Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 6
Vestur-Skaftfellingar á fundi á Eyrarlandi í Mýrdal. Hannes í fremstu röð (4. frá hcegri).
Hannes tók við búskapnum árið 1914. Árið eftir kvænt-
ist hann og gekk að eiga Signýju Þorkelsdóttur frá
Skálmarbæjarhraunum. Þau bjuggu á Herjólfsstöðum til
ársins 1951, að Hjörtur sonur þeirra tók þar við búi.
Börn þeirra Signýjar og Hannesar eru tvö: Hjörtur
bóndi á Herjólfsstöðum, kvæntur Vigdísi Magnúsdótt-
ur frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þau eiga þrjú börn.
Og Sigttrrós húsfreyja í Hvammi í Skaftártungu. Maður
hennar er Bárður Sigurðsson. Þau eiga tvær dætur.
Hannes á Herjólfsstöðum hefur verið góður bóndi,
sómi sinnar stéttar. Hann byrjaði með lítil efni en hef-
ur búnast vel þrátt fyrir hið mikla áfall, sem Kötlu-
hlaupið var fyrir alla bændur í Álftaveri, er jarðir þeirra
flestar urðu fyrir stórskaða. En þær voru furðu fljótar
að rétta við, og búskapurinn að komast í samt lag á þeim
jörðum, sem héldust í byggð.
Hannes bætti jörð sína mikið að ræktun og bygging-
um í búskapartíð sinni. Gekk það hægt í byrjun enda
voru stórvirk jarðvinnslutæki ekki komin til sögunnar.
Fékkst Hannes, eins og fleiri bændur í Skaftárþingi og
víðar um land, aðallega við áveitur á mýrlendi. Voru
þá slægjur mikið bættar með flóðgarðahleðslum og
uppistöðum, sem var mikil lyftistöng fyrir heyöflunina
áður en túnræktin tók þau risaskref, sem hún hefur gert
á síðari áratugum svo að nú er lítið sem ekkert heyjað
nema túnin.
f kynbótum búfjár fylgdist Hannes vel með eftir því
sem hægt var og mun hafa náð góðum árangri, eins og
bændur yfirleitt með félagsskap og aukinni leiðbeining-
arstarfsemi.
Bréfhirðingarmaður hefur Hannes verið síðan 1918 og
til þessa dags, og endurskoðandi ýmissa sjóða og reikn-
inga innan sveitar. Hann skrifar afburða góða rithönd
og hefur henni ekki farið aftur þrátt fyrir hinn háa ald-
ur hans
Eins og vel kemur fram í grein Hannesar um melinn
og melkornið á söndum í Skaftafellsþingi lætur honum
vel að lýsa verklagi og vinnubrögðum, sem nú eru af-
lögð og menn sjá ekki fyrir sér. Hefur hann líka lagt
fram drjúgan skerf til að bjarga þeim frá glötun með
því að svara spurningaskrám Þjóðminjasafnsins um
gamla siði og aflögð vinnubrögð frá fyrri tímum. Er
það orðið allmikið safn frá byrjun og mun koma að
góðum notum í framtíðinni.
Hannes á Herjólfsstöðum hefur verið áhugamaður um
félagsmál. Skal hér drepið á það helsta, þar sem hann
hefur komið við sögu. Á sínum tíma sat hann í hrepps-
nefnd og skólanefnd og forðagæzlumaður var hann um
árabil. Þegar stofnað var Verzlunarfélag Vestur-Skaft-
fellinga, árið 1951, var hann kosinn í stjórn þess og átti
þar sæti þar til á síðastl. ári. Hannes er ljúfur maður í
samvinnu og gott að eiga hann að samstarfsmanni á
hvaða sviði, sem er.
Sú félagsmálahreyfing, sem Hannesi á Herjólfsstöðum
er hugstæðust, er Góðtemplarareglan og bindindismálið
er honum næsta hjartfólgið. Honum er ljóst — eins og
Framhald á bls. 194.
186 Heima er bezt