Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 7
Melaferð frá He rjól fsstaðabúenclum um síðustu aldamót eftir H annes Hjartarson á Herjólfsstöðum Lagt var af stað frá Herjólfsstöðum mánudaginn í 21. viku sumars klukkan 6 að rnorgni. Fóru fjórir menn frá hvorum bæ til melskurðar og auk þess húsráðandi frá öðrum bænum, til þess að sækja hestana, sem „melafólkið“ reið — en svo var venjulegast það fólk nefnt, er melinn skar, meðan það vann að því. Lagt var upp með nesti og nýja skó, nóg af sigðum og áhald til þess að hita kaffi. Var þessi ferð mikið tilhlökkunarefni fyrir okkur unglingana, og þótt- umst menn að meiri, er við höfðum verið viku við mel- skurð frá heimilum okkar og legið á nóttunni í lélegu sæluhúsi í melunum, en það þótti okkur mest um vert. Þegar út í Bólhraun kom — en þar var melurinn tek- inn — fór kvenfólkið og unglingar að skera, en karlmenn að gera við „melakofann,“ svo var sæluhúsið nefnt. Var húsið þannig gert, að veggir voru hlaðnir úr hraun- grjóti og sperrur settar á veggina og reft yfir, síðan settur melur og torf, flutt að heiman, í þakið. Var það ekki haft hærra en svo, að menn gátu staðið uppréttir undir mæni hússins; var það gert af því að þak og veggir blésu fremur upp, ef hærra var. Fór nú sá heim með hestana, er farið hafði til að sækja þá, en allt melafólkið tók að keppast við að skera melinn. Vorum við ungl- ingamir látnir, auk þess að skera, tína saman hendurnar og leggja í parta, en karlmennirnir bentu partana og báru þá saman í hrúgu, er kallað var „melskrúf.“ Vora bornir saman í það einn eða fleiri hestburðir, eftir því hversu melurinn var þéttur. Vann fólkið frá báðum heimilunum í samvinnu, þannig að allt var unnið í fél- agsvinnu og lögðu báðir jafnmarga menn til vinnunnar, og skiptu svo melnum jafnt, þá er hann var tekinn upp til flutnings. Var sama um fleiri verk að segja hjá Her- jólfsstaðabúendum á þeirri tíð að þeir unnu oft þess hátt- ar félagsvinnu. Var nú unnið þannig til miðdegis. og fór sá, sem hitaði kaffið lítið eitt fyrr frá vinnunni, til þess að útbúa hlóðir og kveikja upp eldinn, en þá var hitað úti, þar sem fólkið vann. Var því næst borðaður matur, drukkið kaffi og rætt saman með glensi og gamnyrðum. Var matmáls- og hvíldartíminn ein klukkustund. Var síðan unnið fram til kvölds, unz svo var dimmt orðið, að ekki sá til að skera. Þá var haldið til náttstaðar, og fóru menn að taka sér rúm í kofanum og lagfæra það, sem þeir ætluðu að liggja á; en það var buska (uppblásn- ar melarætur) og skinn eða poki ofan á; fyrir yfirsæng höfðu menn brekán, en fyrir hiifðalag utanyfirföt sín. Leið fólkinu þarna furðu vel. Hafði það nógan hita, svona margt í litlum kofa. En margur kvartaði að morgni um, að hann væri þreyttur af að liggja. Var nú farið til vinnu, þá er vinnubjart var orðið, og fór kokkurinn að hita kaffið, þegar hitt fólkið fór að skera. Svo þegar kaffið var tilbúið, kallaði hann fólkið saman og veitti því. Var síðan farið til vinnunnar aftur, og unnið þar til að þeir, sem fluttu melinn heim, voru komnir með lestirnar. Fóru nú tveir karlar af melafólk- inu til þeirra, til þess að hjálpa þeim til að búa upp á lestirnar. Var það búið klukkan 10 og fóru nú lesta- rnenn heim til bæja, er var hálfrar annarrar stundar ferð, en melafólkið fór að matast. — Var síðan unnið eins og fyrri daginn, unz kvöld var komið. Næsta morgun var komin austanrigning. Það þótti melamönnum eitt hið versta, að fá rigningu í melunum. Var það af því, að ef melurinn var skorinn blautur, var hann svo þungur til flutnings, en kornið verra til geymslu og í þriðja lagi var illfært fyrir fólkið að vinna í rigningu og verða blautt, þar sem það varð að liggja á nóttunni í öllum fötunum. Var því legið inni í kofan- um allan daginn, því að illveður var, og alla næstu nótt. Þegar fram yfir miðnótt kom, vöknuðu menn við það, að fólk var komið að kofanum. Var kofinn opnaður í skyndi og fólkinu boðið inn. Var það melafólk frá Holti og fleiri bæjum. Hafði það legið í tjaldi, langt frá kofanum, en veðrið var svo mikið, að tjaldið rifnaði upp og varð ekki tjaldað aftur, og flýði fólkið því í kofann til okkar. Varð nú hver maður að sitja uppi, því að fólkið var orðið svo margt í kofanum, að það gat ekki legið, það sem eftir var nætur og frarn að hádegi næsta dag. Var þá glatt á hjalla, þrátt fyrir það að kof- inn væri nú tekinn að leka mjög. En gott þótti öllum, þegar óveðrið minnkaði, og þutu þá út og fóru að skera af miklu kappi. Vann sama fólkið að þessu verki, það sem eftir var vikunnar, og var flutt heim á hverjum degi. A laugardagskvöldið fóru menn heirn til bæja; allir fegnir því, að vera búnir að ljúka þessu verki, sem er talið með erfiðari verkum, aðallega sökum þess, að mönnum verður svo illt í bakinu af því, að vera alltaf hálfbognir. En að öðru leyti þvkir flestum það skemmti- legt. Þessu líkt að flestu leyti gengu melaferðirnar til ár- lega, og var á þessum tíma (einni viku) aflað af þessu fólki, 8 mönnum, 50—80 hestburðir af mel, eftir því hve þéttur hann var og þroskaður. Heima er bezt 187

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.