Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 23
LITLI FUGLINN Texti: Jón Thoroddsen (ekki sá gamli) Lag: Ólafur Þórarinsson. Það var eitt sinn eyrarós á eyðistað. Og lítill fugl að Lvöldi kom og kyssti það. Hann elskaði svo undurheitt sitt eyrarblóm. Og veröldin var án þes's öll svo auð og tóm. Að morgni eftir nepjunótt og nístingsél. Fram og aftur flögrar hann um frosinn mel. VILLI VERKAMAÐUR Texti: Ómar Halldórsson. Lag: Ólafur Þórarainsson. Ég þykist heiðvirð sál með hjólbeinótt læri. í gömlum gúmmískóm, með belti úr snæri. Þó að ég þræli alla mína ævi. Hef ég hvorki ofan í mig né á". Ég þræla og púla fyrir konu og krökkum. í gegnum lífið ég hef barizt í bökkum. Oní skurðum ég hef atast blautur, þó það gefi ekkert í aðra hönd. Mitt líf er eilíf kvöl, því bakið er brotið. Mitt hár er gránað, orðið gamalt og rotið. Þó ég þræli alla ævi hef ég hvorki ofan í mig né á. LEIKUR AÐ VONUM Texti: Jónas Friðrik. Lag: Ólafur Þórarainsson. Láttu ekki hatrið í heiminum ná þér, heimsku draga þig með sér af stað. Vísaðu grimmdinni og græðginni burtu, gegndu ekki neinum, sem predikar það. Lífið er leikur að vonum, lífið er söngur um frið, útrétt hönd til hjálpar þeim veika, til hjálpar þeim, sem reisa þarf við. Hárprúður poppari, Ólafur Þórarinsson, hljóð- fceraleikari og lagasmiður i hljómsveitinni Mánum frá Selfossi. Teikning: Jens Kristján Guðmunds- son frá Hrafnhóli i Skagafirði. Meðan enn er einhver, sem grætur, ómálgabarn í vöggunni sært. Hungraðar þjóðir við húsdvr þess ríka, hefur ei veröldin sannleikann lært? Reynum að kenna það rétta og sanna, reynum að láta menn komast að því, að lífið er eign, sem við eigum að nota í eitt skipti vel, því að fæst ekki á ný. Og nú þykist ég hafa gert vel að birta þessa texta, því satt bezt að segja var ég afar hikandi við það. Ef á að reyna að „kenna það rétta og sanna,“ þá ber að segja það, að í öllum þessum textum er allt þverbrotið sem hægt er að brjóta í gerð, og að auki eru notuð orð allt annarrar merkingar en höfundar virðast meina. Þetta er ekki nógu gott. Það er mikill ábyrgðarhluti að birta þetta, því hætta er á, að obbinn að ungu fólki taki þetta fyrir góðan og gildan skáldskap og þar með ruglast dómgreindin fyrir sérkennilegum eiginleika, sem alltaf hefur verið stolt okkar. Stundum hefur ekki verið gott að segja það með orðum hvernig skáldskapur verkar, en vel flestir hafa skynjað hann. Svo hefur skáldskapar- tilfinningin verið rík með okkur og það er viðurhluta- mikið að standa fyrir því að slæva þessa tilfinningu. En unga fólkið syngur þetta. Því vil ég beina enn þeim orðum til ungra hljómlistarmanna, ef þeir eru vandir að virðingu sinni og vilja teljast íslendingar, að það er alls ekki sama hvernig texti er gerður og hugsað- Heima er bezt 203

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.