Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 37

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 37
í harðnandi veðrinu héldu sjómennirnir áfram. Skyndilega kvað við ógurlegt brak aftur á skipinu. Þeir, sem unnu að línudrættinum litu aftur. Stýris- húsið var mölbrotið og formaðurinn, sem hafði staðið þar og andæft, var þar ekki lengur. Sjómað- urinn, sem staðið hafði við að blóðskera fiskinn, skar á línuna og sá, sem hafði staðið við vantinn fyrir aftan dráttarspilið, hentist aftur eftir bátnum. Sá maður var Erlendur Háberg. En hvernig sem sjómennirnir leituðu, fundu þeir ekki formanninn. Ægir gamli hafði svelgt hann í sig. Eftir að hafa sveimað fram og aftur um slysstaðinn við afar erfið- ar aðstæður við að stýra bátnum, héldu þeir loks til lands. Þeir komu ekki þangað fyrr en um kvöld- ið. Það varð hlutskipti Hábergs að fara heim og til- kynna ekkju og þrem börnum um slysið. En hvað gamli maðurinn sá þetta allt ljóslifandi fyrir hugskotssjónum sér. Hann mundi, hvernig regnið hafði streymt úr loftinu, lamið áfram af storminum. Hvernig það buldi á gluggarúðunum í eldhúsinu hjá ekkjunni, og rann niður eftir rúðun- um líkt og tár ekkjunnar runnu niður eftir kinnum hennar, þegar hann hafði sagt henni frá slysinu. Ó-já, þetta höfðu verið erfiðar stundir. Þetta gerðist á bátnum, sem hann og formaðurinn áttu saman. Hann keypti hluta ekkjunnar og hún flutti burtu. í aldarfjórðung hafði hann samband við hana og börnin hennar. Nú var hún dáin, en börn- in voru vinir hans. Sonur ekkjunnar var meira að segja starfsmaður hjá honum. En hvað það var mikill munur að mega gleðja en þurfa að hryggja. Hún var sannarlega glöð, hún Sigrún, þegar hann færði henni fréttina um unnustann hennar, þarna í Álasundi! Það höfðu verið fagnaðarríkar stundir. En hafði hann ekki verið óbeint valdur að þeim saknaðartárum, sem hún hafði fellt vegna hvarfs unnustans? Var það ekki hann, sem hafði tekið talsvert af tíma hennar frá unnustanum? Hafði ekki ef til vill eitthvað af þeirri ástúð og um- hyggju, sem hún hafði auðsýnt honum, til dæmis þegar hann lá veikur, verið réttileg eign Bjarna? Hvað hafði ekki pilturinn sagt við hann: „Þú tókst hana frá mér um tíma. Þó að henni hafi alltaf þótt vænt um mig og talið ást okkar sjálfsagða, þá var það staðreynd, að hún kom aldrei svo til mín eða talaði við mig í síma, að hún minntist ekki á afa, afa, afa.“ Þetta var satt. En um það tjáði ekki að hugsa dapurlega. Þetta var nú allt um garð gengið. Sigrún litla var horfin. Nú flögraði litla elsku- lega gangastúlkan hans afa ekki lengur um gangana í FRIÐHEIME Hann saknaði hennar. Það hafði honum alltaf verið ljóst. En nú var honum það hjartans mál að gera framtíð ungu elskendanna eins bjarta og fagra og hann framast megnaði. Það skyldi ekki verða framar, að tár féllu á því heimili hans vegna, nema þá, að það væru saknaðartár við hinztu hvílu hans, að lokinni hérvistinni. Hvað áttu annars svona raunalegar hugsanir erindi til hans núna, þennan sunnudag í september? Jú, það voru tár himinsins, regnið, sem höfðu kom- ið þeim á framfæri. Gamli maðurinn tók upp vasaklút úr vasa sínum og þerraði svitann af enni sér. Þessir dagur hlaut að líða eins og aðrir dagar og hverfa á eftir fyrirrennurum sínum inn í höll tím- ans, þar sem hann yrði um alla eilífð. Gamli maðurinn leit á örkina fyrir framan sig á borðinu. Jæja, hann hafði einmitt verið að skrifa leigjandanum í húsinu sínu og fara fram á það við hann, að hann flytti úr því fyrir hátíðirnar. Gamli maðurinn vissi, að það mundi gert, svo framarlega sem það var hægt. Gaman hefði það verið að geta verið aftur heima í húsinu sínu um jól. Gamli maðurinn hélt áfram að skrifa bréfið. Og það varð langt bréf. 22. kafli. Gangastúlkan skrifar gamla manninum. „27. september. Elsku afi! Svona fór það þá, að við gátum ekki gift okkur fyrr en í gær. Við þökkum þér hjartanlega fyrir stóru gjöf- ina þína. Kannski okkur auðnist einhvern tíma að launa þér hana að einhverju leyti. Að hugsa sér, að ég skuli ekki hafa skrifað þér síðan Bjarni kom heim. En ég veit að þú skilur það. Ég hafði svo agalega mikið að gera. JÁ ég veit að þú brosir. En þú mátt ekki stríða mér, afi minn. — En hvað mér fannst gaman að tala við þig í símanum í bæði skiptin. Mér fannst alveg eins og þú værir kominn til mín. Þegar Bjarni talaði við þig, fannst honum alveg það sama. En hvað er ég annars að þusa? Ég sem ætlaði að skrifa þér svo langt og skemmti- legt bréf. Það er bezt að byrja á byrjuninni. Ég fékk Heima er bezt 217

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.