Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 36
ast þig, Sigrún mín, heldur vegna góða veðursins. En við húsmæðurnar verðum að híma heima. Hús- verkin gefa engan grið. Þvottur, matartilbúningur og ótal margt fleira, heldur húsmóðurinni oftar heima, en henni kann að finnast æskilegt. Þetta færð þú áreiðanlega að reyna,“ sagði Þorbjörg og glettnin skein úr augum hennar, þó að varirnar töluðu alvörumál. „Ég er ekkert smeyk við það. En, Þorbjörg mín, nú ertu áreiðanlega búin að hugsa um þetta, sem ég var að segja ykkur með tilboð afa. Hvað segið þið um það?“ „Við erum hreint og beint fagnandi yfir því. Ykkur er rétt mikið upp í hendurnar. Það er gagn, að þið ofmetnist ekki af því. Okkur finnst alveg sjálfsagt að þið takið þessu góða boði, sem aldrei verður fullþakkað. En til þess treystum við ykkur, að þið reynist gamla manninum vel, því að það er ekkert smáræði, sem hann gerir fyrir ykkur.“ „Já, við erum alveg ákveðin í því. — En ég fékk bréf frá Bjarna í morgun. Hann biður mig auðvitað að skila kveðju. Hann kemur ákveðið snemma í september. Hann biður mig að hafa allt tilbúið með giftinguna sunnudaginn 19. september, því að þá sé laugardagur og heppilegur giftingardagur. En svo segir hann líka, að hann komi ekki heim, — eins og ég var raunar búin að segja ykkur, — og biður mig að sjá til þess, að þið verðið þá fyrir sunnan. Hvað heldurðu um það?“ „Hann er nokkuð snemma í því að ákveða gift- ingardaginn, blessaður drengurinn. Það skal ekki standa á okkur, það get ég fullyrt.“ „Það er ágætt. Ég ætla að fara að skrifa honum seinna í dag. Þá get ég sagt honum þetta. En nú má ég ekki tef ja lengur. Ég þarf að fara í verzlun og svo flýta mér heim. Ég bið innilega að heilsa. Vertu blessuð." „En, góða mín, ætlarðu ekki að fá sér einhverjar góðgerðir?" „Nei, ég má ekki vera að því núna. Bless.“ „Vertu blessuð og sæl, Sigrún mín.“ Sólbjartur sumardagurinn sveipaði allt í töfra- skikkju sína. 21. kafli. Sunnudagur í september. Rigning — kalsaveður. Enginn af vistmönnum elliheimilisins FRIÐ- HEIMS treystir sér til þess að koma út fyrir dyr. Flestir afsaka það með því að veðrið sé svo vont, að það sé „ekki hundi út sigandi“. Regndroparnir koma hraktir undan storminum, skella á rúðum glugganna, sem vita móti veðrinu, sundrast þar og verða að vatnsráð, sem rennur niður rúðurnar. „Elann er víst ósköp einmana, karlgreyið á 37, síðan stúlkan hætti hérna á heimilinu, það er svo sem ekki að undra,“ sagði gamli maðurinn, sem oft brosti þannig, að skeggið á efri vör hans hallaðist. „Já, það er víst. En hvert fór hún, blessuð dúfan,“ svaraði félagi hans, hár, grannur, en lotinn maður, dimmraddaður. „Hún fór víst nokkurn veginn beint til höfuð- borgarinnar, blessaður vertu. Þetta var annars allra geðugasta stúlka. Mér féll sérlega vel við hana," sagði sá með yfirskeggið. „Já, ég hálf sé eftir henni. Hún var alltaf svo hýr og svo hjálpsöm. Hún hefði þurft að læra hjúkrun, var ég að segja henni. En hún sagðist ætla að fara beint í húsmóðurstöðuna í haust,“ sagði sá dimm- raddaði, teygði sig og leit yfir félaga sinn. Þá kom í ljós þetta stórvaxna barkakýli, þar sem bassarödd- in var framleidd í. „O-já, hún sagði það sama við mig. Ég var nú að segja henni, að hún væri of ung til þess að gerast húsmóðir. En hún hló bara að því, blessunin,“ sagði hinn og hallaði í „bakborðs munnvikið", eins og félagi hans hafði einu sinni sagt við hann. „Mér þykir hann rigna hressilega," sagði bassa- röddin. Þar með var gamli maðurinn og ganga- stúlkan tekin út af dagskrá að þessu sinni. Inni í herbergi sínu sat gamli maðurinn við skrif- borðið. Fyrir framan hann á borðinu lá hálfskrifað blað. En nú var gamli maðurinn annars hugar. Hann starði á gluggarúðurnar, þar sem regndrop- arnir buldu á og urðu að vatnsrákum á þeim. Hug- urinn fylgdi þó ekki ferð dropanna, heldur dvaldi hann í minningaheiminum. Þetta var sunnudagur í september. En hvað þessi dagur var líkur öðrum sunnudegi í september fyrir — ja, látum okkur nú sjá. líklega fyrir 37 eða 38 árum. Stormur og regn buldi á hlífuðum sjómönn- unum um borð í „BLIKANUM", sem staddur var úti á hafi. Veðrið fór versnandi og stórir brotsjóir urðu tíðari, eftir því sem leið á daginn. Bátverjar voru að berjast við að draga línuna, en gekk það illa, því að straumur var talsverður og þess vegna vont að andæfa, þar sem stormaldan var á móti straumnum. 216 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.