Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 2
Nóttleysumánuður
Júní, mánuður nóttleysunnar, þegar „sólin ei hverfur
né sígur í kaf“ á vorum norðlægu breiddargráðum. Eng-
inn árstími er eins vígður ljósi og Iífi og júnímánuður.
Hvarvetna, sem vér skyggnumst um, er vaknandi, vax-
andi líf. Það er áfeng gróðurilman úr jörðu, moldin sjálf
fær einhvern annarlegan ilm, þegar fræin taka að spíra
og gróðurnálin að teygja kollana móti ljósinu, og ofan-
jarðar anga brum trjánna um leið, og blöðin breiðast
gegn sumri og sól. Ungviðin skynja umhverfið og
bregða á leik. Lækirnir flýta sér niður hlíðarnar með
síðasta sopann, sem vetrarfannirnar hafa geymt þeim.
Og yfir öllu skín lífgjafinn mikli, vorsólin heið og hlý.
Það er því ekki að undra, þótt vér litlir menn fögnum
júnímánuði, þegar öll náttúran sameinast í einum fagn-
aðaróði til lífsins og fegurðarinnar. Og það gerum vér
svo lengi, sem vér unnum meira ljósi en myrkri, lífi en
dauða. En slíkt er raunar eðli vort svo lengi sem vér
erum andlega heilir, og höfum ekki látið blindast af
ofstæki og hleypidómum, að vér sjáum sólina, eins og
þjóðtrúin sagði um Axlar-Björn, að hann hefði verið
svo magnaður í vonzku sinni, að sóhn hvarf sjónum
hans. Ef til vill hefir þjóðtrúin komizt þar nær innsta
kjarna manneðlisins enn oss grunar. Heimur þess manns,
sem hrærist í illum verkum, eða hefir fyllt sig hatri og
andúð til umhverfisins, hlýtur að verða þrunginn
myrkri, þótt líkamssjónin sé óskert. Slíkt eru þyngri
örlög en tárum taki, því að hvernig sem vér veltum
málunum fyrir oss, þá er víst að vér erum öll borin til
ljóssins. Það er vöggugjöfin, sem oss öllum er fengin.
Enda þótt margir skuggar sæki á oss á langri lífsleið,
geymum vér samt ljósþrána í brjósti, og gleðjumst af
hverjum geisla, er snertir oss, og oss er gefin sú gáfa,
að geta skapað oss „hlátraheim þá heimur grætur," ef vér
einungis viljum.
Júnímánuður er fagnaðarmánuður þjóðar vorrar. Þá
komum vér saman til að fagna frelsi voru og fullveldi
og einnig að minnast vors djarfasta og farsælasta for-
ystumanns, í ellefu alda sögu vorri. Mannadýrkun getur
oft verið vafasöm, en aldrei megum vér þó láta fallast í
þá gröf, annars vegar að hefja einstaklingana í guða-
tölu eða hinsvegar að reyna smækka stórmennin með
smásmuglegu aggi og aðfinnslum. Og hverjum manni,
ungum sem gömlum, er andleg heilsubót, að læra að
meta það, sem vel er gert og hylla þá menn, sem með
fordæmi sínu og starfi hafa bent á og rutt réttar leiðir,
og helga sig hugsjón réttlætisins. En því fær enginn neit-
að að svo gerði Jón Sigurðsson.
Þjóðhátíð vor er í nóttleysumánuðinum, næstum á
sama degi og lengstur er sólargangur, þegar bjartast er
yfir láði og legi. Þetta ætti að vera oss í senn tákn og
áminning. Tákn þess, að þjóð vor og land sé vígt ljósinu,
og áminning og viðvörun um að varpa ekki skuggum
yfir það þjóðlíf, sem hér getur skapazt, ef rétt er stefnt.
En fátt er svo gott, að galli né fylgi. Sjaldan eru vorin
svo hlý og björt, að aldrei komi hret, sem særa nýgræð-
inginn, þótt gróðrarmáttur vorsins rétti hann við. Og
jafnvel á fögrum vordögum getur oss borizt mengunar-
mistur í lofti utan úr hinum stóra heimi og spillt hinu
bjarta heiði þess. Og þótt vor og gróandi sé í þjóðlífi
voru á mörgum sviðum, eru veður válynd úti í hinum
stóra heimi, og frá þeim berast oss bæði mengun og
kuldi.
Á því fagra vori, sem nú er að líða hafa slíkar öldur
á oss skollið, og fengið hljómgrunn í athöfnum nokk-
urra manna. Alvarlegasta áfellið eru atburðirnir við
Árnágarð, sem flestum eru í fersku minni, og vakið hafa
ugg og andúð í hugum hugsandi manna, og þó ef til vill
mest undrun yfir því, að slíkt siðleysi skyldi geta gerzt
hér á meðal vor. Það vekur furðu að hugarfar manna,
og þá einkum unglinga, skuli geta mengast svo af f jand-
samlegum áróðri þeirra manna og þjóða, sem vilja oss
illa, að þeir fáizt til slíkra verka, sem engum tilgangi
þjóna, nema varpa bletti á þjóð vora og menningu.
Jafnvel þótt menn væru sama sinnis um afstöðu til styrj-
alda og þeir ógæfuunglingar, sem söfnuðust að Árna-
garði, til að svívirða sendimann vinveittrar þjóðar, verð-
ur undrun þeirra mikil. En þó er ef til vill furðulegast,
að þarna voru að verki ungmenni og aðrir, sem notið
hafa þess bezta, sem þjóð vor getur veitt af skólamennt-
un.
Margt er talað um gildi skólamenntunar og nauðsyn
þess, að hún geti fallið sem flestum í skaut. Eitt sem
þar kveður löngum við er, að menntunin eigi að skapa
heilbrigða hugsun, kenna þeim, er hennar njóta að vega
og meta rök í hverju máli, en hlaupa ekki eftir hvaða
áróðri sem er. Það er talið aðalsmerki hins menntaða
manns, að fylgja fram máli sínu af festu og rökum en
ekki með skrílslátum í orði og verki. Aldrei hefir þjóð
vor varið jafnmiklu fé og fyrirhöfn til menntunar æsk-
182 Heima er bezt