Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 29
inn lengur en til 5. september. Ég kann vel við mig.
Ég vil helzt ekki þurfa að rifta samningunum eða
fá þeim breytt. Svo er þetta gífurlegt kaup. Ég
þakka þér innilega fyrir allt, sem þú hefir gert fyrir
okkur Sigrúnu, Háberg, og vonast til að þig iðri
þess aldrei."
„Segirðu Háberg?“
„Já, heitirðu ekki Háberg?“
„Jú, jú, mikil ósköp. En hún góða mín kallar mig
hreint og beint afa. Gætir þú ekki gert það sama?“
„Gerðu það,“ skaut Sigrún inn í biðjandi.
„Ja, jú, ég get gert það. — Og ég held að mér
þætti bara gaman að því.“
„Gott og vel, börnin mín. — Nú verður þú áfram
hérna í Noregi í sumar. Svo kemur þú heim í haust.
Hvað svo?“
„Já, hvað svo? Ég ætlaði mér alls ekki heim aftur,
svo að ég er ekki viðbúinn því að svara, hvað ég ætli
að gera, þegar ég kem heim. Sigrún er ráðin fram
til mánaðamótanna júlí—ágúst, svo að hún verður
á lausum kili, ef hún vill, þegar ég kæmi heim.“
„Þetta er allt gott og blessað. Þetta fellur alveg
inn í það, sem ég hafði hugsað mér. En við skulum
sleppa því í bili. — Hvernig gekk þér að komast
niður í norskunni?"
„Það gekk alveg ágætlega. Ég lærði dönsku í
unglingaskólanum heima og las talsvert á dönsku.
Þegar ég svo kom um borð í skipið á Fáskrúðsfirði,
gat ég gert skipsmönnum skiljanlegt, að ég vildi fá
far með þeim til Noregs. Með aðstoð piltanna
tveggja, sem fluttu mig um borð á skektu, fékk ég
loks leyfi til ferðarinnar. Ég sagði skipstjóranum,
eins og satt var, að ferðir til Danmerkur væru frem-
ur strjálar um þetta leyti árs, en þangað ætlaði ég
til móðursystur minnar. Ég hafði meðferðis bréf frá
henni, þar sem 'hún býður mér að koma til sín. Auð-
vitað var bréfið meir en tveggja ára, en það var ég
ekkert að tilkynna skipstjóranum og stýrimannin-
um, sem þarna var með okkur. Svo þýddi ég þann
kafla bréfsins, sem minnist á boðið út. Skipstjórinn
fylgdist með á bréfinu og auk þess staðfestu ungu
Fáskrúðsfirðingarnir, að rétt væri þýtt hjá mér.
Samt voru Norðmennirnir ákaflega tregir að taka
mig með. En lánið virtist leika við mig á þessu sviði.
Ég hafði nokkur skilríki, sem fullvissuðu þá um, að
ég væri ekki afbrotamaður á flótta. Þeir gengu úr
skugga um, að ég hefði allmikla peninga, svo að
þeir þyrftu ekki að sjá fyrir mér. Gjaldeyri, raunar
enskan, hafði ég getað útvegað mér á svörtum mark-
aði. — Nú svo fór ég af stað með skipinu. Úr því
var öllu borgið. Ég kynnti mig þannig um borð, að
þegar til Noregs kom, var ekki við annað komandi,
en að skipstjórinn útvegaði mér atvinnu. Áður
hafði ég sagt honum raunverulega ástæðu fyrir þess-
ari ferð minni. — Svo er víst ekki meira að segja um
það. Sannast að segja ætlaði ég til frænku minnar í
Danmörku. Ég er búinn að skrifa henni og segja
henni um ferð mína, — en raunar ekki réttu ástæð-
una. — En nú breytist þetta allt. Nú verður ekkert
af Danmerkurferðinni. Næsta ferð mín verður til
íslands," lauk ungi maðurinn orðum sínum.
„Þetta er dásamlegt að heyra! Ég skal taka á móti
þér, elsku vinurinn minn,“ sagði Sigrún og horfði
ljómandi af gleði á ástvin sinn.
„Já, þetta er ágætt. En ég spurði: Hvað svo? Það
er líklega ekki mikið um það að segja. Þetta kemur
allt á sínum tíma. — En nú skal ég ekki tefja ykkur
mikið lengur hjá mér. Við Sigrún verðum að
minnsta kosti hér á morgun. Svo langar mig til þess
að hún fái að skreppa og heimsækja þig í sveitina.
Ég hef nóg að gera hér á meðan. — Næsta dag langar
mig til þess að fá að ráða ferðinni. Þá væri mér
kært, að þú, sonur sæll, fengir frí frá störfum, ef
mögulegt er. Ég get aðeins sagt ykkur það núna,
að ég á góðan kunningja í Örstavík og langar til
þess að við skreppum þangað. Ef veðrið verður
svipað því, sem það hefir verið í dag, getur það
orðið ákaflega skemmtileg ferð. Nú skal ég ekki
heimta meiri tíma af ykkur hérna hjá mér. Ég vona,
að Sigrún okkar hafi ekki nema ánægju af því að
bjóða unnustanum heim til sín hérna í Álasundi.“
Gleði sína og þakklæti til gamla mannsins létu
þau ungu í ljós með því, að þau gengu til hans og
buðu honum góða nótt með kossi.
Nokkru eftir að hurðin hafði lokazt á eftir þeim,
stóð gamli maðurinn og horfði þögull og hlutlaust
á hurðina. Bros lék um varir hans. Allt í einu hristi
hann höfuðið, hló léttum hlátri og settist svo við
skrifborðið.
Hann varð þögull. Hugurinn hentist áfram á
minnisbárum. En hvað þetta voru lík atlot hjá þess-
um elskendum, eins og hjá ungum elskendum fyrir
tæpri hálfri öld. Verður það ekki alltaf eins, þó að
hin svokallaða menning vilji gerbreyta ástalifi kynj-
anna? Verður nokkru sinni hægt að strika ástina út
úr lífi mannanna? Það á að fræða æskuna um kyn-
ferðismál, er hrópað. Með allskonar sorpstarfsemi
reynir fjöldi manna óhindraður að hramsa til sín
viðkvæmustu tilfinningar æskufólksins, örva kyn-
hvatirnar og æsa ástríðumar. Gamli maðurinn færði
sig til á stólnum og hryllti sig. Þetta var ekki rétt
umhugsunarefni á slíkri gleðistund. Elskendurnir
höfðu aftur tengt tryggðabönd sín. Þau höfðu raun-
ar ekki brostið. Hvorugt þessara ungmenna hafði
Heima er bezt 209