vinnu sinnar, og Snorri tekur því með þökkum.
Að loknum hádegisverði rís Magnús strax á fætur og
hraðar sér út. Hann þarf að athuga bifreið sína eitthvað
smávegis, áður en hann ræsir hana á ný, og tíminn er
naumur. En frú Klara ætlar að fylgja syni sínum út að
bifreiðinni og kveðja hann þar, og það er hún þegar
búin að segja honum.
Snorri er í uppnámi. Hjarta hans brennur af ástar-
þrá, þótt ekki væri nema einn augnabliks koss af vörum
unnustunnar að skilnaði. En hann sér enga möguleika
á því að geta kvatt hana í einrúmi að þessu sinni, fyrst
móðir hans ætlar að fylgja honum svo fast eftir, nema
vekja með því grunsemd, og það ætlar hann ekki að
gera að þessu sinni. Hann hefir ákveðið að segja for-
eldrum sínum báðum samtímis sannleikann afdráttar-
laust um trúlofun sína, þegar tækifæri gefst, en þangað
til vill hann eiga það leyndarmál sem ósnortinn helgi-
dóm.
Snorri rís snöggt upp frá borðum og sýnir á sér far-
arsnið. Honum er bezt að Ijúka þessari ófrjálsu kveðju-
stund af strax, enda má hann naumast tefja lengur. En
Erla hefir veitt bróður sínum nána athygli um stund,
og það er sem hún skynji ósjálfrátt tilfinningar hans nú
og sjái um leið, að núna geti hún hjálpað honum og
stallsystur sinni, en ekkert er henni meira gleðiefni en að
geta orðið þeim að Iiði. Erla veit að Nanna er ein í
eldhúsinu, en þau systkinin og frú Klara eru enn í borð-
stofunni, og frúin er albúin að fylgja börnum sinum
út að bifreiðinni. En Erla ætlar að aka með bróður sín-
um á flugvöllinn, og svo þaðan til vinnu sinnar án þess
að koma heim aftur.
Þau ganga nú öll fram í eldhúsið á leið út, og Snorri
er fyrstur. En jafnskjótt og þær mæðgur eru komnar
þangað á eftir honum, segir Erla skyndilega í bænarróm
við móður sína:
— Góða mamma, finndu mig snögvast inn í borðstof-
una, ég þarf að spyrja þig einslega um svolítið, áður en
ég fer að heiman, og það má ekki bíða.
— Hvað er nú þetta, barn, gaztu ekki verið búin að
þessu, við megum ekki tefja bróður þinn, og ætlar þú
ekki að fara með honum suður á flugvöll í bifreiðinni?
— Jú, en þetta tekur enga stund, sem ég þarf að segja
við þig, mamma mín.
— Jæja, ljúktu þér þá af strax, segir frú Klara óþol-
inmóð og vindur sér aftur inn í borðstofuna.
Erla fer á eftir henni inn fyrir borðstofudyrnar og
lætur hurðina falla að stöfum, svo að elskendurnir í
eldhúsinu verði ekki séðir þaðan. Og um leið og hurð-
in er fallin að stöfum, slá tvö elskandi hjörtu saman í
brennheitum örstuttum kveðju-kossi. (Framhald.)
422 Heima er bezt