Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 18
KVEÐ ÉG rnér tií hugarhcegðar MANSTU? Manstu þær nætur, næturnar bláu, er notið þú fékkst ekki svefns því fögnuður æskunnar fyllti þitt brjóst? * Ríkir nú haustgríma hettusvört og ein og svefninn er þér sætur. BÆJARLÆKUR Á EYÐIBÝLI. Enginn krýpur framar að þínum bláa streng á sólheitum degi og svalar þorsta sínum við angan af þornandi töðu. Enginn rýfur framar laglínu bunu þinnar meðan skjólan fyllist. Ekki skolar heimasætan hér lengur úr plöggum um kvöld á engjaslætti og horfir dreymin út í húmið með blik þitt í augum og klið þinn í barmi. Og enginn stuttfótur heimsækir þig meir svalbjartan morgun um göngur til að hlusta á hjal þitt við glitrandi skarir. Samt heldur þú áfram að renna eins og ekkert hafi gerzt. Svona skiptir mannlífið þá litlu máli. SIGURÐUR Ó. PÁUSSON, skólastjóri. F. 27. des. 1930 í Breiðuvlk í Borgarfirði eystra. Kennarapróf 1954. Kennari Hjalta- staðaþinghá, N.-Múl., 1950—51. Skólastjóri barnaskólans í Borgarfirði eystra 1954 —1970 og barnaskólans á Eiðum frá 1970. Var í stjórn Umf. Borgarfjarðar um skeið. Hefur samið leikrit og smásögur auk rit- gerða ýmislegs efnis. FJÓRAR VÍSUR UM NÓTTINA. I. Nóttin kemur þögul, mild og mjúklega breiðir dökka værðarvoð yfir þreytta menn, sezt við gluggann minn og svarta hárið greiðir. II. Nóttin slítur hár úr skeggi mánans. Saumar silfurblóm í sortulitað ldæði, unz það greiðist sundur í höndum hennar og heldur ekki þræði. III. Vetrarnóttin teygir langan lopa frá ljómandi himinsins stjörnum, spinnur og teygir hann til mín inn. Svo reikar hún um fannirnar, rósum hvítum safnar og raðar þeim á gluggann minn. IV. Vornóttin kemur, hún kemur kyrrlát og hljóð eftir slikjugrænni slóð í möttlinum bláa um mýri og mó .... Bráðum fær hún blómagull í skó. 198 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.